Tunglið var sjáanlegt í allan dag Máninn hátt á himni skein í dag. Tunglið reis hvorki né settist, heldur var það allan daginn á lofti. Sjónarspilið sem fylgdi var glæsilegt og ekki skemmdi fyrir að tunglið var fullt. Innlent 27. desember 2023 19:47
Nýjar ljósmyndir Webb sýna Neptúnus í nýju ljósi Ný ljósmynd hefur verið tekin af plánetunni Neptúnusi með aðstoð Webb sjónaukans. Myndin er sú skýrasta sem náðst hefur af ísplánetunni í áratugi og sýna hringi Neptúnusar í nýju ljósi. Erlent 26. desember 2023 19:43
Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. Erlent 19. desember 2023 08:00
Gæti umbylt kenningum um myndun reikistjarna Algengasta tegund stjörnu í vetrarbrautinni er svokallaður rauður dvergur, sem er miklu minni og dimmari en sólin okkar. Talið hefur verið að slíkar stjörnur séu of litlar til að sólkerfið geti hýst reikistjörnur stærri en jörðin. Að minnsta kosti hingað til. Innlent 3. desember 2023 18:31
Þorsteinn Sæmundsson er látinn Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur lést síðastliðinn sunnudag, 88 ára að aldri. Innlent 29. nóvember 2023 07:54
Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. Erlent 28. nóvember 2023 08:31
Bein útsending: Stærsta eldflaug heimsins aftur á loft Til stendur að skjóta Starship-geimfari á loft í dag með heimsins öflugustu eldflaug. Geimfarið á að nota til að flytja menn og birgðir til tunglsins á komandi árum. Erlent 18. nóvember 2023 12:15
Grænt ljós á aðra tilraun með stærstu eldflaug heims Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa gefið starfsmönnum SpaceX grænt ljós á nýtt tilraunaskot geimfarsins Starship þar sem nota á stærstu eldflaug heims til að koma geimfarinu næstum því út í geim. Fyrsta tilraunaskotið sem framkvæmd var í apríl misheppnaðist, þegar bæði eldflaugin og geimfarið sprungu í loft upp. Erlent 16. nóvember 2023 10:45
Einstakt stefnumót tunglsins og Venusar Tvö skærustu fyrirbæri næturhiminsins, Venus og tunglið, eiga stefnumót nú í morgunsárið sem myndar einstaklega fallegt sjónarspil. Innlent 9. nóvember 2023 08:36
Ýmsir dáðust að vígahnetti sem náðist á myndband Svokallaður vígahnöttur lýsti upp himininn á Vesturlandi um klukkan átta í morgun. Innlent 3. nóvember 2023 08:36
Geimfarinn Ken Mattingly látinn Bandaríski geimfarinn T. Ken Mattingly, sem fór á sporbaug um tunglið í Apollo 16 árið 1972 og gegndi lykilhlutverki í björgunaraðgerðum í Apollo 13-leiðangrinum nokkrum árum fyrr, er látinn. Hann varð 87 ára. Erlent 3. nóvember 2023 07:55
Bezos sýndi nýtt tunglfar Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, sýndi á dögunum hvernig nýtt tunglfar fyrirtækisins á að líta út. Geimfar þetta á að geta borið þrjú tonn af farmi til tunglsins og lent þar. Erlent 29. október 2023 14:36
Deildarmyrkvi í kvöld Deildarmyrkvi á tungli verður sjáanlegur frá öllu Íslandi í kvöld. Lítill hluti tunglskífunnar mun myrkvast og þá mun líta út eins og biti hafi verið tekinn úr tunglinu. Deildarmyrkvinn nær hámarki rétt eftir klukkan 20.00. Innlent 28. október 2023 19:23
Hvetur fólk til að horfa til himins annað kvöld Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, hvetur fólk til þess að horfa til himins annað kvöld. Tilefnið er deildarmyrkvi á tungli en þá mun aðeins sex prósent af tunglskífunni myrkvast. Innlent 27. október 2023 10:32
Stækka geimstöðina og bjóða öðrum í heimsókn Kínverjar ætla að gera geimstöð sína tvöfalt stærri og fjölga hlutum hennar úr þremur í sex. Þá stendur einnig til að bjóða geimförum annarra þjóða að ferðast til geimstöðvarinnar og halda þar til. Erlent 5. október 2023 15:50
Boeing í basli með Starliner Forsvarsmenn Boeing eiga í basli með geimfarið Starliner og hefur fyrirtækið tapað minnst 1,4 milljörðum dala á þróun þess. Þessi þróun hefur gengið brösuglega í gegnum árin og hefur fyrsta geimskoti þess ítrekað verið frestað. Viðskipti erlent 4. október 2023 15:32
