Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Flug­fé­lag bregst við vegna kómískrar frá­sagnar Katrínar

Leik- og söngkonan Katrína Halldóra Sigurðardóttir vakti mikla athygli í vikunni þegar hún lýsti ferð fjölskyldu sinnar til Tenerife hér um árið með afar kómískum hætti, þar sem karíókíbarir og svefnlausar nætur lituðu ferðina. Hún sagði upplifunina efni í gott leikrit.

Lífið
Fréttamynd

Reikna með 8,4 milljónum far­þega

Tæplega 8,4 milljónir farþega munu ferðast um Keflavíkurflugvöll árið 2025 samkvæmt farþegaspá flugvallarins fyrir árið. Árið 2024 fóru tæplega 8,3 milljónir um flugvöllinn og því er gert ráð fyrir 0,8 prósent fjölgun farþega á milli ára. Spáin gerir ráð fyrir 3 prósent fjölgun erlendra ferðamanna milli ára, þeir verði rúmlega 2,32 milljónir eða um 9 þúsund fleiri en þeir voru metárið 2018.

Innlent
Fréttamynd

Sakar Rússa um skipu­lagningu hryðju­verka

Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum.

Erlent
Fréttamynd

Flug­vélin ekki flughæf vegna bilunar

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, hefur ekki verið flughæf síðan fyrir helgi vegna smávægilegrar bilunar í skjá á flugstjórnarklefanum. Stefnt er að því að viðgerð ljúki á morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Vand­ræða­gangur í Vatns­mýrinni

Fréttir af tilskipun Samgöngustofu til ISAVIA um að loka flugbraut á Reykjavíkuflugvelli eru vandræðalegar en því miður í fullkomnum takt við allt of margt sem snertir málefni vallarins.

Skoðun
Fréttamynd

Með eitt og hálft kíló falið inn­vortis

Fjórmenningar hafa verið ákærðir fyrir innflutning fíkniefna hingað til lands. Málið varðar rétt tæp 3,3 kíló af kókaíni sem voru, samkvæmt ákæru, mest megnis falin innvortis í sakborningunum, sem allir eru erlendir ríkisborgarar.

Innlent
Fréttamynd

Völlurinn geti orðið ó­not­hæfur á köflum

Flugrekstrarstjóri segir alvarlegt ef aðeins ein flugbraut verður opin á Reykjavíkurvelli vegna trjáa í Öskjuhlíð. Við ákveðið veðurskilyrði geti völlurinn orðið ónothæfur. Framkvæmdir við brúarsmíði geti ógnað einu brautinni sem eftir standi. Ríki og borg verði að finna lausn.

Innlent
Fréttamynd

Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna

Sparnaðarráð til handa nýrri ríkisstjórn halda áfram að hrúgast inn í samráðsgátt stjórnvald og telja nú vel á þriðja þúsund. Meðal þeirra sem ráðleggja ríkisstjórninni er flugfélagið Play, sem telur ríkið geta sparað sér verulega fjármuni með því að skipta heldur við Play en Icelandair.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Isavia - þar sem sögur fara á flug

Isavia, sem er opinbert fyrirtæki í eigu almennings, birti sem kunnugt er langa og rándýra auglýsingu fyrir áramótaskaup Ríkissjónvarpsins á gamlárskvöld.

Skoðun
Fréttamynd

Lentu með veikan far­þega í Kefla­vík

Lenda þurfti flugvél bandaríska flugfélagsins American Airlines, sem var á leið frá London til Charlotte í Bandaríkjunum, á Keflavíkurflugvelli í dag. Ástæðan voru veikindi farþega um borð.

Innlent
Fréttamynd

Skilur ekki til­gang milljóna króna aug­lýsingar

Skúli Gunnar Sigfússon, fjárfestir og einn hluthafa í Isavia ohf. líkt og allir Íslendinga eins og hann titlar sig að gefnu tilefni, ritar grein á Vísi þar sem hann furðar sig á óráðsíu Isavia ohf. Deildarstjóri hafnar því að almannafé fari í auglýsinguna sem fyrirtæki á Keflavíkurflugvelli fjármagni.

Innlent
Fréttamynd

Isavia sóar fjár­magni í eigin í­mynd

Við sáum áþreifanlegt dæmi á gamlárskvöld um það hvernig skilin eru oft á milli hins opinbera og einkageirans. Í þeim aðstæðum sem hér hafa verið þar sem vextir eru háir og hægst hefur á hagkerfinu hafa fyrirtæki á einkamarkaði þurft að huga vel að rekstri og þá sérstaklega kostnaði.

Skoðun
Fréttamynd

Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar

Nokkur rekistefna varð í flugvél Play sem var á leið til Tenerife í dag en vísa varð þremur ungum mönnum frá borði. Flugstjóri mat ástand mannanna þannig að þeir væru ógn við öryggi vélarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið

Um sex mínútum áður en flugvél Jeju Air skall á vegg við enda flugbrautar á flugvellinum í Muan í Suður-Kóreu, vöruðu flugumferðarstjórar við mögulegri hættu á fuglaferðum. Tveimur mínútum eftir að viðvörunin, sem þykir nokkuð hefðbundin á þessu svæði, var send lýsti flugstjórinn yfir neyðarástandi, fuglar hefðu skollið á flugvélinni og sagðist hann setja stefnuna aftur á flugvöllinn.

Erlent
Fréttamynd

Far­þegar heyrðu mikinn hvell við flug­tak og vélinni nauð­lent

Farþegar með flugi KLM frá Osló til Amsterdam heyrðu mikinn hvell við flugtak frá Gardemoen-flugvelli í fyrradag en vélin nauðlenti skömmu síðar á flugvellinum í Sandefjord. Hluti úr vélinni fannst á flugbrautinni á Gardemoen eftir atvikið sem nú er til rannsóknar. Vélin er sömu gerðar og sú sem fórst í Suður-Kóreu um helgina.

Erlent