Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Hundruðum flugferða hefur verið aflýst vegna óvæntra verkfalla flugvallarstarfsmanna á flugvöllum í Þýskalandi. Verkfallsaðgerðin hófst óvænt á sunndag á flugvellinum í Hamborg vegna launadeilna sem staðið hafa yfir en nær nú til flugvalla víða um Þýskaland og hefur áhrif á alla flugumferð. Viðskipti erlent 10.3.2025 15:49
Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Leifsstöð er orðin ígildi stóriðju. Spáð er að flugstarfsemin á Keflavíkurflugvelli muni skapa milli tvö og fjögur hundruð ný störf á hverju ári næsta áratuginn. Innlent 8.3.2025 23:01
Breyta reglum um hljóðfærafarangur Flugfélagið Play hefur breytt reglum varðandi hljóðfæraflutninga með flugferðum á vegum félagsins. Fiðlur, básúnur og önnur sambærileg hljóðfæri eru nú velkomin í handfarangurshólfið. Innlent 8.3.2025 11:05
Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innviðafélag Vestfjarða segir að áform Icelandair um að hætta flugi til Ísafjarðarflugvallar árið 2026 fela í sér bakslag fyrir samfélagið á Vestfjörðum. Ákvörðunin undirstriki hversu brýnt það sé að huga af alvöru að staðsetningu og uppbyggingu flugvallarins á Ísafirði, til að auka flugöryggi og aðgengi mismunandi vélakosts. Innlent 4. mars 2025 21:39
Er seinnivélin komin? Þegar tengdadóttir mín flutti vestur á Ísafjörð úr Garðabæ, fannst henni áberandi hvað fólk var upptekið af fluginu, hvort væri flugveður, yrði flogið eða það fellt niður. Jafnvel þótt fólk væri ekki að fara nýta sér þessa þjónustu í það skipti. Á Ísafirði er þetta umræðuefni ágæt opnun á samskipti manna á milli í Nettó, flestir eru meðvitaðir og eru tilbúnir í samtalið. Skoðun 4. mars 2025 21:32
Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Samgönguráðherra segir það mjög slæmar fréttir að Icelandair stefni á að hætta áætlanaflugi milli Reykjavíkur og Ísafjarðar eftir sumarið 2026. „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar eftir lok sumars á næsta ári. Þetta er bara vinna sem ég mun fara í.“ Innlent 4. mars 2025 13:43
Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Karlmaður hefur verið dæmdur til fjórtán mánaða fangelsisvistar, sem er að mestu skilorðsbundin. Hann var gripinn í tollinum með fimmtán kíló af maríhúana falin í farangurstösku sinni. Innlent 4. mars 2025 12:06
Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir slæmt fyrir allt samfélagið á Vestfjörðum verði ekkert áætlunarflug þangað. Hún var slegin eftir fréttir gærdagsins en fundar með Icelandair seinna í vikunni um málið. Innlent 4. mars 2025 11:41
Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Icelandair hyggst hætta að fljúga til Ísafjarðarbæjar eftir sumarið 2026. Ástæðan er sérstaða flugvallarins sem leiðir til þess að einungis litlar vélar geti lent þar og vegna framkvæmda í Grænlandi. Innlent 3. mars 2025 21:43
Fljúga tveimur vikum lengur Vegagerðin og flugfélagið Mýflug hafa samið um tveggja vikna framlengingu á áætlunarflugi á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Innlent 3. mars 2025 19:45
Rukkað því fólk hékk í rennunni Isavia mun rukka þá sem staldra við lengur en fimm mínútur í rennunni, á komusvæðinu við Keflavíkurflugvöll. Samskiptastjóri ISAVIA segir að fólk hafi lagt bílnum þar í allt að tuttugu mínútur, sem sé óásættanlegt. Neytendur 3. mars 2025 11:31
Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins „Þessi er bara númer eitt. Ábyggilega með því besta sem hefur verið framleitt,“ segir einn reynslumesti flugvirki Icelandair, Kristján Þór Svavarsson, um Boeing 757-þotuna. Innlent 2. mars 2025 07:57
Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Önnur Airbus-þota Icelandair er væntanleg til Íslands á morgun frá verksmiðjunum í Hamborg. Áætlað er að hún lendi í Keflavík í hádeginu, um klukkan 12:30. Þotan fær nafnið Lómagnúpur og skrásetningarstafina TF-IAB. Viðskipti innlent 28. febrúar 2025 15:15
Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Ákveðið hefur verið að rukka í hina svokölluðu „rennu“ á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia, en gjaldskyldan mun hefjast 4. mars næstkomandi, en það mun vera frítt að fara í gegnum hana taki það mann fimm mínútur eða minna. Neytendur 27. febrúar 2025 14:42
Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Samgöngustofa segist taka ákvarðanir um sviptingu heilbrigðisvottorðs flugmanna, sem veldur því að þeir missi flugréttindi sín, alvarlega. Þannig ákvarðanir séu teknar með flugöryggi að leiðarljósi. Innlent 27. febrúar 2025 10:33
Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karl og konu í 22 mánaða fangelsi fyrir stórfelldan innflutning á maríjuana og hassi til landsins. Fólkið flutti efnin til landsins í farangurstöskum sínum með flugi til landsins í desember síðastliðnum. Innlent 27. febrúar 2025 08:29
Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli stækkar um þrjátíu prósent með nýrri álmu sem opnuð var að stórum hluta í dag. Viðbyggingin með nýjum landgöngubrúm og flugvélastæðum kostar hartnær þrjátíu milljarða króna. Innlent 26. febrúar 2025 22:12
Flugbrautin opnuð á ný Frá og með morgundeginum verður sjúkraflug um austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar leyft á ný. Brautin hefur verið lokuð í tæpar þrjár vikur. Innlent 26. febrúar 2025 18:31
Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Undanfarin ár hefur Akureyrarflugvöllur gengið í gegnum umfangsmikla uppbyggingu og loksins hefur reglulegt millilandaflug hafist frá Norðurlandi sem er virkilega mikilvæg þróun fyrir svæðið og íbúa þess. Skoðun 26. febrúar 2025 14:00
Flug er almenningsssamgöngur Það má heita mikill misskilningur á 21. öld tækni og hraða að telja flugvélar til hverfandi samgöngutækja innanlands. Telja jafnvel að snjallt sé að tilvonandi farþegi á leið í flug milli landshluta aki allt að 100 km til og frá flugvelli til að fljúga sínar leiðir, væri innanlandsflug flutt á Miðnesheiði. Skoðun 26. febrúar 2025 11:02
Litlu mátti muna á flugbrautinni Litlu mátti muna að farþegaþota sem verið var að lenda á Midway-flugvellinum í Chicago lenti á einkaþotu. Þeirri síðarnefndu var ekið í veg fyrir farþegaþotuna en flugmenn hennar virðast hafa komið í veg fyrir stórslys með hröðum handbrögðum. Erlent 25. febrúar 2025 18:53
Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Nú liggur fyrir óumflýjanlegt skógarhögg í Öskjuhlíðinni til að tryggja lífsnauðsynlegt aðgengi að flugvellinum. Þó þetta sé það eina sem er í stöðunni núna er mikilvægt að minna sjálf okkur á að þetta hefði ekki þurft að vera svona. Skoðun 24. febrúar 2025 20:02
Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Lokið var við að fella um fimm hundruð tré í hæsta forgangi í Öskjuhlíð um helgina. Ekki hefur verið ákveðið hvort það dugi til að opna austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Innlent 24. febrúar 2025 11:46
Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Tveir sjúkraþjálfarar af Reykjalundi og franskur vinur þeirra lifðu af tvö flugslys sem urðu með fjögurra klukkustunda millibili á Mosfellsheiði rétt fyrir jól árið 1979. Þennan dag horfðust ellefu manns, í lítilli Cessna-flugvél og stórri björgunarþyrlu, í augu við dauðann í myrkri og snjóbyl. Lífið 23. febrúar 2025 07:00