InSight hefur greint fjölda Marsskjálfta Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2020 22:30 Vísindamenn kafa nú í gögnin frá mælitækju InSight og reyna að sjá hvaða upplýsingar þessi gögn geta veitt um Mars og hvað finna megi undir yfirborði reikistjörnunnar. IPGP/Nicolas Sarter Lendingarfarið Insight, hefur varið rúmu ári á yfirborði Mars og á þeim tíma hefur farið greint fjölda Marsskjálfta og þar með staðfest skjálftavirkni á plánetunni rauðu. InSight hefur greint um það bil 450 skjálfta frá því í nóvember 2018 og hafa þeir sterkustu verið þrjú til fjögur stig. Búist var við því að stærri skjálftar myndu mælast á Mars. Vísindamenn kafa nú í gögnin frá mælitækju InSight og reyna að sjá hvaða upplýsingar þessi gögn geta veitt um Mars og hvað finna megi undir yfirborði reikistjörnunnar. Búið er að birta nokkra rannsóknir sem unnar eru úr gögnum frá InSight og ná þau yfir fyrstu tíu mánuði farsins á Mars. Farið er yfir þær á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, þar sem segir að skjálftavirkni Mars sé minni en á jörðinni en meiri en á tunglinu, þar sem mælingar voru teknar í Appolo leiðöngrunum. Það eru engir jarðflekar á Mars en hins vegar eru svæði plánetunnar jarðfræðilega virk og eru þar tíð eldgos. Þau og kvikuhreyfing gæti valdið skjálftum á Mars. Dularfullar segulbylgjur Mars bjó yfir segulsviði fyrir mörgum milljörðum ára .Það er ekki lengur til staðar en það virðist þó hafa skilið eftir sig drauga. InSight hefur greint dularfullar segulbylgjur sem talar eru koma frá fornu bergi djúpt undir yfirborði Mars. Mælingarnar sýna einnig að segulbylgjurnar breytast og eru hvað mestar um miðnætti. Talið er koma til greina að sólarvindur útskýri þessar breytingar. InSight hefur einnig greint hvirfilbyli en ekki hefur tekist að fanga þá almennilega á filmu ennþá. Þegar þeir safna nægilegum krafti sjúga þeir ryk af yfirborði Mars í sig og eru þannig bersýnilegir. Þrátt fyrir að mælitæki Insight hafi greint þúsundir hvirfilbylja hefur það ekki gerst enn. Minnst eitt ár enn Til stendur að nota InSight til rannsókna í minnst eitt ár til viðbótar. InSight er ætlað að grafa fimm metra undir yfirborð Mars og taka þaðan sýni og kortleggja plánetuna inn að kjarna. Það hefur þó gengið illa að koma bor farsins í gegnum yfirborð Mars. Með því að skoða hvernig skjálftabylgjur ferðast í gegnum Mars vonast vísindamenn til að öðlast frekari skilning á því hvernig reikistjörnur eins og Mars og jörðin mynduðust. Teikning sem sýnir hvað InSight gerir á Mars.J.T. Keane/Nature Geoscience Mars is alive, and I'm getting more of the big picture every day: marsquakes! whirlwinds! mysterious magnetic pulses!Lots of new science, as my team releases findings from my experiments here on #Mars. Read all about it: https://t.co/bQ6uhIPusV— NASA InSight (@NASAInSight) February 24, 2020 Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Lendingarfarið Insight, hefur varið rúmu ári á yfirborði Mars og á þeim tíma hefur farið greint fjölda Marsskjálfta og þar með staðfest skjálftavirkni á plánetunni rauðu. InSight hefur greint um það bil 450 skjálfta frá því í nóvember 2018 og hafa þeir sterkustu verið þrjú til fjögur stig. Búist var við því að stærri skjálftar myndu mælast á Mars. Vísindamenn kafa nú í gögnin frá mælitækju InSight og reyna að sjá hvaða upplýsingar þessi gögn geta veitt um Mars og hvað finna megi undir yfirborði reikistjörnunnar. Búið er að birta nokkra rannsóknir sem unnar eru úr gögnum frá InSight og ná þau yfir fyrstu tíu mánuði farsins á Mars. Farið er yfir þær á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, þar sem segir að skjálftavirkni Mars sé minni en á jörðinni en meiri en á tunglinu, þar sem mælingar voru teknar í Appolo leiðöngrunum. Það eru engir jarðflekar á Mars en hins vegar eru svæði plánetunnar jarðfræðilega virk og eru þar tíð eldgos. Þau og kvikuhreyfing gæti valdið skjálftum á Mars. Dularfullar segulbylgjur Mars bjó yfir segulsviði fyrir mörgum milljörðum ára .Það er ekki lengur til staðar en það virðist þó hafa skilið eftir sig drauga. InSight hefur greint dularfullar segulbylgjur sem talar eru koma frá fornu bergi djúpt undir yfirborði Mars. Mælingarnar sýna einnig að segulbylgjurnar breytast og eru hvað mestar um miðnætti. Talið er koma til greina að sólarvindur útskýri þessar breytingar. InSight hefur einnig greint hvirfilbyli en ekki hefur tekist að fanga þá almennilega á filmu ennþá. Þegar þeir safna nægilegum krafti sjúga þeir ryk af yfirborði Mars í sig og eru þannig bersýnilegir. Þrátt fyrir að mælitæki Insight hafi greint þúsundir hvirfilbylja hefur það ekki gerst enn. Minnst eitt ár enn Til stendur að nota InSight til rannsókna í minnst eitt ár til viðbótar. InSight er ætlað að grafa fimm metra undir yfirborð Mars og taka þaðan sýni og kortleggja plánetuna inn að kjarna. Það hefur þó gengið illa að koma bor farsins í gegnum yfirborð Mars. Með því að skoða hvernig skjálftabylgjur ferðast í gegnum Mars vonast vísindamenn til að öðlast frekari skilning á því hvernig reikistjörnur eins og Mars og jörðin mynduðust. Teikning sem sýnir hvað InSight gerir á Mars.J.T. Keane/Nature Geoscience Mars is alive, and I'm getting more of the big picture every day: marsquakes! whirlwinds! mysterious magnetic pulses!Lots of new science, as my team releases findings from my experiments here on #Mars. Read all about it: https://t.co/bQ6uhIPusV— NASA InSight (@NASAInSight) February 24, 2020
Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent