Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Juventus vann aftur öruggan sigur

Thiago Motta gæti vart hafa byrjað betur sem þjálfari Juventus. Eftir tvo leiki í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, er liðið með tvo sigra og markatöluna 6-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Telur Orra Stein ekki á leið til Man City að svo stöddu

Á sunnudaginn var Orri Steinn Óskarsson, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu og FC Kaupmannahafnar, orðaður við Englandsmeistara Manchester City. Blaðamaður sem sérhæfir sig í liði Man City telur Orra Stein ekki vera á leið til liðsins að svo stöddu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Liðsfélagi Haalands þreyttur á þrennunum

Norðmaðurinn Erling Haaland skoraði enn eina þrennuna fyrir Manchester City er liðið vann 4-1 sigur á Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Liðsfélagarnir eru hættir að nenna að hrósa honum fyrir.

Enski boltinn
Fréttamynd

Bjarki Steinn ekki með lands­liðinu

Bjarki Steinn Bjarkason, leikmaður Venezia á Ítalíu, verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í komandi leikjum í Þjóðadeildinni. Bjarki er á leið í aðgerð vegna kviðslita.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir Arnór búa yfir snilli­gáfu

Arnór Sigurðsson þurfti ekki langan tíma til að skora sitt fyrsta mark í ensku B-deildinni í fótbolta um helgina. Þjálfari hans hrósar íslenska landsliðsmanninum í hástert.

Enski boltinn
Fréttamynd

Draumamarkið hans var ekki dæmt gilt

Patric Åslund tryggði Djurgården sigur á Sirius í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær en þetta var ekki eina mark hans í leiknum þótt að úrslitin hafi bara verið 1-0.

Fótbolti
Fréttamynd

„Jú þetta eru á­gætis skila­boð“

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, gerði sigurmark liðsins úr vítaspyrnu á lokamínútu uppbótartíma í 1-2 sigri gegn ÍA á Akranesi í dag. Með sigrinum komu Blikar sér upp fyrir Víkinga í 1. sæti Bestu deildarinnar.

Sport