Dagskráin í dag: Víkingar taka risaskref í Andorra Afar líklegt er að Víkingar taki stórt skref í fótboltasögu sinni í kvöld með því að tryggja sig inn í Sambandsdeild Evrópu, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn 29. ágúst 2024 06:00
Eru þrír milljarðar nóg fyrir Orra? Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson er afar eftirsóttur og virðist spænska félagið Real Sociedad tilbúið að leggja mest undir til að tryggja sér þennan unga Íslending. Fótbolti 28. ágúst 2024 23:11
Lárus baunar á Hareide: Erfitt að lesa í skilaboðin úr norska garðskálanum Ummæli Åge Hareide, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, varðandi Aron Einar Gunnarsson, hittu ekki beinlínis í mark í Þorpinu á Akureyri. Fótbolti 28. ágúst 2024 22:30
Nýju framherjarnir náðu ekki að skora Atlético Madrid varð að sætta sig við markalaust jafntefli á heimavelli gegn Espanyol sem þar með náði í sitt fyrsta stig í spænsku 1. deildinni í fótbolta á þessari leiktíð. Fótbolti 28. ágúst 2024 21:40
Hákon í Meistaradeildina en Elías rétt missti af henni Hákon Arnar Haraldsson spilar í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í vetur eftir að lið hans Lille sló út Slavia Prag í Tékklandi í kvöld. Fótbolti 28. ágúst 2024 21:16
Draumabyrjun Hákonar sem varði víti fyrir Brentford Landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson styrkti stöðu sína í kvöld í samkeppninni um aðalmarkvarðarstöðuna hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Brentford. Fótbolti 28. ágúst 2024 20:57
Sex úr Bestu í fyrsta hópi Ólafs Inga Ólafur Ingi Skúlason, sem í sumar var ráðinn þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, hefur valið hópinn sem mætir Danmörku og Wales nú í byrjun september. Báðir leikirnir fara fram á Víkingsvelli. Fótbolti 28. ágúst 2024 20:02
Spilar fótbolta til að vera í landsliðinu „Á meðan ég get spilað fótbolta mun ég spila fyrir landsliðið,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson sem verður með A-landsliði karla í fótbolta í komandi leikjum í Þjóðadeildinni. Fótbolti 28. ágúst 2024 19:15
Andri Lucas í Sambandsdeildina og gæti komið til Íslands Belgíska liðið Gent er komið áfram í aðalkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta, rétt eins og í fyrra þegar liðið var í riðli með Breiðabliki og vann báða leiki sína. Fótbolti 28. ágúst 2024 18:34
Tilkynntu Mejbri með Oasis lagi Knattspyrnumaðurinn Hannibal Mejbri mun leika með enska B-deildarliðinu Burnley í vetur. Enski boltinn 28. ágúst 2024 17:30
„Hann er betri en allir aðrir leikmenn sem United er með í þessari stöðu“ „Hann er betri en allir aðrir leikmenn sem United er með í þessari stöðu,“ segir framherjinn Troy Deeney sem hefur blandað sér í umræðuna um að Manchester United ætli sér að klófesta Raheem Sterling frá Chelsea og mögulega skipta á honum og Jadon Sancho. Enski boltinn 28. ágúst 2024 17:02
Afturelding sektað vegna ummæla: „Ertu fokking þroskaheftur?“ Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur sektað Aftureldingu um 25 þúsund krónur vegna framkomu stjórnarmanns félagsins í garð dómara leiks liðsins við Gróttu í Lengjudeild kvenna. Íslenski boltinn 28. ágúst 2024 16:14
Sala Bournemouth fjármagnar kaupin á Chiesa Allt stefnir í að Ítalinn Federico Chiesa verði leikmaður Liverpool á Englandi á næstu dögum, ef ekki hreinlega verður gengið frá skiptum hans í dag. Liverpool fær Ítalann á tombóluverði sem fjármagnast að stórum hluta utan frá. Enski boltinn 28. ágúst 2024 15:31
HK sektað um 250 þúsund krónur fyrir ónýta markið Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ákvað á fundi sínum í gær að sekta HK fyrir framkvæmd félagsins á leik liðsins gegn KR. Íslenski boltinn 28. ágúst 2024 15:15
„Gef Orra ráð ef hann spyr“ Åge Hareide landsliðsþjálfari segist almennt ekki skipta sér af því hvar leikmenn spili en er aftur á móti alltaf til í að gefa góð ráð ef leikmenn biðja um það. Fótbolti 28. ágúst 2024 13:55
