Nýr Marsjeppi fær nafnið „Þrautseigja“ Kjartan Kjartansson skrifar 6. mars 2020 10:17 Frá fyrsta akstursprófi Perseverance-jeppans í desember. Til stendur að skjóta jeppanum á loft í sumar. AP/J.Krohn/NASA Tilkynnt var um úrslit í nafnasamkeppni á næsta könnunarjeppa bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem á að senda til Mars í gær. Jeppinn hlaut nafnið „Þrautseigja“ [e. Perseverance] að tillögu grunnskólanema. Fram að þessu hefur nýi Marsjeppinn aðeins verið þekktur undir heitinu Mars 2020. Alls bárust 28.000 tillögur og voru níu á endanum valdar til úrslita, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sigurvegarinn var Alexander Mather, þrettán ára skólastrákur frá Virginíu í Bandaríkjunum sem lagði til nafnið „Perseverance“. Tillaga Mather er í anda nafna á fyrri könnunarjeppum sem hafa verið sendir til Mars og sem hann sagði lýsandi fyrir atgervi manna eins og Forvitni [e. Curiosity], Innsæi [e. Insight], Dugur [e. Spirit] og Tækifæri [e. Opportunity]. Til stendur að skjóta Perseverance á loft á milli 17. júlí og 5. ágúst. Jeppinn er kominn í Kennedy-geimmiðstöð NASA á Canaveral-höfða til undirbúnings fyrir geimskotið. Ferðin til rauðu reikistjörnunnar tekur sjö mánuði og er lending þar áætluð klukkan hálf níu fimmtudagskvöldið 18. Febrúar á næsta ári. "This Mars rover will help pave the way for human presence there and I wanted to try and help in any way I could. Seventh grader Alex Mather has just named the #Mars2020 rover Perseverance (@NASAPersevere ). Now we get ready for the launch in July! https://t.co/nXkbdVdcB0 pic.twitter.com/l9bjStH9ib— NASA (@NASA) March 5, 2020 Mars Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Skarpasta myndin af yfirborði Mars til þessa Aldrei áður hefur verið tekin mynd í eins hárri upplausn af yfirborði Mars og sú sem bandaríska geimvísindastofnunin NASA birti í gær. Könnunarjeppinn Curiosity tók yfir þúsund myndir í vetur sem voru notaðar til að setja myndina saman. 5. mars 2020 14:19 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flugferðum aflýst Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Tilkynnt var um úrslit í nafnasamkeppni á næsta könnunarjeppa bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem á að senda til Mars í gær. Jeppinn hlaut nafnið „Þrautseigja“ [e. Perseverance] að tillögu grunnskólanema. Fram að þessu hefur nýi Marsjeppinn aðeins verið þekktur undir heitinu Mars 2020. Alls bárust 28.000 tillögur og voru níu á endanum valdar til úrslita, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sigurvegarinn var Alexander Mather, þrettán ára skólastrákur frá Virginíu í Bandaríkjunum sem lagði til nafnið „Perseverance“. Tillaga Mather er í anda nafna á fyrri könnunarjeppum sem hafa verið sendir til Mars og sem hann sagði lýsandi fyrir atgervi manna eins og Forvitni [e. Curiosity], Innsæi [e. Insight], Dugur [e. Spirit] og Tækifæri [e. Opportunity]. Til stendur að skjóta Perseverance á loft á milli 17. júlí og 5. ágúst. Jeppinn er kominn í Kennedy-geimmiðstöð NASA á Canaveral-höfða til undirbúnings fyrir geimskotið. Ferðin til rauðu reikistjörnunnar tekur sjö mánuði og er lending þar áætluð klukkan hálf níu fimmtudagskvöldið 18. Febrúar á næsta ári. "This Mars rover will help pave the way for human presence there and I wanted to try and help in any way I could. Seventh grader Alex Mather has just named the #Mars2020 rover Perseverance (@NASAPersevere ). Now we get ready for the launch in July! https://t.co/nXkbdVdcB0 pic.twitter.com/l9bjStH9ib— NASA (@NASA) March 5, 2020
Mars Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Skarpasta myndin af yfirborði Mars til þessa Aldrei áður hefur verið tekin mynd í eins hárri upplausn af yfirborði Mars og sú sem bandaríska geimvísindastofnunin NASA birti í gær. Könnunarjeppinn Curiosity tók yfir þúsund myndir í vetur sem voru notaðar til að setja myndina saman. 5. mars 2020 14:19 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flugferðum aflýst Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Skarpasta myndin af yfirborði Mars til þessa Aldrei áður hefur verið tekin mynd í eins hárri upplausn af yfirborði Mars og sú sem bandaríska geimvísindastofnunin NASA birti í gær. Könnunarjeppinn Curiosity tók yfir þúsund myndir í vetur sem voru notaðar til að setja myndina saman. 5. mars 2020 14:19