Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Sara Björk lyfti Ofurbikarnum á loft

Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliði Juventus þegar liðið vann 2-1 sigur gegn Roma í úrslitaleik Ofurbikarsins. Þetta var í fjórða sinn á sex árum sem félagið hampar titlinum. 

Fótbolti
Fréttamynd

Úrvalsdeildarliðin í stökustu vand­ræðum

Sjö leikjum var að ljúka í ensku bikarkeppninni rétt í þessu og nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós. Úrvalsdeildarliðin West Ham, Nottingham Forest og Luton Town lentu í vandræðum, leikjum þeirra lauk með jafntefli og verða endurspilaðir. 

Enski boltinn
Fréttamynd

De Bruyne sneri aftur í fimm marka sigri

Ríkjandi bikarmeistarar Manchester City fóru létt með Huddersfield í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta. Kevin De Bruyne sneri aftur á völlinn eftir langa fjarveru og lagði síðasta mark leiksins upp í 5-0 sigri. 

Enski boltinn
Fréttamynd

Elokobi vill snúa aftur heim og mæta Wolves

George Elokobi stýrði Maidstone til sigurs gegn Stevenage í 3. umferð FA bikarsins. Maidstone spilar í sjöttu efstu deild og sigurinn því nokkuð óvæntur en Stevenage leikur í League One, þriðju efstu deild England.

Enski boltinn
Fréttamynd

Nkunku aftur að glíma við meiðsli

Það var enginn Christopher Nkunku í leikmannahópi Chelsea í kvöld er liðið bar sigur úr býtum gegn Preston í FA-bikarnum. Pochettino segir að hann sé að glíma við ný meiðsli.

Enski boltinn
Fréttamynd

Arnór skoraði og lagði upp í bikarnum

Tíu leikjum var að ljúka í FA-bikarnum á Englandi en þar ber helst að nefna viðureign Blackburn og Cambridge þar sem Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði Blackburn og kom heldur betur við sögu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hákon átti þátt í fjórum af tólf mörkum Lille

Franska úrvalsdeildarliðið Lille vann öruggan 12-0 sigur á Golden Lion FC í 64-liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í fótbolta. Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille, skoraði tvö og lagði önnur tvö mörk upp.

Fótbolti
Fréttamynd

„Síðustu vikur hafa verið mikil rússí­bana­reið“

Í Sport­pakkanum á Stöð 2 í kvöld verður rætt við Frey Alexanders­son, ný­ráðinn þjálfara belgíska úr­vals­deildar­fé­lagsins KV Kortrijk. Þar fer Freyr yfir rússí­bana­reið undan­farinna vikna, á­kvörðunin að halda til Kortrijk sem er í miklu basli heima fyrir þessa dagana og hefur upp­lifað mikinn ó­stöðug­leika undan­farin ár.

Fótbolti
Fréttamynd

Newcastle bar sigur úr býtum í norðanslagnum

Þriðja umferð elstu bikarkeppni heims, FA bikarsins á Englandi, hélt áfram í dag. Alls fóru fimm leikir fram í hádeginu en hæst bar af 3-0 sigri Newcastle á útivelli gegn Sunderland. Óvænt úrslit litu svo dagsins ljós þegar 6. deildar liðið Maidstone lagði League One (3. deildar) liðið Stevenage af velli. 

Enski boltinn