„Aron kemst ekki í landsliðið á meðan hann spilar fyrir Þór“ Staða fyrrum landsliðsfyrirliðans, Arons Einars Gunnarssonar, var rædd á blaðamannafundi KSÍ fyrr í dag. Fótbolti 28. ágúst 2024 13:34
Gylfi snýr aftur í landsliðið KSÍ hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni. Stóru tíðindin eru þau að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í landsliðið. Fótbolti 28. ágúst 2024 12:51
Keyptur á 4,5 milljarða en sparkaður illa niður sólarhring síðar Danski landsliðsmaðurinn Matt O'Riley lék sinn fyrsta leik með enska úrvalsdeildarfélaginu Brighton í gær en kvöldið endaði alltof snemma hjá miðjumanninum. Enski boltinn 28. ágúst 2024 12:01
Barcelona óttast að táningurinn hafi slitið krossband Barcelona varð fyrir áfalli í gær þegar ungstirnið Marc Bernal meiddist í leik liðsins á móti Rayo Vallecano í spænsku deildinni. Fótbolti 28. ágúst 2024 10:31
Alisson Becker var með í ráðum Fyrsti leikmaðurinn sem Liverpool kaupir í stjóratíð Arne Slot er georgíski markvörðurinn Giorgi Mamardashvili. Enski boltinn 28. ágúst 2024 09:30
Það misstu allir af hendinni nema Stúkan og Haraldur Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Stúkunni fóru aðeins yfir ótrúlegt atvik í leik Fram og KA í tuttugustu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Íslenski boltinn 28. ágúst 2024 09:12
„Hjartað langaði að halda áfram að eilífu“ Það urðu tímamót hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í upphafi vikunnar er markahrókurinn Alfreð Finnbogason tilkynnti að hann hefði lagt landsliðsskóna á hilluna. Fótbolti 28. ágúst 2024 08:01
Biðin eftir Gylfa ætti að enda núna Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er búið að spila síðustu átta landsleiki án Gylfa Þórs Sigurðssonar en það er von til þess að biðin eftir Gylfa endi í næsta landsliðsglugga. Hópurinn verður tilkynntur í dag. Fótbolti 28. ágúst 2024 07:31
„Sorgardagur fyrir fótboltann“ Úrúgvæski knattspyrnumaðurinn Juan Izquierdo, sem hneig niður í Copa Libertadores leik í síðustu viku, er látinn. Fótbolti 28. ágúst 2024 06:31
Veit ekki hvaða félagi hann er samningsbundinn Knattspyrnumaðurinn Andros Townend er í áhugaverðri stöðu þessa dagana. Hann hreinlega veit ekki hvaða félagi hann er samningsbundinn eftir að félaginu sem hann samdi nýverið við var bannað að skrá leikmenn í leikmannahóp sinn. Fótbolti 27. ágúst 2024 23:00
Stúkan: „Kennie Chopart, hvad laver du?“ Í síðasta þætti Stúkunnar var farið yfir varnarleik Fram en liðið mátti þola 2-1 tap á heimavelli í síðasta leik sínum í Bestu deild karla. Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur þáttarins, velti einfaldlega fyrir sér hvað Kennie Chopart og félagar í öftustu línu væru að gera. Íslenski boltinn 27. ágúst 2024 22:17
Galatasaray beið afhroð geng Young Boys Rándýrt lið Galatasaray mun ekki spila í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir tap gegn Young Boys frá Sviss í kvöld. Heimamenn í Galatasaray þurftu að vinna leikinn með tveggja marka mun en enduðu á að tapa 0-1. Fótbolti 27. ágúst 2024 21:36
Olmo tryggði Börsungum sigurinn í sínum fyrsta leik Barcelona þurfti að koma til baka gegn Rayo Vallecano þegar liðin mættust í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í kvöld. Nýi maðurinn Dani Olmo reyndist hetja gestanna. Fótbolti 27. ágúst 2024 21:30
Stefán Teitur eini Íslendingurinn sem komst áfram Stefán Teitur Þórðarson var eini Íslendingurinn komst áfram í enska deildarbikarnum í knattspyrnu í kvöld en alls voru fimm Íslendingalið í eldlínunni. Enski boltinn 27. ágúst 2024 21:00
Cancelo frekar til Al Hilal en Ronaldo og félaga Hinn portúgalski João Cancelo er genginn í raðir Al Hilal í Sádi-Arabíu. Vekur það athygli þar sem Al Hilal er ríkjandi meistari og Al Nassr, lið Cristiano Ronaldo, þarf nauðsynlega á liðsstyrk að halda. Fótbolti 27. ágúst 2024 19:32