Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Vill að Boeing endurskoði stjórnkerfi flugvéla

Eþíópía hefur gefið út bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á slysinu þar sem fram kemur að flugmennirnir hafi fylgt neyðarleiðbeiningum Boeing en hafi þrátt fyrir það ekki náð stjórn á vélinni.

Erlent
Fréttamynd

Kaup eftir þrot ekki tilviljun

Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum, segir að það sé líklega ekki tilviljun að bandaríska fjárfestingarfélagið PAR Capital Management hafi keypt 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group skömmu eftir að WOW air varð gjaldþrota.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Moody´s: Erfitt að fylla fullkomlega í skarð WOW air

Að mati fyrirtækisins geta áhrifin verið neikvæð til skamms tíma og dregið úr hagvexti á yfirstandandi ári. Fyrirtækið telur líklegt að áhrif til lengri tíma verði takmörkuð þar sem önnur flugfélög muni að líkindum koma inn og fylla skarð WOW.

Innlent
Fréttamynd

Bogi Nils: Ánægjulegt að þetta skyldi klárast í nótt

Forstjóri Icelandair Group segir samkomulag um ríflega fimm milljarða króna fjárfestingu erlendra aðila í félaginu vera sögulegt. Bandarískur fjárfestingarsjóður mun eignast rúmlega ellefu prósent í Icelandair. Aldrei áður hefur erlent félag átt svo stóran hlut í flugfélaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sala Icelandair Hotels á lokastigi

Icelandair Group stefnir á að eiga áfram 20 prósent hlut í dótturfélagi þess, Icelandair Hotels, sem nú er í söluferli. Ákveðið hefur verið að ganga til lokasamningaviðræðna um sölu á hótelkeðjunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Söguleg erlend fjárfesting í Icelandair

Fyrirhuguð kaup bandaríska fjárfestingarsjóðsins PAR Capital Management á 11,5% hlut í Icelandair er meiri erlend fjárfesting en áður í sögu félagsins, að mati fyrrverandi forstjóra þess. Hann segir jákvætt að erlendir fjárfestar komi að rekstri íslenskra flugfélaga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Helmingur útgáfunnar var nýtt fjármagn

Um helmingur af andvirði skuldabréfaútgáfu WOW air fékkst með því að ýmsir kröfuhafar breyttu hluta krafna sinna í skuldabréf. Fulltrúi skuldabréfaeigenda óskar upplýsinga. Félagið hefði þurft meira en viku til viðbótar til að ljúka viðræðum við fjárfesta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air

Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag.

Innlent