Brjálaður yfir fréttum að De Jong hafi gert sér upp veikindi Umboðsmaður Frenkies de Jong segir ekkert til í því að hann hafi gert sér upp veikindi til að missa af leik Barcelona gegn Antwerp í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 15. desember 2023 15:31
Kjartan Henry leggur skóna á hilluna Kjartan Henry Finnbogason hefur lagt fótboltaskóna á hilluna. Í gær var tilkynnt að Kjartan væri nýr aðstoðarþjálfari FH og mun hann ekki leika með liðinu samhliða því. Íslenski boltinn 15. desember 2023 15:08
Gylfi og fjórir nýliðar í hópnum sem mætir Gvatemala og Hondúras Åge Hareide hefur tilkynnt leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir fyrstu leiki þess á árinu 2024. Markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins, Gylfi Þór Sigurðsson, er í hópnum sem og fjórir nýliðar. Fótbolti 15. desember 2023 14:10
Segir svikara í herbúðum United Andy Cole, fyrrverandi leikmaður Manchester United, telur að það sé svikari í leikmannahópi liðsins og hann komi í veg fyrir að liðið geti tekið skref fram á við. Enski boltinn 15. desember 2023 13:31
Titillíkur Liverpool hafa hækkað um 28 prósent síðan í ágúst Opta tölfræðiþjónustan er dugleg að uppfæra sigurlíkur félaganna í ensku úrvalsdeildinni en síðustu vendingar í deildinni hafa haft breytingar í för með sér. Enski boltinn 15. desember 2023 13:00
Barcelona leikmennirnir mega ekki fara í sturtu Leikmenn Barcelona þurfa að sætta sig við það að fara sveittir heim eftir leiki sína í næsta mánuði. Fótbolti 15. desember 2023 12:31
MLS berst gegn töfum með nýstárlegum hætti MLS-deildin í Bandaríkjunum mun berjast gegn leiktöfum með nýstárlegum hætti því deildin ætlar að taka upp „skotklukku“ í leikjum sínum en ekki þó til að telja niður í næsta skot. Fótbolti 15. desember 2023 12:00
Ísland fyrir ofan Noreg í fyrsta sinn Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fellur niður um eitt sæti á heimslista FIFA en nýr listi var birtur í dag. Spánn er á toppi listans í fyrsta sinn. Fótbolti 15. desember 2023 11:31
Ingibjörg hissa á að fá ekki tilboð og stefnir á sterkari deild Landsliðskonan öfluga Ingibjörg Sigurðardóttir kveður nú norska knattspyrnufélagið Vålerenga eftir fjögurra ára dvöl. Hún kveðst undrandi á því að félagið skyldi ekki bjóða henni nýjan samning. Fótbolti 15. desember 2023 10:35
Umboðsmennirnir græddu á tá og fingri á árinu Fótboltafélög á Englandi og í Sádí-Arabíu sáu til þess að umboðsmenn fótboltamanna hafa aldrei áður haft eins mikið upp úr krafsinu og á þessu ári. Fótbolti 15. desember 2023 09:30
Þór/KA fær góða jólagjöf frá Söndru Maríu Jessen Sandra María Jessen hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Þór/KA í Bestu deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 15. desember 2023 09:01
Mikel Arteta saklaus Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, sleppur við refsingu eftir að hafa gagnrýnt myndbandsdómara harðlega eftir 1-0 tap Arsenal á móti Newcastle í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 15. desember 2023 08:15
Orri áttaði sig á mikilvægi stundarinnar: Gerðu það sem flestir töldu ógerlegt Orri Steinn Óskarsson og liðsfélagar hans í FC Kaupmannahöfn skrifuðu söguna fyrir félagið í Meistaradeild Evrópu á dögunum í aðstæðum sem voru fyrir fram taldar ógerlegar fyrir liðið að skara fram úr í. Fótbolti 15. desember 2023 08:00
Eyddi meira en milljarði í HM-treyjur Messi en vill ekki segja hver hann er Kaupandi af sex keppnistreyjum Lionel Messi frá HM í Katar fyrir ári síðan vildi ekki láta nafns síns getið. Fótbolti 15. desember 2023 07:32
Forsetinn fær ævilangt bann Faruk Koca, forseti Ankaragucu, má ekki koma nálægt fótbolta þar sem eftir lifir ævinnar. Fótbolti 15. desember 2023 07:01
Ísak Snær fær nýjan og ungan þjálfara hjá Rosenborg Norska stórveldið Rosenborg tilkynnti í gær, fimmtudag, nýjan þjálfara liðsins. Ísak Snær Þorvaldsson leikur með liðinu. Fótbolti 15. desember 2023 06:31
Óskamótherji Orra í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar Orri Steinn Óskarsson náði þeim merka áfanga með félagsliði sínu FC Kaupmannahöfn að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á dögunum. Liðið hefur lagt af velli stórlið á borð við Manchester United og Galatasaray á leið sinni þangað og vill Orri Steinn mæta einu tilteknu stórliði í sextán liða úrslitunum. Fótbolti 14. desember 2023 23:32
Valdimar Þór og Jón Guðni við það að ganga í raðir Víkinga Heimildir Vísis herma að Íslands- og bikarmeistarar Víkings séu í þann mund að ganga frá samningum við hinn sóknarþenkjandi Valdimar Þór Ingimundarson og miðvörðinn Jón Guðna Fjóluson. Báðir eiga að baki A-landsleiki og báðir eru að koma úr atvinnumennsku. Íslenski boltinn 14. desember 2023 23:01
Kristian Nökkvi lagði upp þegar Ajax tryggði sér áframhaldandi þátttöku í Evrópu Ajax vann sinn fyrsta leik í Evrópudeildinni í kvöld og tekur því þátt í útsláttarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Kristian Nökkvi Hlynsson var í byrjunarliði liðsins þegar það vann 3-1 sigur á AEK Aþenu í kvöld. Fótbolti 14. desember 2023 22:56
Hákon Arnar byrjaði þegar Lille tryggði sér sigur í riðlinum Franska knattspyrnufélagið Lille er komið áfram í útsláttarkeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir sigur á KÍ Klaksvík. Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille. Fótbolti 14. desember 2023 22:32
Umfjöllun: Zorya Luhansk - Breiðablik 4-0 | Martraðaendir á Evrópuævintýrinu Breiðablik tapaði síðasta leik sínum í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar 4-0 gegn Zorya Luhansk. Þar með lauk Evrópuævintýri þeirra þetta tímabilið en Breiðablik varð fyrsta íslenska liðið til að komast alla leið í riðlakeppnina. Þar töpuðu þeir öllum sex leikjunum með –13 markatölu. Fótbolti 14. desember 2023 22:00
Jöfnuðu félagsmetið en töpuðu samt Liverpool jafnaði í kvöld félagsmet þegar liðið skoraði í 34. leiknum í röð í öllum keppnum. Liðið skoraði eitt mark í 2-1 tapi gegn Royale Union SG frá Belgíu. Fótbolti 14. desember 2023 21:00
Leverkusen áfram með fullt hús stiga Ótrúlegt gengi Bayer Leverkusen heldur áfram en liðið vann 3-0 sigur á Molde í Evrópudeildinni og flýgur áfram með fullt hús stiga. Þá hefur liðið ekki enn tapað leik heima fyrir. Fótbolti 14. desember 2023 20:30
Bayern náði aðeins jafntefli gegn Ajax Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn þegar Bayern München gerði 1-1 jafntefli við Ajax í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Bayern hefur nú mistekist að vinna tvo af fyrstu þremur leikjum sínum en hefur þó ekki enn tapað leik. Fótbolti 14. desember 2023 20:16
Mourinho hafði mögulega rétt fyrir sér eftir allt saman Það eru fimm ár síðan José Mourinho var látinn fara sem þjálfari Manchester United. Meðan hann stýrði liðinu fór hann reglu yfir vandamál félagsins. Ekki löngu þar á undan hafði Louis van Gaal gert slíkt hið sama. Síðan hefur Ralf Rangnick endurtekið leikinn en hefur eitthvað breyst? Enski boltinn 14. desember 2023 19:39
Kjartan Henry ráðinn aðstoðarþjálfari FH Hinn 37 ára gamli Kjartan Henry Finnbogason verður aðstoðarþjálfari FH í Bestu deild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð. Íslenski boltinn 14. desember 2023 18:59
Rebecca Welch fyrst kvenna til að dæma í ensku úrvalsdeildinni Þann 23. desember mun Rebecca Welch skrá sig í sögubækur ensku úrvalsdeildarinnar. Hún verður þá fyrsta konan til að dæma leik í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Enski boltinn 14. desember 2023 18:01
Meistararnir fá mikinn liðsstyrk úr Laugardal Bandaríski miðjumaðurinn Katie Cousins er gengin í raðir Íslandsmeistara Vals eftir að hafa verið lykilleikmaður í liði Þróttar á síðustu leiktíð. Íslenski boltinn 14. desember 2023 16:00
Segist ekki búinn að ráða Jóa Kalla Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, er eftirsóttur og kemur til greina sem þjálfari tveggja liða í Svíþjóð. Fótbolti 14. desember 2023 14:59
Fótboltafélag fær sögulega refsingu: 141 stig tekið af því Everton missti tíu stig á dögunum í ensku úrvalsdeildinni en hinum megin við landamærin í Wales er annað lið í miklu verri málum. Fótbolti 14. desember 2023 14:31