Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast

Þróttur tapaði fyrir Val á Avis vellinum í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag, með tveimur mörkum gegn engu. Þróttur hóf tímabilið af krafti og er liðið í þriðja sæti með 29 stig sem stendur. Valskonur hafa þó snúið við sínu gengi og eru að saxa á forskot Þróttar í þriðja sæti deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag

Er eitthvað að gerast í sápuóperu haustsins í ensku úrvalsdeildinni? Það voru flugeldar á samfélagsmiðlum í gærkvöldi og í dag sást aðalpersónan mæta þar sem hann hefur lítið sést undanfarnar vikur.

Enski boltinn
Fréttamynd

Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni

Samtök knattspyrnuþjálfara á Ítalíu (AIAC) hafa skrifað opinbert bréf þar sem fram kemur krafa þeirra um að Ísrael verði vísað úr öllum íþróttakeppnum vegna grimmilegrar framkomu þeirra og stríðsglæpa á Gaza ströndinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“

„Ég man ekki eftir að meistaralið hafi breyst svona mikið á svona stuttum tíma,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson um Englandsmeistara Liverpool, í Sunnudagsmessunni á Sýn Sport. Hann segir breytingarnar veita þá tilfinningu að Arne Slot vilji herma eftir Evrópumeisturum PSG.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Skil­yrði fé­lagsins fyrir sölu hafa ekki verið upp­fyllt“

Newcastle brást við í gærkvöldi eftir að Alexander Isak sagði félagið hafa svikið loforð. Í yfirlýsingu Newcastle segir að Isak sé samningsbundinn og engin loforð hafi verið gefin um að hann mætti fara frá félaginu í sumar, en þar er einnig gefið í skyn að Isak geti farið að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Stoltir af að kló­festa hæfi­leika­búnt frá Ís­landi

Forkólfar danska knattspyrnufélagsins Nordsjælland hrósa happi yfir því að hafa fest kaup á unga methafanum úr KR, Alexander Rafni Pálmasyni, en væntanleg vistaskipti hans voru formlega tilkynnt í gær. Hann mun þó fyrst klára grunnskóla á Íslandi áður en hann heldur út.

Fótbolti