„Skrítnasta næturvakt sem ég hef verið á“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2021 14:00 Veðurstofan. Vísir/Vilhelm Veðurfræðingur sem kláraði næturvakt á Veðurstofu Íslands í morgun lýsir vaktinni sem skrítnustu næturvakt sem hún hefur verið á. Gosmóða og vígahnöttur settu svip sinn á hina undarlegu vakt. „Skrítnasta næturvakt sem ég hef verið á, fyrst byrjuðu móðuharðindin og svo kom * mögulega * vígahnöttur. Það má bara vera rólegt í kvöld,“ tísti Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, klukkan korter í átta í morgun. Gosmóðan á, líkt og nafnið gæti gefið til kynna, rætur sínar að rekja til eldgossins í Geldingadölum. Vegna hægviðris hangir móðan í loftinu og getur verið fólki með viðkvæm öndunarfæri til mikils ama, þó þau sem almennt glíma ekki við slíkan vanda geti einnig fundið fyrir hósta eða öðrum einkennum vegna móðunnar. Þá er eftir hinn mögulegi vígahnöttur, sem jarðskjálftamælingar Veðurstofunnar námu milli 22:44 og 22:48 í gærkvöldi, í tæpar tvær sekúndur. Fjöldi fólks víða um land hefur lýst því að hafa heyrt háar drunur um það leyti. Skrítnasta næturvakt sem ég hef verið á, fyrst byrjuðu móðuharðindin og svo kom * mögulega * vígahnöttur. Það má bara vera rólegt í kvöld 🥸 https://t.co/EPMwAeSFZb— Birta Líf Kristinsdóttir (@birtalif) July 3, 2021 Hljómar eins og flugeldur Í samtali við fréttastofu segir vísindamiðlarinn og stjörnufræðiáhugamaðurinn Sævar Helgi Bragason, sem heldur úti Stjörnufræðivefnum, að útlit sé fyrir að vígahnötturinn hafi sprungið um tuttugu kílómetrum fyrir ofan Íslandi, þó erfitt sé að vita það með vissu. Allar ábendingar um hvenær fólk heyrði drunurnar og hvar það var staðsett hjálpi þó við að geta staðsett hnöttinn. „Það er alltaf rosalega erfitt að áætla nákvæmlega hvar steinninn féll yfir, vegna þess að maður hefur ekkert sérstakt viðmið,“ segir Sævar Helgi. Hann bætir því við að mælingar á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar hjálpi einnig við að finna út úr því hvenær hnötturinn brann upp í andrúmslofti jarðarinnar. Sævar Helgi segir að hljóðinu sem myndaðist þegar hnötturinn sprakk megi líkja við nokkuð öfluga flugeldasprengingu. „Hljóðið berst náttúrulega talsvert eftir að blossinn sést. Svo heyrði ég líka lýsingu á því að fólki hafi fundist eins og það kæmi smá höggbylgja. Ef það gerðist þá hefur steinninn verið kannski nokkrir metrar í þvermál, en eins og er þá er erfitt að dæma um það,“ segir Sævar og líkir hljóðinu einnig við drunur sem heyrast í þrumuveðri.“ Stjörnu-Sævar, eins og hann er stundum kallaður, segir erfitt að segja nákvæmlega til um ýmis atriði í tengslum við steininn.Kjötætur óskast! Sævar Helgi segir viðburð sem þennan heldur sjaldgæfan á Íslandi, enda landið ekki ýkja stórt og sjaldan sem sést í heiðan himin. Hann vonast til að liðsinni fólks geti auðveldað rannsókn á því sem gerðist í gærkvöldi. „Það væri bæði gott að fá ljósmyndir, ef einhver hefur ljósmynd hvort sem er af slóð sem steinninn hefur mögulega skilið eftir sig og sömuleiðis væri frábært ef einhverjar eftirlitsmyndavélar hafa numið eitthvað. Svo bara eru það allar lýsingar sem hjálpa.“ Sævar Helgi segir jafnframt að ef steinninn, eða vígahnötturinn, var tiltölulega stór, geti verið að grjót úr honum hafi fallið niður til jarðar og ekki brunnið upp í andrúmsloftinu. „Því betri lýsingar sem við fáum, því betra. Það er kannski ólíklegt að finna brotin, ef einhver eru, en það væri spennandi að komast að því að minnsta kosti.“ Lumar þú á myndum eða myndskeiðum af steininum? Endilega sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Myndir verða merktar þeim sem þær tóku, sé þess óskað. Eldgos og jarðhræringar Geimurinn Eldgos í Fagradalsfjalli Umhverfismál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
