Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Með fleiri gjald­eyris­stoðum gæti hátt raun­gengi verið „komið til að vera“

Þrátt fyrir sögulega hátt raungengi krónunnar samhliða miklum launahækkunum ætti öflug ferðaþjónusta að geta þrifist, að mati sérfræðings á gjaldeyrismarkaði, en það kallar á aðlögunarhæfni greinarinnar og smám saman muni starfsemi með litla framlegð verða ýtt út úr landi vegna launakostnaðar. Uppgjör Icelandair á öðrum fjórðungi, sem var vel undir væntingum greinenda, litaðist meðal annars af sterku gengi krónunnar og forstjóri flugfélagsins nefndi að sagan sýndi að þessi staða væri ekki sjálfbær.

Innherji
Fréttamynd

Hótað og ógnað eftir að hafa að­stoðað lög­reglu

Karlmaður sem á dögunum var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á kókaíni var ekki nafngreindur í dómi Héraðsdóms Reykjaness vegna hótana og ógnana sem hann hefur sætt í tengslum við málið. Sá sem tók við efnunum og var gripinn glóðvolgur af lögreglu á von á þyngri dómi miðað við dómafordæmi.

Innlent
Fréttamynd

Gengi Play í frjálsu falli

Gengi hlutabréfa flugfélagsins Play hafði lækkað um 38 prósent klukkan 10 í morgun, þegar markaðir höfðu verið opnir í hálftíma. Í gær gaf Play út neikvæða afkomuviðvörun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sex spænskar orrustu­þotur á leið til landsins

Sex F-18 orrustuþotur spænska hersins koma til landsins á morgun að sinna gæslu á norðurslóðum á vegum Atlantshafsbandalagsins. Með vélunum koma 122 hermenn, en 44 eru þegar komnir til Keflavíkur að undirbúa komu þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Stal bíl og keyrði um flug­brautirnar

Maður stal bíl inni á haftasvæði Keflavíkurflugvallar síðdegis í gær, ók honum um flughlaðið og ógnaði flugumferð. Ók hann meðal annars inn á flugbraut þar sem flugvél var að undirbúa flugtak.

Innlent
Fréttamynd

Stökk fjöru­tíu sinnum úr flug­vél í Dubai

„Þegar ég stökk úr flugvél ein í fyrsta sinn þá var heilinn að segja mér bara nei, nei, nei, ekki stökkva,“ segir ævintýrakonan Svanhildur Heiða Snorradóttir. Hún heillaðist algjörlega að fallhlífarstökki þegar hún var búsett í Miðausturlöndum og ræddi við blaðamann um þetta mjög svo spennandi áhugamál.

Lífið
Fréttamynd

Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins

Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að flytja rétt rúm tvö kíló af fíkniefnum til landsins. Efnið sem maðurinn flutti hingað til lands heitir kratom.

Innlent
Fréttamynd

Virði Icelandair hrapar eftir upp­gjör

Hlutabréfavirði Icelandair hefur lækkað um rúm sextán prósent í dag eftir birtingu uppgjörs annars ársfjórðungs í gær. Hagnaður eftir skatta nam 1,7 milljarði króna, en stór hlut af honum var í formi skattalegrar inneignar. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mót­mælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu

Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd.

Innlent
Fréttamynd

Skamma og banna Play að blekkja neyt­endur

Neytendastofa hefur skammað og bannað flugfélaginu Play að birta auglýsingar sem eru líklegar til að blekkja neytendur um raunverulegan afslátt af flugi. Flugfélagið segir umræddar auglýsingar hafa verið gerðar í góðri trú.

Neytendur
Fréttamynd

Flug­nám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykja­víkur­flug­vallar í flugnámi

Reykjavíkurflugvöllur uppfyllir öll þau skilyrði sem krafist er fyrir flugnám. Þeir sem hafa talað um að neyða flugnámið burt frá fllugvellinum þekkja ekki hvaða kröfur þarf að uppfylla skv. EASA - Evrópsku flugöryggisstofnuninni og hvaða skaða þeir valda með því að hrekja flugnámið burt. Þó svo að flugskólarnir yrðu hraktir í burtu myndi flugumferð lítið minnka um Reykjavíkurflugvöll því flugnemarnir þyrftu hvort eð er að fljúga til og frá vellinum í sínu einkaflugnámi og í blindflugsæfingum.

Skoðun
Fréttamynd

Flug­nám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórn­valda

Í áratugi hefur flugnám á Íslandi hvílt á herðum áhugasamra einstaklinga og án aðstoðar frá yfirvöldum að mestu leyti. Það hefur oft borið á því að yfirvöld setji frekar stein í götu flugnámsins með hækkandi gjöldum, skattlagningu, íþyngjandi reglugerðum og takmörkunum alls konar á flugvöllum frekar en að ýta undir það og búa flugnemum betra umhverfi til að læra flug í sínu heimalandi.

Skoðun
Fréttamynd

Einn hand­tekinn í mansalsrannsókn lög­reglunnar

Einn karlmaður var handtekinn í umfangsmiklum alþjóðlegum aðgerðum íslenskra lögreglu um mansal á Íslandi. Maðurinn sem var handtekinn gekkst undir sektargerð vegna vændiskaupa. Hann var handtekinn á vettvangi þegar lögregla fylgdist með húsnæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta raf­knúna flug­vélin í dönsku innan­lands­flugi

Flug lítillar rafmagnsflugvélar í gær frá Sønderborg á sunnanverðu Jótlandi til Kaupmannahafnar þykir marka þáttaskil í dönsku flugsögunni. Fullyrt er að þetta teljist fyrsta græna innanlandsflugið í Danmörku á flugvél sem eingöngu er rafknúin.

Erlent
Fréttamynd

Flugvél snúið við vegna bilunar

Farþegaþotu frá United Airlines var snúið við skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli vegna bilunar, sennilega í vökvakerfi. Flugvélin fór í loftið á tólfta tímanum í morgun en lenti svo aftur rétt upp úr klukkan eitt.

Innlent
Fréttamynd

Engin U-beygja hjá Play

Tilkynning Play um að hætt hafi verið við yfirtöku á félaginu felur ekki í sér neina U-beygju, haldið verður í áður kynntar breytingar á leiðakerfi félagsins en það ekki tekið af markaði líkt og stóð til. Þetta segir forstjóri fyrirtækisins sem fór fyrir áformum um yfirtökuna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hætta við yfirtökuna

BBL 212 ehf. hefur fallið frá áformum um yfirtökutilboð á öllu hlutafé flugfélagsins Fly Play hf. Félagið hefur tryggt sér áskriftarloforð fyrir 2,4 milljörðum króna í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára.

Viðskipti innlent