Skoða elsta ljós alheims í nýrri tilraunastofu Fyrsta tilraunastofan fyrir stjarneðlisfræði opnaði nýlega hér á landi í Háskóla Íslands. Þar er meðal annars hægt að skoða eiginleika elsta ljóss alheimsins Innlent 3. október 2023 23:08
Sjö ára rannsóknarferðalagi Osiris-Rex lokið Bandaríska geimfarið Osiris-Rex lenti við mikinn fögnuð í Utah fylki í Bandaríkjunum í dag. Sjö ár eru síðan það var sent út í geim í þeim tilgangi að safna tveimur kílóum af bergsýnum úr smástirninu Bennu og koma þeim aftur til jarðar. Vonir eru bundnar við að innihald hylkisins geti varpað frekara ljósi á hvernig sólkerfið okkar myndaðist og hugsanlega hvernig lífið kviknaði og þróaðist á jörðinni. Erlent 24. september 2023 18:49
Nær því að leysa gamla ráðgátu um sólina Vísindamenn eru að nálgast svör við gamalli ráðgátu um sólina. Það hefur lengi vakið furðu að kóróna sólarinnar er heitari en yfirborð hennar. Erlent 21. september 2023 16:52
„Vorum fyrir tilviljun að horfa í rétta átt á réttu augnabliki“ Svokallaður vígahnöttur sást í gærkvöldi yfir Íslandi. Myndband af fyrirbrigðinu sýnir þegar það sprakk með tilheyrandi ljósadýrð. Innlent 13. september 2023 16:26
Möguleg vatnaveröld með kolefnissamböndum í lofti Stjörnufræðingar hafa fundið kolefnissameindir í andrúmslofti fjarreikistjörnu sem styrkir tilgátur um að þar kunni að vera haf fljótandi vatns. Einnig fundust óskýrari merki um að þar sé að finna efnasamband sem aðeins sjóþörungar mynda á jörðinni. Erlent 13. september 2023 09:35
Vígahnöttur lýsti upp himininn Vígahnöttur lýsti upp norðurhimininn á ellefta tímanum í kvöld, og sást vel hér á landi. Innlent 12. september 2023 23:20
Milljóna styrkhafi segir gullöld runna upp í stjarneðlisfræði Íslenskur stjarneðlisfræðingur sem hlaut meira en tvö hundruð milljóna króna evrópskan styrk fyrir rannsóknir sínar segir að gullöld sé runnin upp í stjarneðlisfræði. Rannsóknirnar eiga að varpa ljósi á uppruna Vetrarbrautarinnar okkar og hvernig frumefnin urðu til. Innlent 11. september 2023 08:21
Ísfirðingar útvega lóð undir lendingarstað fyrir geimverur Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu nefndar um stofnun lóðar undir listaverkið Lendingarstað fyrir geimskip á Seljalandsdal fyrir ofan bæinn. Innlent 3. september 2023 08:00
Telja rússneska tunglfarið hafa skilið eftir sig gíg Myndir bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA benda til þess að rússneska geimfarið Luna-25 hafi skilið eftir tíu metra breiðan gíg á yfirborði tunglsins þegar það brotlenti þar í síðasta mánuði. Luna-25 var fyrsta tunglfar Rússa í tæpa hálfa öld en leiðangurinn var unnin fyrir gýg. Erlent 1. september 2023 10:52
Ofurmáni blátt á himni skín Fullt tungl sem verður síðustu nótt ágústmánaðar verður svokallaður blár ofurmáni. Þrátt fyrir nafnið verður tunglið þó hvorki blátt á lit né búið neins konar ofurkröftum. Innlent 29. ágúst 2023 20:01
Mistókst aftur að koma gervihnetti á braut um jörðu Geimvísindamönnum og verkfræðingum Norður-Kóreu mistókst aftur í dag að koma njósnagervihnetti á braut um jörðu. Gera á þriðju tilraunina í október, samkvæmt yfirvöldum í einræðisríkinu. Erlent 23. ágúst 2023 22:08
Indverjar fyrstir til að lenda við suðurpól tunglsins Indverska geimfarið Chandrayaan-3 varð fyrsta manngerða farið til þess að lenda nærri suðurpól tunglsins í dag. Könnunarjeppi á að rannsaka jarðveg og steina á tunglinu, þar á meðal efnasamsetningu þeirra. Erlent 23. ágúst 2023 13:50
Rússneska geimfarið brotlenti á tunglinu Luna-25, hið rússneska tunglfar, brotlenti á tunglinu. Þetta var fyrsta tilraun Rússa til að komast til tunglsins í 47 ár. Erlent 20. ágúst 2023 09:27
Rússneska farið á braut um tunglið Luna-25, fyrsta rússneska tunglfarið í tæpa hálfa öld, komst á braut um tunglið í gær. Farið á að fara fimm brautir í kringum tunglið áður en reynt verður að lenda því á suðurpólnum á mánudag. Erlent 17. ágúst 2023 15:26