Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Fiorentina þarf ekki að kaupa Albert verði hann dæmdur

Albert Guðmundsson var lánaður frá Genoa til Fiorentina í sumar en í samningi félaganna er ákvæði sem þýðir að Fiorentina þarf að kaupa leikmanninn að tímabilinu loknu. Sú klásúla fellur úr gildi verði Albert dæmdur fyrir kynferðisbrot.

Fótbolti
Fréttamynd

Orri vill láta til sín taka gegn Real Madrid

Orri Steinn Óskarsson er staðráðinn í að skora fjölda marka fyrir sitt nýja lið Real Sociedad sem greiddi metverð til að fá hann frá FC Kaupmannahöfn fyrir tveimur vikum. Á morgun er stórleikur við Evrópumeistara Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Þórður tekur við starfi Margrétar

Margrét Magnúsdóttir, sem stýrði U19-landsliði kvenna í lokakeppni EM í fyrrasumar, er hætt þjálfun liðsins og mun nú taka að sér önnur störf hjá Knattspyrnusambandi Íslands.

Fótbolti
Fréttamynd

Þakkar bara fyrir að „Sir Sölvi“ heilsi sér á morgnanna

„Ef að Sölvi Geir er með stóran prófíl, þá er Víkingur með stóran prófíl,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavíkur í fótbolta um aðstoðarþjálfara sinn Sölva Geir Ottesen sem hefur vakið verðskuldaða athygli upp á síðkastið. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þetta stendur okkur nærri sem sam­fé­lag“

„Auðvitað er þetta mikilvægur leikur fyrir bæði lið og svo gefur það leiknum auka krydd að hann er til styrktar Alzheimer-samtökunum. Það er mikið undir,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, um leik dagsins við Víking í Bestu deild karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Spenntur fyrir haustinu eftir strembið sumar

Gengið hefur á ýmsu hjá fótboltamanninum Andra Fannari Baldurssyni síðustu misseri og hefur hann verið á flakki um Evrópu. Hann er á leið í spennandi verkefni í haust og mun skoða sín mál í janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vestur­bæinn

Arnar Gunn­laugs­son ætlar ekki að hreiðra um sig í stúkunni á Meistara­völlum í dag þegar að KR tekur á móti Víkingi Reykja­vík í þýðingar­miklum leik fyrir bæði lið í Bestu deildinni. Arnar tekur út leik­bann í dag og mætir því Óskari Hrafni, þjálfara KR, ekki á hliðar­línunni. Þeir kollegarnir hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og Arnar er farinn að sjá hand­bragð Óskars á KR-liðinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Langar alltaf jafn mikið að vinna KR“

Boltinn fer að rúlla á ný í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Íslandsmeistarar Víkings heimsækja KR. Gestirnir verða þó án þjálfara síns, sem er enn í leikbanni. Áfram mun Sölvi Geir Ottesen halda í stjórnartaumana.

Íslenski boltinn