Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Potúgalinn Rúben Amorim hefur ekki miklar áhyggjur af pressunni sem fylgir því að taka við stórliði eins og Manchester United. Enski boltinn 15. nóvember 2024 20:00
Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson tilkynnti hópinn fyrir komandi æfingaleiki kvennalandsliðsins í fótbolta sem undirbýr sig fyrir Evrópumótið næsta sumar. Hann segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af Sveindísi Jane Jónsdóttur. Fótbolti 15. nóvember 2024 18:45
Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Stiven Valencia og félagar í Benfica héldu sigurgöngu sinni áfram í portúgalska handboltanum í kvöld. Handbolti 15. nóvember 2024 18:44
Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Óljóst er hvar kvennalandslið Íslands í fótbolta spilar heimaleiki liðsins í Þjóðadeildinni í apríl næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn vonast eftir því að lending finnist á því máli fljótlega. Fótbolti 15. nóvember 2024 16:49
Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í fyrirliðastöðu íslenska landsliðsins í fótbolta og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Svartfjallalandi í dag, fyrir leikinn við Svartfellinga í Þjóðadeildinni á morgun. Fótbolti 15. nóvember 2024 16:15
Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Stevan Jovetic, helsta stjarna Svartfjallalands í fótbolta verður ekki með í leiknum gegn Íslandi í Þjóðadeild UEFA á morgun. Jovetic tekur út leikbann í leiknum. Fótbolti 15. nóvember 2024 16:01
Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Svartfjallalands og Íslands í Þjóðadeild karla í fótbolta. Fótbolti 15. nóvember 2024 15:18
Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt hópinn fyrir vináttulandsleikina gegn Kanada og Danmörku. Fótbolti 15. nóvember 2024 13:11
Enn kvarnast úr liði Vestra Ibrahima Balde hefur yfirgefið lið Vestra í Bestu deild karla. Hann er áttundi leikmaðurinn til að fara frá liðinu eftir nýliðna leiktíð. Íslenski boltinn 15. nóvember 2024 12:32
Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Nú er komið að síðustu tveimur leikjum Íslands í riðlakeppni Þjóðadeildar karla í fótbolta. Lokastaðan hefur mikil áhrif á undankeppni HM 2026 í Norður-Ameríku. Fótbolti 15. nóvember 2024 11:02
Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Rúben Amorim, nýráðinn knattspyrnustjóri Manchester United, heimsótti Old Trafford í gær, í fyrsta sinn eftir að hann tók við nýja starfinu. Hann kom heppnum stuðningsmönnum liðsins á óvart. Enski boltinn 15. nóvember 2024 10:30
Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Nýir þjálfarar kvennaliðs Vals í fótbolta eru spenntir fyrir komandi samstarfi. Þeir endurnýja kynnin en voru síðast saman á Hlíðarenda fyrir rúmum áratug. Íslenski boltinn 15. nóvember 2024 09:33
Kom til handalögmála í París Á ýmsu gekk í kringum leik Frakklands og Ísrael í Þjóðadeild karla í fótbolta í gærkvöld. Síst inni á vellinum. Fótbolti 15. nóvember 2024 09:01
Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Vandræði enska dómarans Davids Coote virðast engan endi ætla að taka. Nú er komið í ljós að hann reyndi að skipuleggja eiturlyfjapartí meðan hann var fjórði dómari á leik Tottenham og Manchester City í enska deildabikarnum í síðasta mánuði. Enski boltinn 15. nóvember 2024 08:01
United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Sir Jim Ratcliffe og félagar í INEOS leita nú allra leiða til að spara pening hjá Manchester United. Nýjasta útspil þeirra gæti þó mælst misvel fyrir. Enski boltinn 15. nóvember 2024 07:30
Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Hver er framtíð fótboltafélaga á netinu? Stórt félag í Þýskalandi er á því að hún sé ekki á samfélagsmiðlinum X sem áður hér Twitter. Fótbolti 15. nóvember 2024 07:02
Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Brasilíska fótboltalandsliðið tapaði dýrmætum stigum í undankeppni HM 2026 í kvöld þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Venesúela. Fótbolti 14. nóvember 2024 23:10
„Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Heimir Hallgrímsson stýrði Írum til sigur á heimavelli í fyrsta sinn í kvöld þegar írska liðið vann 1-0 sigur á Finnum í Þjóðadeildinni en leikurinn fór fram í Dublin. Fótbolti 14. nóvember 2024 22:50
Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Spænska knattspyrnugoðsögnin Andres Iniesta er orðinn eigandi fótboltafélags. Það sem meira er að félagið sem um ræðir er í Danmörku. Fótbolti 14. nóvember 2024 22:45
Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Erling Haaland og félagar í norska landsliðinu urðu að vinna í Slóveníu í Þjóðadeildinni í kvöld og þeir stóðust þá pressu. Fótbolti 14. nóvember 2024 22:04
Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Írska fótboltalandsliðið vann sinn fyrsta heimasigur undir stjórn Heimis Hallgrímssonar í kvöld. Fótbolti 14. nóvember 2024 21:40
Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Englendingar komust á topp síns riðils í Þjóðadeildinni eftir 3-0 útisigur á Grikklandi í kvöld. Fótbolti 14. nóvember 2024 21:37
Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Forráðamenn Manchester United eru sannfærðir um að Rúben Amorim verði kominn með atvinnuleyfi fyrir fyrsta leik. Enski boltinn 14. nóvember 2024 18:02
Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni sætir nú rannsókn lögreglu eftir að þrjár konur komu fram og sökuðu hann um að hafa nauðgað sér. Enski boltinn 14. nóvember 2024 17:31
Sinnir herskyldu á netinu Kim Min-jae , varnarmaður Bayern München, þarf eins og aðrir suðurkóreskir karlmenn að sinna herskyldu. Það fær hann hins vegar að gera í gegnum netið. Fótbolti 14. nóvember 2024 16:09
Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Claudio Ranieri hefur starfað við fótboltaþjálfun í tæpa fjóra áratugi og þessi 73 ára gamli Ítali er nú tekinn við liði Roma, í þriðja sinn á ferlinum. Fótbolti 14. nóvember 2024 14:31
Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Töluverður rígur var milli jafnaldra Arnórs Smárasonar og Rúriks Gíslasonar á yngri árum. Vítaklúður Arnórs veitti Rúrik og félögum sigurinn á Shell-mótinu í Eyjum á sínum tíma. Íslenski boltinn 14. nóvember 2024 13:09
Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Bosníumenn hafa farið athyglisverða leið í undirbúningi sínum fyrir komandi leik við Þýskaland í Þjóðadeild karla í fótbolta. Fótbolti 14. nóvember 2024 12:02
Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gróttumenn gleðjast yfir því að hafa fengið Rúnar Pál Sigmundsson sem þjálfara meistaraflokks karla í fótbolta. Hann skrifaði undir samning til þriggja ára við félagið. Íslenski boltinn 14. nóvember 2024 10:26
Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Rodrigo Bentancur, leikmaður Tottenham, er væntanlega á leið í langt bann fyrir kynþáttafordóma í garð fyrirliða liðsins, Sons Heung-min. Enski boltinn 14. nóvember 2024 10:01