Geimurinn

Geimurinn

Fréttir af geimvísindum og geimferðum.

Fréttamynd

Prófuðu Mars-geimbúning á Íslandi

Hópur á vegum Iceland Space Agency dvaldi fyrr í mánuðinum við Grímsvötn á Vatnajökli til þess að safna gögnum og prófa geimbúning sem iðnhönnuður hannaði í samstarfi við NASA, bandarísku geimferðastofnunina. Markmiðið var að kanna hvernig geimbúningurinn virkar í umhverfi sem líkist því sem finna má á Mars

Innlent
Fréttamynd

Ætlar að spyrja geimfarann út í það hvernig geimmatur bragðast

Íslenskur drengur, sem talaði við geimfara hjá Alþjóðlegu geimstöðinni nú rétt fyrir fréttir, segist áhugasamur um himinhvolfin en helst hafi hann viljað spyrja út í það hvernig geimmatur bragðast. Hann var dregin úr hópi fimmtíu þúsund barna sem stödd eru á alheimsmóti skáta sem öll vildu spjalla við geimfarann.

Innlent
Fréttamynd

Geimflaugarusl til skoðunar

Rusl úr breskum geimflaugum, sem rigna mun inn í íslenska og færeyska lögsögu á næstu árum, er til skoðunar innan tveggja ráðuneyta.

Erlent
Fréttamynd

Hálf öld frá fyrstu tunglferðinni

Hálf öld er í dag liðin frá fyrstu ferð mannsins til tunglsins. Á þessum degi fyrir 50 árum var Apollo 11 geimflauginni skotið á loft frá Kennedyhöfða á Flórída og lentu geimfararnir þrír sem voru um borð á tunglinu fjórum dögum síðar.

Erlent
Fréttamynd

Mars-jeppi prófaður á hálendi Íslands

Rannsóknarbúnaður sem notaður verður á Mars er til prófunar á hálendi Íslands. Tilgangurinn er að prófa vél- og hugbúnað fyrir svokallaðan Mars-jeppa sem verður notaður í leiðangri til reikistjörnunnar á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Metanfundur vekur vonir um líf á Mars

Á jörðinni er metan meðal annars afurð lífvera. Fundurinn á Mars gæti verið vísbending um að einhvers konar örverur gæti verið að finna undir yfirborðinu.

Erlent
Fréttamynd

Bezos stefnir á tunglið fyrir 2024

Jeff Bezos, eigandi Amazon og geimfyrirtækisins Blue Origin, hefur sett stefnuna á tunglið og ætlar hann sér að senda mannaða geimflaug þangað fyrir árið 2024.

Erlent
Fréttamynd

Tíminn líður hægar nærri svartholum

Stjörnufræðingarnir Sævar Helgi Bragason, Kári Helgason og Helgi Freyr Rúnarsson héldu á dögunum fyrirlestur á vegum Stjarnvísindafélags Íslands og fræddu fólk um leyndardóma svarthola.

Lífið