Arecibo-útvarpssjónaukinn hruninn Móttökutæki Arecibo-útvarpssjónaukans á Púertó Ríkó hrundi meira en 120 metra niður á endurvarpsdisk hans í dag. Nýlega var ákveðið að taka sjónaukann úr notkun vegna skemmda sem höfðu orðið á honum. Erlent 1. desember 2020 16:31
Segja lendinguna á tunglinu hafa heppnast Yfirvöld í Kína segja að lending kínversks geimfars á tunglinu hafi heppnast. Geimfarið, sem kallast Chang'e 5, á að safna mánasteinum og flytja þá aftur til jarðarinnar. Erlent 1. desember 2020 16:02
Rannsóknir á heimskautaísnum í hættu Útlit er fyrir að gervihnattamælingar á þykkt íssins og norður- og suðurheimskautinu leggist af um nokkra ára skeið á meðan nýrrar kynslóðar gervitungla er beðið. Erlent 30. nóvember 2020 15:27
Undarleg málmsúla fannst í eyðimörk Utah Undarleg málmsúla fannst víst í miðjum óbyggðum Utah og enginn virðist vita hvaðan hún kom. Erlent 24. nóvember 2020 15:15
Kínverjar senda geimfar til tunglsins Kínverjar skutu í nótt geimfari á loft sem ætlað er að fara til tunglsins og koma til baka með tunglgrjót. Erlent 24. nóvember 2020 08:15
Kínverjar ætla sér að sækja mánasteina Könnunargeimfar sem Kínverjar ætla að skjóta á loft í vikunni á að safna grjóti á tunglinu og koma með aftur til jarðar. Erlent 22. nóvember 2020 12:35
Sjónarsviptir að fyrrum stærsta útvarpssjónauka heims Uppgötvun tifstjarna sem leiddi til Nóbelsverðlauna og leit að lífi utan sólkerfisins eru á meðal þess sem Arecibo-útvarpssjónaukinn sögufrægi í Púertó Ríkó færði heiminum. Ritstjóri Stjörnufræðivefsins segir að sjónarsviptir verði að sjónaukanum. Erlent 21. nóvember 2020 21:31
Ætla að loka Arecibo vegna hættu Arecibo-útvarpssjónaukinn sögufrægi í Púertó Ríkó verður ekki starfræktur lengur. Um mikið högg fyrir geimvísindamenn er að ræða en margir reiða sig á sjónaukann til að finna plánetur, smástirni og jafnvel vísbendingar um vitsmunalíf í geimnum. Erlent 19. nóvember 2020 20:55
Sögufrægur útvarpssjónauki sagður að hruni kominn Arecibo-útvarpssjónaukinn sögufræði er mögulega að hruni kominn. Einn af vírunum sem heldur sjónaukanum upp losnaði í sumar. Þegar hefja átti viðgerð á honum gaf annar og mikilvægari vír sig. Erlent 18. nóvember 2020 23:00
Geimfararnir komnir að Alþjóðlegu geimstöðinni Geimferja SpaceX með fjóra geimfara innanborðs lagði að Alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðu í nótt. Þetta var fyrsta reglulega ferð einkarekna geimferðafyrirtækisins með geimfara til geimstöðvarinnar. Erlent 17. nóvember 2020 09:49
Reglulegar mannaðar geimferðir einkafyrirtækis hafnar Fjórir geimfarar voru fyrstu farþegarnir þegar reglulegar mannaðar ferðir með geimferju einkafyrirtækisins SpaceX hófust í nótt. Erlent 16. nóvember 2020 11:31
Sitja í Drekanum og bíða eftir glugganum Ef veður og vindar leyfa verður fjórum geimförum NASA, geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, skotið á loft kl. 00.27 að íslenskum tíma. Um er að ræða samstarf við einkafyrirtækið SpaceX en geimfararnir munu ferðast til Alþjóðlegu geimvísindastöðvarinnar (ISS) í Dragon geimfari á Falcon 9 eldflaug. Erlent 15. nóvember 2020 22:07
SpaceX með stöðuga viðveru í geimnum næstu mánuði Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gefið fyrirtækinu SpaceX grænt ljós á að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) á laugardagskvöldið. Þá varð fyrirtækið í gær það fyrsta til að fá vottun NASA til mannaðra geimferða. Erlent 11. nóvember 2020 17:00
Farmurinn tryggður fyrir heimför eftir heimsóknina til smástirnis Bandaríska geimfarið Osiris-Rex er nú tilbúið til heimfarar eftir að lokið var við að tryggja dýrmætan farm þess, sýni af yfirborði smástirnisins Bennu, í gær. Sýnið berst þó ekki til jarðar fyrr en í september árið 2023. Erlent 30. október 2020 12:14
Meira vatn virðist vera á tunglinu en áður var talið Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna á yfirborði tungslins þykja gefa óyggjandi sannanir fyrir því það að finna megi vatnssameindir á tunglinu. Erlent 26. október 2020 17:59
