Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Tölvurnar taka yfir dráttinn

UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, mun frá og með næstu leiktíð hætta að fá gamlar fótboltahetjur í flottum fötum til að draga um hvaða lið mætast í Meistaradeild Evrópu. Tölvurnar taka nú við.

Fótbolti
Fréttamynd

Sarri sagði upp hjá Lazio

Maurizio Sarri er hættur sem knattspyrnustjóri Lazio, viku eftir að ítalska liðið féll úr leik gegn Bayern München í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Þremur sparkað úr lands­liðinu fyrir hómó­fóbíu

Ralf Rangnick, þjálfari karlalandsliðs Austurríkis í fótbolta, ákvað að skilja þrjá leikmenn eftir utan hóps fyrir vináttulandsleiki síðar í þessum mánuði. Ástæðan er sú að þeir sungu hómófóbíska söngva í síðasta mánuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Í­hugar al­var­lega að kæra niður­fellingu máls Alberts

Kona sem kærði knattspyrnumanninn Albert Guðmundsson fyrir nauðgun íhugar alvarlega að kæra niðurfellingu héraðssaksóknara á málinu. Hún hefur tíu daga til að ákveða sig. Degi áður en kærufrestur rennur út leikur karlalandsliðið í knattspyrnu við það ísraelska í umspili um sæti á EM 2024. 

Innlent
Fréttamynd

Víkingurinn mætir Messi

Pablo Punyed, miðjumaður Íslands- og bikarmeistara Víkings í fótbolta, hefur verið valinn í nýjasta landsliðshóp El Salvador.

Fótbolti
Fréttamynd

Níu dagar í EM-umspil: Milljarðar gætu streymt til KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands fékk 1,9 milljarða króna framlag frá UEFA vegna þátttöku sinnar á EM karla í Frakklandi 2016. Mögulegt verðlaunafé tengt Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar er enn hærra. Evrópumeistararnir gætu fengið 4,2 milljarða króna.

Fótbolti
Fréttamynd

TF Besta á suð­rænar slóðir: Ekki vildu allir fara um borð

Hver á fætur öðrum pakka meistara­­flokkar ís­­lenskra fé­lags­liða í fót­­bolta niður í töskur og halda út fyrir land­s­steinana í æfinga­­ferðir fyrir komandi tíma­bil. Ekki fara þó öll lið Bestu deildar kvenna er­lendis í æfingaferðir fyrir komandi tíma­bil. Einu liði hentaði ekki að fara núna, öðru stóð það til boða en á­kvað að fara ekki. Þau sem fara þó út halda til Spánar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Svein­dís Jane skoraði í öruggum sigri

Sveindís Jane Jónsdóttir var á skotskónum í öruggum fjögurra marka sigri Wolfsburg á RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Lokatölur 4-0 og Wolfsburg áfram í harðri toppbaráttu við Þýskalandsmeistara Bayern München.

Fótbolti
Fréttamynd

Lingard-æði í Suður-Kóreu

Knattspyrnuferill Jesse Lingard var á hraðri niðurleið undir lok síðasta árs. Ekkert lið vildi semja við þennan 31 árs gamla sóknarþenkjandi leikmann og það virtist sem eini möguleikinn væri að setja skóna upp á hillu. Það er þangað til það barst tilboð frá Suður-Kóreu.

Fótbolti