„Skrítnasta næturvakt sem ég hef verið á, fyrst byrjuðu móðuharðindin og svo kom * mögulega * vígahnöttur. Það má bara vera rólegt í kvöld,“ tísti Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, klukkan korter í átta í morgun. Gosmóðan á, líkt og nafnið gæti gefið til kynna, rætur sínar að rekja til eldgossins í Geldingadölum. Vegna hægviðris hangir móðan í loftinu og getur verið fólki með viðkvæm öndunarfæri til mikils ama, þó þau sem almennt glíma ekki við slíkan vanda geti einnig fundið fyrir hósta eða öðrum einkennum vegna móðunnar. Þá er eftir hinn mögulegi vígahnöttur, sem jarðskjálftamælingar Veðurstofunnar námu milli 22:44 og 22:48 í gærkvöldi, í tæpar tvær sekúndur. Fjöldi fólks víða um land hefur lýst því að hafa heyrt háar drunur um það leyti. Skrítnasta næturvakt sem ég hef verið á, fyrst byrjuðu móðuharðindin og svo kom * mögulega * vígahnöttur. Það má bara vera rólegt í kvöld 🥸 https://t.co/EPMwAeSFZb— Birta Líf Kristinsdóttir (@birtalif) July 3, 2021 Hljómar eins og flugeldur Í samtali við fréttastofu segir vísindamiðlarinn og stjörnufræðiáhugamaðurinn Sævar Helgi Bragason, sem heldur úti Stjörnufræðivefnum, að útlit sé fyrir að vígahnötturinn hafi sprungið um tuttugu kílómetrum fyrir ofan Íslandi, þó erfitt sé að vita það með vissu. Allar ábendingar um hvenær fólk heyrði drunurnar og hvar það var staðsett hjálpi þó við að geta staðsett hnöttinn. „Það er alltaf rosalega erfitt að áætla nákvæmlega hvar steinninn féll yfir, vegna þess að maður hefur ekkert sérstakt viðmið,“ segir Sævar Helgi. Hann bætir því við að mælingar á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar hjálpi einnig við að finna út úr því hvenær hnötturinn brann upp í andrúmslofti jarðarinnar. Sævar Helgi segir að hljóðinu sem myndaðist þegar hnötturinn sprakk megi líkja við nokkuð öfluga flugeldasprengingu. „Hljóðið berst náttúrulega talsvert eftir að blossinn sést. Svo heyrði ég líka lýsingu á því að fólki hafi fundist eins og það kæmi smá höggbylgja. Ef það gerðist þá hefur steinninn verið kannski nokkrir metrar í þvermál, en eins og er þá er erfitt að dæma um það,“ segir Sævar og líkir hljóðinu einnig við drunur sem heyrast í þrumuveðri.“ Stjörnu-Sævar, eins og hann er stundum kallaður, segir erfitt að segja nákvæmlega til um ýmis atriði í tengslum við steininn.Kjötætur óskast! Sævar Helgi segir viðburð sem þennan heldur sjaldgæfan á Íslandi, enda landið ekki ýkja stórt og sjaldan sem sést í heiðan himin. Hann vonast til að liðsinni fólks geti auðveldað rannsókn á því sem gerðist í gærkvöldi. „Það væri bæði gott að fá ljósmyndir, ef einhver hefur ljósmynd hvort sem er af slóð sem steinninn hefur mögulega skilið eftir sig og sömuleiðis væri frábært ef einhverjar eftirlitsmyndavélar hafa numið eitthvað. Svo bara eru það allar lýsingar sem hjálpa.“ Sævar Helgi segir jafnframt að ef steinninn, eða vígahnötturinn, var tiltölulega stór, geti verið að grjót úr honum hafi fallið niður til jarðar og ekki brunnið upp í andrúmsloftinu. „Því betri lýsingar sem við fáum, því betra. Það er kannski ólíklegt að finna brotin, ef einhver eru, en það væri spennandi að komast að því að minnsta kosti.“ Lumar þú á myndum eða myndskeiðum af steininum? Endilega sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Myndir verða merktar þeim sem þær tóku, sé þess óskað.
Lumar þú á myndum eða myndskeiðum af steininum? Endilega sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Myndir verða merktar þeim sem þær tóku, sé þess óskað.
Eldgos og jarðhræringar Geimurinn Eldgos í Fagradalsfjalli Umhverfismál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira