„Þreytumerki eftir að þeir skoruðu þriðja markið“ „Þetta var erfitt í kvöld, þeir eru drullu góðir. Fannst við inn í leiknum í langan tíma,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson eftir 4-0 tap Íslands í Rotterdam. Fótbolti 10. júní 2024 21:20
„Þeir eru bara með gæði fram á við og í öllu liðinu“ „Þetta var vissulega mjög erfitt,“ sagði Valgeir Lunddal Friðriksson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, eftir 4-0 tap gegn Hollendingum í kvöld. Fótbolti 10. júní 2024 21:14
Åge eftir tapið í Rotterdam: Höfðum ekki sama hraða og á Wembley „Það var mikið af þreyttum löppum þarna úti. Virkilega erfitt að spila á móti tveimur góðum landsliðum á svona stuttum tíma, aðeins þrír dagar á milli leikja,“ sagði Åge Hareide eftir 4-0 tap Íslands í Rotterdam í kvöld. Fótbolti 10. júní 2024 21:06
Áfall fyrir botnlið Þróttar Sierra Marie Lelli, leikmaður botnliðs Þróttar Reykjavíkur í Bestu deildar kvenna í fótbolta, mun ekki spila meira með liðinu á þessari leiktíð vegna meiðsla sem hún varð fyrir í æfingaleik gegn U-23 ára landsliði Íslands. Íslenski boltinn 10. júní 2024 19:31
Fóru yfir það besta frá „syni Haraldar“ Hákon Arnar Haraldsson gekk í raðir franska efstu deildarliðsins Lille fyrir nýafstaðið tímabil. Eftir að gera það gott með FC Kaupmannahöfn í Danmörku þá átti hann erfitt uppdráttar fyrst um sinn í Frakklandi en sýndi hvað í sér bjó á síðari hluta tímabilsins. Fótbolti 10. júní 2024 18:46
Davíð Snorri í rigningunni á De Kuip: „Má segja að veðrið sé okkur í hag“ Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla í fótbolta, segir veðrið með liðinu í hag fyrir vináttuleikinn gegn Hollandi í Rotterdam í kvöld en mikil rigning var skömmu fyrir leik. Fótbolti 10. júní 2024 18:26
Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá sigrinum á Englandi Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, gerir eina breytingu frá sigrinum á Englandi. Valgeir Lunddal Friðriksson kemur inn í liðið fyrir Daníel Leó Grétarsson. Fótbolti 10. júní 2024 17:52
Uppgjör: Holland - Ísland 4-0 | Hollendingar fara dansandi inn á EM Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-0 tap er liðið mætti því hollenska í vináttulandsleik í kvöld. Þetta var seinasti leikur Hollendinga fyrir EM sem hefst á föstudaginn. Fótbolti 10. júní 2024 17:31
Þýska landsliðið sefur í sumarbústöðum Það mun ekki væsa um þýska karlalandsliðið í knattspyrnu meðan á Evrópumótinu stendur í Þýskalandi. Fótbolti 10. júní 2024 17:00
Bera þurfti Bolt af velli á sjúkrabörum Bera þurfti jamaíska spretthlauparann Usain Bolt af velli á sjúkrabörum í árlegum góðgerðarleik í fótbolta í Lundúnum í gær. Komið hefur í ljós að Bolt sleit hásin í umræddum leik. Fótbolti 10. júní 2024 14:01
Hefur ekki hugmynd um hvað tekur nú við Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari segir marga hafa spurt sig að því hvað taki nú við hjá henni og Aroni Einari Gunnarssyni fótboltamanni nú þegar samningur hans er runninn út hjá Al Arabi. Sannleikurinn sé sá að hún hafi ekki hugmynd og viðurkennir Kristbjörg að hún eigi erfitt með óvissuna. Lífið 10. júní 2024 13:51
Óskar um nýja starfið hjá KR: „Ég er ekki ógn við Gregg Ryder“ Knattspyrnudeild KR greindi frá því í hádeginu að Óskar Hrafn Þorvaldsson hefði verið ráðinn til starfa hjá félaginu. Óskar Hrafn mun verða deildinni innan handar en þó ekki í starfi aðalþjálfara karlaliðs félagsins eins og hefur verið hvíslað um undanfarnar vikur. Óskar sjálfur segist ekki vera ógn við núverandi þjálfara karlaliðs félagsins, Gregg Ryder. Íslenski boltinn 10. júní 2024 13:20
Reynir aftur að fá Bale til Wrexham: „Hann má spila golf hvenær sem er“ Rob McElhenney, eigandi velska félagsins Wrexham, hefur ekki gefið upp von um að Gareth Bale muni spila aftur fótbolta. Enski boltinn 10. júní 2024 13:01
Ancelotti, Real Madrid og árangur liðsins – út frá sálfræðilegum pælingum Spænska félagið Real Madrid vann meistaradeildina í 15. sinn um daginn sem er ótrúlegur árangur. Real Madrid er heillandi áfangastaður fyrir bestu leikmenn heim vegna þess mikla árangurs sem liðið hefur náð í gegnum tíðina. Skoðun 10. júní 2024 13:01
Óskar Hrafn tekinn til starfa hjá KR Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur tekið við störfum hjá Knattspyrnudeild KR. Íslenski boltinn 10. júní 2024 12:53
Átta mánaða fangelsi fyrir kynþáttaníð í garð Vinicius Þrír karlmenn hafa verið sakfelldir og hlotið átta mánaða fangelsisdóm fyrir kynþáttaníð í garð Vinicius Jr., leikmanns Real Madrid, í leik liðsins gegn Valencia í maí árið 2023. Fótbolti 10. júní 2024 12:30
„Ég held það hræði ekki Íslendinga“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide óttast ekki aðstæður á De Kuip í Rotterdam í kvöld. Spilað verður í alíslenskri, en þó hollenskri, haustlægð. Fótbolti 10. júní 2024 12:01
Datt af hjóli og missir af EM Michal Sadileik, miðjumaður tékkneska landsliðsins og hollenska félagsins Twente, hefur dregið sig frá keppni á Evrópumótinu eftir að hafa dottið af hjóli. Fótbolti 10. júní 2024 11:01
„England stóð sig ekki í pressunni“ Ronald Koeman, þjálfari hollenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir sína menn þurfa að gera betur en England gegn Íslandi í kvöld. Fótbolti 10. júní 2024 10:51
Fyrrum fyrirliði Liverpool liggur þungt haldinn á spítala Alan Hansen, fótboltagoðsögn og fyrrum fyrirliði Liverpool, liggur alvarlega lasinn á spítala. Enski boltinn 10. júní 2024 10:31
Ancelotti segir FIFA borga of lítið og ætlar ekki á HM félagsliða Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, segir liðið ekki ætla að taka þátt á heimsmeistaramóti félagsliða sem fer fram sumarið 2025. Peningarnir sem FIFA býður er langt frá því að teljast ásættanlegt tilboð. Fótbolti 10. júní 2024 09:31
Ætlar ekki að tapa á móti Íslandi: „Síðasti leikur fyrir EM og við erum tilbúnir“ Tijjani Reijnders, miðjumaður AC Milan og hollenska landsliðsins, segir sigur Íslands gegn Englandi hafa sett Hollendinga upp á tærnar fyrir leik kvöldsins. Fótbolti 10. júní 2024 09:00
Mæta fullir einbeitingar til leiks: „Tilvalið að eyðileggja annað partý“ Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að liðið mæti fullt einbeitingar til leiks þegar Ísland sækir Holland heim í vináttulandsleik í kvöld. Fótbolti 10. júní 2024 07:00
Manchester United vill losna við Sancho í sumar Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United hefur tekið ákvörðun um það að selja Jadon Sancho frá félaginu í sumar. Fótbolti 9. júní 2024 23:00
„Stundum þarftu að fara Krýsuvíkurleiðina“ Það var létt yfir Arnari Grétarssyni, þjálfara Vals, þegar hann mætti í viðtal strax eftir að liðinu tókst að tryggja sig inn í undanúrslit Mjólkurbikars karla nú í dag. Arnar sagði að leikirnir gerðust ekki dramatískari en leikurinn í dag. Liðið var með pálmann í höndum sér en Keflvíkingum tókst að jafna á lokamínútu leiksins og koma sér í vítaspyrnukeppni þar sem Valsmenn höfðu betur. Fótbolti 9. júní 2024 21:53
Reggístrákarnir hans Heimis með fullt hús eftir tvo leiki Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í jamaíska landsliðinu í knattspyrnu unnu 3-2 sigur er liðið mætti Dóminíku í forkeppni HM 2026 í kvöld. Fótbolti 9. júní 2024 20:58
Tuchel segist ekki hafa áhuga á því að taka við United Þýski þjálfarinn Thomas Tuchel segist ekki hafa áhuga á því að taka við sem knattspyrnustjóri Manchester United. Fótbolti 9. júní 2024 20:00
Úrslitin á Wembley komu Koeman á óvart: „Þeir verðskulduðu sigurinn“ Ronald Koeman, þjálfari hollenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir sína menn klára í slaginn fyrir leik morgundagsins við Ísland. Hann hrósar íslenska liðinu fyrir góða frammistöðu á Wembley. Fótbolti 9. júní 2024 19:00
Fjallabaksleiðin í landsliðið: „Það vill enginn búa í Foggia“ „Frammistaða hans var mjög góð. Hann varðist vel,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide um Bjarka Stein Bjarkason sem kom sterkur inn í sinn fyrsta alvöru landsleik með Íslandi á Wembley. Fótbolti 9. júní 2024 17:01
Hlín lagði upp í svekkjandi jafntefli Hlín Eiríksdóttir lagði upp annað mark Kristianstad er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Fótbolti 9. júní 2024 16:27