Fannst skiptingin á Aroni Einar skrítin: „Í engu standi til að spila þennan leik“ Lárusi Orra Sigurðssyni fannst skrítið að skipta Aroni Einari Gunnarssyni inn á í leik Slóvakíu og Íslands í undankeppni EM 2024 í gær. Fótbolti 17. nóvember 2023 10:30
Dani Alves situr í fangelsi en fær 462 milljónir endurgreiddar Spænski skatturinn þarf að endurgreiða brasilíska knattspyrnumanninum Dani Alves 3,2 milljónir evra eftir úrskurð hæstaréttar á Spáni. Fótbolti 17. nóvember 2023 09:31
Kári Árna: Mér fannst við taka skref aftur á bak Kári Árnason, fyrrum landsliðsmaður, var gagnrýnin á spilamennsku íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í 4-2 tapi á móti Slóvakíu í undankeppni EM í gær og þá sérstaklega hvernig íslenska liðið setti upp pressuna. Fótbolti 17. nóvember 2023 09:00
Luis Díaz skoraði tvö mörk fyrir framan pabba sinn grátandi í stúkunni Liverpool-maðurinn Luis Díaz var á skotskónum þegar Kólumbía vann 2-1 sigur á Brasilíu í undankeppni HM í nótt. Fótbolti 17. nóvember 2023 07:30
Ratcliffe ætlar að fá ráð hjá Sir Alex Búist er við því að Sir Jim Ratcliffe muni spyrja Sir Alex Ferguson ráða þegar kemur að því að umturna Manchester United en búist er við því að gengið verði frá kaupum Ratcliffe á 25 prósent eignarhlut í félaginu á næstu dögum. Enski boltinn 17. nóvember 2023 07:01
Úrúgvæ fyrst til að vinna Argentínu eftir heimsmeistaratitilinn Úrúgvæ sótti tvö stig til Buenos Aires í Argentínu í nótt í leik þjóðanna í undankeppni HM 2026. Þetta er fyrsti tapleikur argentínska landsliðsins síðan að liðið tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Katar í lok síðasta árs. Fótbolti 17. nóvember 2023 06:30
Arteta kærður fyrir skammarræðuna Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sín eftir 1-0 tap Arsenal á móti Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á dögunum. Enski boltinn 17. nóvember 2023 06:01
Olíurisi frá Sádi-Arabíu að verða einn stærsti styrktaraðili FIFA HM 2034 í knattspyrnu fer fram í Sádi-Arabíu og nú hefur verið greint frá því að Aramco, olíurisi í eigu ríkisstjórnar Sádi-Arabíu, verði einn helsti styrktaraðili alþjóðaknattspyrnu sambandsins FIFA. Fótbolti 16. nóvember 2023 23:30
Mörkin: Ungu framherjarnir stóðu fyrir sínu í Slóvakíu Ísland tapaði 4-2 fyrir Slóvakíu ytra í undankeppni EM karla í knattspyrnu í kvöld. Eftir að komast yfir hvarf íslenska liðið einfaldlega og heimamenn gengu á lagið. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Fótbolti 16. nóvember 2023 23:01
Portúgal skoraði aðeins tvö í Liechtenstein Portúgal vann Liechtenstein aðeins 2-0 ytra í undankeppni EM karla í knattspyrnu í kvöld. Þá fór Lúxemborg létt með Bosníu-Hersegóvínu. Fótbolti 16. nóvember 2023 22:46
Åge Hareide: Svartur fimmtudagur fyrir Ísland Þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta var að vonum ósáttur við það hvernig leikurinn fór, hvernig frammistaðan var og talaði um svartan dag fyrir liðið sitt. Ísland steinlá fyrir Slóvökum 4-2 en það verður að horfa til þess að íslenska liðið átti í fullu tréi við það slóvaska á Laugardalsvelli fyrr á þessu ári. Fótbolti 16. nóvember 2023 22:37
Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 4-2 | Sem betur fer er langt í mars Íslenska karlalandsliðið í fótbolta varð í kvöld að horfa upp á Slóvaka fagna sæti á EM 2024, eftir 4-2 tap Íslands í Bratislava. Fjarlægur möguleiki Íslands á að komast upp úr J-riðli er því úr sögunni fyrir lokaleikinn við Portúgal ytra á sunnudag eftir. Fótbolti 16. nóvember 2023 22:20
Orri Steinn: Við verðum bara einfaldlega að gera betur en þetta í næsta leik „Mér fannst við hafa fína stjórn á þessum leik þangað til að við skorum“, sagði annar markaskorara íslenska liðsins, Orri Steinn Óskarsson, strax eftir leik liðsins gegn Slóvakíu sem tapaðist 4-2 eftir frammistöðu sem var ekki góð á löngum köflum. Fótbolti 16. nóvember 2023 22:17
„Uppskriftin í okkar leikjum í þessum riðli“ Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var að vonum hundsvekktur eftir frammistöðu Íslands í 4-2 tapinu gegn Slóvakíu í Bratislava í kvöld. Tapið þýðir að von Íslands um að komast upp úr J-riðli er endanlega úr sögunni, en Slóvakar fögnuðu EM-sæti. Fótbolti 16. nóvember 2023 22:01
Einkunnir Íslands gegn Slóvakíu: Orri Steinn skástur í slöppum leik Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu steinlá fyrir Slóvakíu fyrr í kvöld á útivelli í undankeppni EM 2024. Fótbolti 16. nóvember 2023 21:56
Fyrirliðinn Jóhann Berg: „Þurfum að vinna í okkar leik á öllum sviðum“ „Ekki nógu gott,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson eftir 4-2 tap Íslands gegn Slóvakíu ytra í undankeppni 2024. Jóhann Berg bar fyrirliðaband Íslands í leik kvöldsins. Fótbolti 16. nóvember 2023 21:50
Twitter um tapið í Slóvakíu: Átakanlegt og ömurlegt! Ísland tapaði 4-2 fyrir Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2024. Segja má að Craig Pawson, dómari úr ensku úrvalsdeildinni, hafi stolið senunni í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var um almenna uppgjöf að ræða á samfélagsmiðlinum Twitter. Fótbolti 16. nóvember 2023 21:40
Fyrsta tapið kom í Wales Íslenska U-21 árs landslið drengja í knattspyrna tapaði 1-0 ytra gegn Wales í þriðju umferð undankeppni EM 2025. Ísland hafði unnið fyrstu tvo leiki undankeppninnar. Fótbolti 16. nóvember 2023 20:00
Svíar steinlágu í Aserbaísjan Aserbaísjan gerði sér lítið fyrir og vann Svíþjóð 3-0 í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu. Þá vann Spánn 3-1 sigur í Kýpur. Fótbolti 16. nóvember 2023 19:10
Kristian Nökkvi í byrjunarliðinu í sínum fyrsta A-landsleik Kristian Nökkvi Hlynsson er í byrjunarliði Íslands á móti Slóvakíu í undankeppni EM í kvöld en hann er eini nýliðinn í íslenska hópnum. Fótbolti 16. nóvember 2023 18:36
Marie-Louise verður fyrsti kvenkyns aðstoðarþjálfarinn Marie-Louise Eta verður í þjálfarateymi Union Berlín í næsta deildarleik liðsins í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Verður hún fyrsta konan í sögunni til að gegna slíku hlutverki. Fótbolti 16. nóvember 2023 17:44
Sádarnir hættir að eyða peningum í miðlungsleikmenn Sádi-Arabar hafa verið duglegir að eyða stórum upphæðum í leikmenn síðustu mánuði en nú gæti orðið breyting á því. Fótbolti 16. nóvember 2023 17:01
Bollaleggingar í Bratislava: „Hef eyðilagt öðruvísi partý“ Ísland mætir Slóvakíu í Bratislava í undankeppni EM í fótbolta í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan sjö. Fótbolti 16. nóvember 2023 16:20
Kim Kardashian fríkaði út þegar hún hitti Haaland Ofurstjarnan Kim Kardashian átti erfitt með að hemja sig þegar hún hitti norska fótboltamanninn Erling Haaland. Enski boltinn 16. nóvember 2023 16:01
Fyrrverandi framherji Villa dæmdur í fangelsi fyrir að borga ekki framfærslu Bosko Balaban, fyrrverandi leikmaður Aston Villa, þarf að dúsa í fangelsi í eitt ár fyrir að borga fyrrverandi eiginkonu sinni ekki framfærslu. Fótbolti 16. nóvember 2023 15:32
Þjálfaraferill Guðbjargar hefst nálægt heimaslóðunum Guðbjörg Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta, hefur þjálfaraferilinn nánast á sama stað og leikmannaferilinn hófst. Fótbolti 16. nóvember 2023 15:00
Ætlar ekki að hvíla Haaland á móti Færeyingum Það er nóg að gera hjá Erling Braut Haaland þessar vikurnar enda á fullu með Manchester City á öllum vígstöðvum. Hann fær samt ekkert frí í vináttulandsleik í kvöld. Fótbolti 16. nóvember 2023 14:31
Bróðir Rooneys skoraði líka frá miðju Wayne Rooney er ekki eini fjölskyldumeðlimurinn sem getur skorað glæsileg mörk. Það sást bersýnilega í leik Macclesfield og Basford United í fyrradag. Enski boltinn 16. nóvember 2023 14:02
„Þessu er ekki lokið“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, er brattur fyrir leik liðsins gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2024 í Bratislava í kvöld. Ísland þarf sigur úr leiknum til að halda möguleikum sínum í riðlinum á EM sæti lifandi fyrir lokaumferðina. Jafntefli eða sigur Slóvakíu tryggir þeim EM sæti. Fótbolti 16. nóvember 2023 13:01
Segir að vandræðalega lélegir dómarar hafi rænt Chelsea sigri Þjálfari kvennaliðs Chelsea í fótbolta, Emma Hayes, var vægast sagt ósátt við frammistöðu dómaranna í 2-2 jafntefli við Real Madrid á Spáni í Meistaradeild Evrópu í gær. Fótbolti 16. nóvember 2023 12:30