Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Þröng á þingi á Reykjavíkurflugvelli

Töluverður fjöldi er samankominn á Reykjavíkurflugvelli í morgunsárið þar sem nokkrar flugvélar eru á leiðinni út á land og til baka. Lítið hefur verið flogið innanlands um hátíðarnar og aflýsa þurfti fjölmörgum flugferðum í gær vegna veðurs.

Innlent
Fréttamynd

Flugvélin með bóluefnið lent í Keflavík

Flugvél með fyrstu skammtana af Pfizer bóluefninu lendir á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið. Skammtarnir eru ætlaðir starfsmönnum Covid-göngudeildar Landspítalans, framlínustarfsfólki á spítölunum og íbúum á hjúkrunarheimilum. Vísir fylgist með lendingu flugvélarinnar í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Banna flug frá Bret­landi vegna nýja af­brigðisins

Nokkur Evrópulönd hafa gripið til þeirra ráða að banna samgöngur frá Bretlandi og hefur flugi til að mynda verið aflýst. Er þetta gert vegna þess nýja afbrigðis kórónuveirunnar sem hefur fundist í Bretlandi og er talið vera sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði.

Erlent
Fréttamynd

Saka FAA og Boeing um að leyna upp­lýsingum um 737 MAX slysin

Rannsókn sem gerð var fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings segir sýna fram á að bæði flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum (FAA) og flugvélaframleiðandinn Boeing hafi reynt að koma í veg fyrir að mikilvægar upplýsingar um Boeing 737 MAX vélarnar kæmu fram í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Harpa og Isavia fá ríkis­að­stoð

ESA, eftirlitsstofnun EFTA, samþykkti í dag ríkisaðstoð Íslands til Hörpu og Isavia vegna tjóns af völdum kórónuveirufaraldursins. Harpa mun fá beinan 400 milljón króna styrk en tjón Isavia verður bætt með auknu hlutafé.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tekinn með 26 kíló af kannabis

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú innflutning á 26 kílóum af kannabis en þetta er langmesta magn sem náðst hefur í einu. Þá rannsakar embættið kókaíninnflutning sem talinn er hluti af skipulagðri glæpastarfsemi.

Innlent
Fréttamynd

Icelandair gæti átt erfitt með að manna vélar ef eftir­spurn eykst

Icelandair hefur lítið svigrúm til að bregðast við aukinni eftirspurn á nýju ári að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Ástæðan sé sú að félagið verði að óbreyttu með mjög fáa flugmenn í vinnu í byrjun nýs árs að því er fram kemur í frétt á vef Túrista. Félagið geti aðeins mannað tvær til fimm farþegaþotur eftir áramót.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Max-flug­vélar aftur í á­ætlunar­flug

Brasilíska flugfélagið Gol er byrjað að nota flugvélar af gerðinni Boeing 737 Max á ný í áætlunarflugi sínu. Flugvélar af þeirri tegund voru kyrrsettar í mars 2019 í kjölfar tveggja flugslysa á um hálfu ári þar sem 346 manns fórust.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þrjár vinsælustu einkaþoturnar

Þeir ríkustu ferðast oft um á einkaþotum sem kostar marga milljarða hver. Sumir fara þá leið að leigja slíkar vélar til að komast á milli staða.

Lífið
Fréttamynd

Elísa­bet ætlar í mál við ríkis­lög­reglu­stjóra

Elísabet Guðmundsdóttir, lýtaskurðlæknirinn sem vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hún hafnaði því að fara í skimun á landamærunum eða fjórtán daga sóttkví við komu hingað til lands frá Danmörku, hyggst nú höfða mál á hendur embætti ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Sjö þúsund flugu með Icelandair í nóvember

Lítil breyting hefur orðið í farþegaflugi á vegum Icelandair á milli mánaða og voru farþegatölur í nóvember sambærilegar því sem þær voru í október. Alls flugu um sjö þúsund farþegar milli landa með Icelandair í nóvember, 97 prósent færri en í nóvember í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag

Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Innlit í Air Force One

Forsetaþotan Air Force One er án efa þekktasta flugvél heims en hún er til umráða fyrir forseta Bandaríkjanna. Á YouTube-síðunni Tech Vision má sjá innslag um flugvélina.

Lífið