Sýnataka á smástirni virðist hafa gengið að óskum Hreyfiarmur bandaríska geimfarsins Osiris-Rex nældi sér í sýni af yfirborði smástirnisins Bennu í gærkvöldi. Aðgerðin virðist hafa gengið að óskum en það gæti tekið allt að tíu daga að skera úr um hversu miklu af ryki og grjóti geimfarinu tókst að safna. Erlent 21. október 2020 22:43
Grípur sér sýni úr smástirninu Bennu í kvöld Bandaríska geimfarið Osiris-Rex reynir að grípa bergsýni úr yfirborði smástirnisins Bennu í kvöld að íslenskum tíma. Til stendur að senda sýnið aftur til jarðar og gangi áformin eftir verður það stærsta sýni úr geimnum sem hefur komið til jarðar frá því að Apollógeimfararnir sneru heim frá tunglinu á 8. áratug síðustu aldar. Erlent 20. október 2020 15:44
Segjast hafa fundið lekann á geimstöðinni Geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni virðast nú hafa fundið leka á geimstöðinni sem erfiðlega hefur gengið að finna. Leitin hefur staðið yfir í nokkrar vikur en geimfararnir sem flugu til geimstöðvarinnar í gær voru með sérstakan búnað sem á að hjálpa þeim að finna lekann. Erlent 15. október 2020 12:35
Mars sem stærstur og bjartastur á himninum Reikistjarnan Mars vekur athygli margra þessa dagana en hún er nú sem stærst og björtust á himninum vegna afstöðu hennar og jarðarinnar í sólkerfinu. Innlent 14. október 2020 22:50
Þrír geimfarar sendir til geimstöðvarinnar á mettíma Þremur geimförum var í morgun skotið á loft og sendir af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Soyuz-geimfarið sem flutti þá er nú tengt geimstöðinni, einungis þremur klukkustundum eftir geimskotið sjálft. Erlent 14. október 2020 09:30
Deila Nóbelnum í eðlisfræði fyrir uppgötvanir á svartholum Þrír vísindamenn deila Nóbelsverðlaunum í eðlisfræði í ár fyrir uppgötvanir þeirra á svartholum. Nóbelsnefndin greindist frá verðlaunahöfunum nú í morgun. Erlent 6. október 2020 10:17
Ætla að senda geimfara til suðurpóls tunglsins árið 2024 Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur kynnt áætlun sína um að senda menn til tunglsins í fyrsta sinn frá árinu 1972. Þetta verður fyrsta mannaða geimferðin til suðurpóls tunglsins og í fyrsta sinn sem kona verður um borð. Erlent 22. september 2020 08:03
Fundu mögulegar vísbendingar um líf á Venusi Gastegund sem gæti verið afurð örvera fannst við rannsóknir á reikistjörnunni Venusi. Vangaveltur hafa lengi verið uppi um að líf gæti mögulega þrifist í efri lögum lofthjúps reikistjörnunnar en þetta er í fyrsta skipti sem mögulegar vísbendingar um líf þar hafa fundist. Erlent 14. september 2020 15:00
NASA leitar að fyrirtækjum til að sækja tunglgrjót Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, leitar nú að einkafyrirtæki til þess að fara til tunglsins og sækja jarðveg og tunglgrjót til frekari rannsókna. Erlent 11. september 2020 23:11
Leynilegt geimskot nýs geimfars í Kína Mikil leynd hvílir yfir farmi Long March-2F eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta geimfarinu á lofti. Starfsfólki og öðrum sem voru við skotpallinn í morgun var meinað að taka myndir eða myndbönd af geimskotinu. Erlent 4. september 2020 12:04
SpaceX stefnir á metskot Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX stefna á að setja enn eitt metið í dag. Til stendur að skjóta Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins út í geim og verður það í sjötta sinn sem þessari tilteknu eldflaug verður skotið á loft. Viðskipti erlent 18. ágúst 2020 13:30
Leita enn að því sem féll í sjóinn Enn er verið að að athuga hvort hægt sé að endurheimta þá hluta Skylark Micro eldflaugarinnar sem féllu í sjóinn eftir vel heppnað eldflaugaskot á Langanesi um helgina. Innlent 18. ágúst 2020 11:07
Eldflaug skotið upp á Langanesi í morgun Eldflaug var skotið upp af Langanesi um klukkan tíu í morgun. Innlent 16. ágúst 2020 11:35
Of hvasst fyrir eldflaugaskot á Langanesi í dag Annan daginn í röð er of hvasst á skotstað á Langanesi í dag þar sem skoska fyrirtækið Skyrora hyggst skjóta upp tilraunaeldflaug. Innlent 13. ágúst 2020 13:28
Starship flogið á loft og lent aftur Starfsmönnum fyrirtækisins SpaceX tókst í gærkvöldi að fljúga frumgerð að Starship geimfarinu á loft og lenda því aftur. Erlent 5. ágúst 2020 15:29
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent