Gagnrýni

Gagnrýni

Gagnrýni á kvikmyndum, bókmenntum, tónlist, leikhúsverkum og fleiru.

Fréttamynd

Enginn brosir líkt og Ég

Hljómsveitin Ég á kunnuglegum slóðum með sitt fína furðupopp og sérstaka stíl. Frábær textagerð en einhæfni gætir á stöku stað í raddbeitingu og útsetningum.

Gagnrýni
Fréttamynd

Þrumuguð kemst til manns

Refsing Loka er skemmtilegt dæmi um það hvernig gömul saga er poppuð upp. Allt góða efnið úr goðafræðinni notað í nútímalegri sögu.

Gagnrýni
Fréttamynd

Nútíma pennavinir

Sögurnar í Geislaþráðum eru misgrípandi, í þeim bestu, eins og titilsögunni, tekst að skapa persónum sannfærandi rödd og láta hinn tiltölulega knappa texta tölvupóstanna gefa í skyn undirtexta sem er flóknari og margræðari.

Gagnrýni
Fréttamynd

Slægur fer gaur

Alexander Briem fer á kostum í aðalhlutverkinu í Gaurangangi. Vel gerð kvikmynd fyrir ungt fólk sem fangar stemningu bókarinnar.

Gagnrýni
Fréttamynd

Hreinskilið uppgjör

Árni og Þórhallur eiga báðir hrós skilið fyrir þessa bók sem geymir hreinskilnasta framlag íslensks stjórnmálamanns til uppgjörsins eftir hrun.

Gagnrýni
Fréttamynd

Eitthvað sem við vissum ekki

Ljósmyndir og ljóð draga upp óvæntar og heillandi svipmyndir af þekktum listamönnum og persónum í samfélaginu. Forvitnileg bók sem maður sækir í aftur og aftur.

Gagnrýni
Fréttamynd

Málsvörn og ákæra

Jónína Ben er málsvörn hennar og ákæruskjal á hendur andstæðingum hennar, ágætlega unnin viðtalsbók.

Gagnrýni
Fréttamynd

Eins og hver annar strákur

Heimanfylgja er þegar best lætur mögnuð lýsing á andrúmslofti sautjándu aldar á Íslandi en aðalpersónan sjálf hverfur stundum í skuggann.

Gagnrýni
Fréttamynd

Sinfónía í búri

Á aðventutónleikum Sinfóníunnar var yfirleitt fínn hljómsveitarleikur en söngurinn kom misjafnlega út.

Gagnrýni
Fréttamynd

Jenný segir frá

Nýjasta skáldsaga Braga Ólafssonar er flókið skáldverk og metnaðarfullt. Þar birtast öll bestu höfundareinkenni Braga, hún er launfyndin og spakleg rannsókn á skáldsögunni og lífinu sjálfu.

Gagnrýni
Fréttamynd

Stjarna á mann

Með öngulinn í rassinum stendur nokkuð að baki fyrri veiðimyndum Gunnars og Ragnheiðar þótt inn á milli leynist skemmtilegar tökur sem vísast eiga eftir að ylja víða í vetur.

Gagnrýni