Geimurinn

Geimurinn

Fréttir af geimvísindum og geimferðum.

Fréttamynd

Dagurinn hefur nóttina undir í dag

Vorjafndægur verða á norðurhveli jarðar klukkan 21:24 í kvöld, 20. mars 2023. Dagur og nótt eru nú um það bil jafnlöng en næsta hálfa árið hefur ljósið vinninginn yfir myrkrið.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu merkin um að Venus sé enn eld­virk

Reikistjörnufræðingar hafa í fyrsta skipti fundið beinar jarðfræðilegar vísbendingar um að eldvirkni sé enn til staðar á yfirborði nágrannareikistjörnunnar Venusar. Uppgötvunin getur hjálpað vísindamönnum að skilja hvernig Venus og jörðin þróuðust hvor í sína áttina.

Erlent
Fréttamynd

Stefnir í ljósasýningu á himni í kvöld

Búast má við miklu sjónarspili á himni í kvöld. Norðurljósin hafa verið mikil síðustu daga og aðstæður til að sjá þau góðar. Nú er þó útlit fyrir að þau verði enn meiri í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Fönguðu dauða­teygjur verðandi sprengi­stjörnu

Innrautt auga James Webb-geimsjónaukans náði mynd af sjaldséðri og skammlífri tegund risavaxinnar stjörnu í dauðateygjunum. Athuganir sjónaukans veita stjörnufræðingum í fyrsta skipti tækifæri til að fræðast meira um geimryk sem leikur lykilhlutverk í þróun alheimsins.

Erlent
Fréttamynd

Vatnið á jörðinni eldra en sól­kerfið sjálft

Rannsóknir stjörnufræðinga á efnisskífu í kringum fjarlæga frumstjörnu rennir stoðum undir þá tilgátu að vatnið á jörðinni sé enn eldra en sólkerfið sjálft. Talið er að vatnið hafi orðið til í geimnum á milli stjarnanna og á endanum borist til jarðarinnar með halastjörnum.

Erlent
Fréttamynd

Senda björgunar­skip til Al­þjóð­legu geim­stöðvarinnar

Rússar sendu björgunargeimferju til móts við Alþjóðlegu geimstöðina eftir að hættulegur leki kom á geimferju tveggja rússneskra geimfara og eins bandarísk sem átti að flytja þá heim. Tvær rússneskar geimferjur hafa nú bilað við geimstöðina á örfáum mánuðum.

Erlent
Fréttamynd

Fundu risa­vetrar­brautir sem reyna á skilning á al­heiminum

Risavaxin fyrirbæri sem gætu verið tröllvaxnar vetrarbrautir frá bernsku alheimsins gætu reynt á skilning stjarneðlisfræðinga á alheiminum og upphafsárum hans. Vísindamenn sem fundu þau trúðu ekki eigin augum en þeir en bíða enn staðfestingar á uppgötvuninni.

Erlent
Fréttamynd

Fimm­tíu þúsund vetrar­brautir á einni mynd

Djúpmynd sem James Webb-geimsjónaukinn tók nýlega skartar um það bil fimmtíu þúsund vetrarbrautum sem eru í milljarða ljósára fjarlægð frá jörðinni. Myndin er ein sú dýpsta sem sjónaukinn hefur tekið til þessa.

Erlent
Fréttamynd

Engin merki um geimverur að sögn Hvíta hússins

Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins tók það skýrt fram á fréttamannafundi í gær að ekkert bendi til þess að hlutirnir þrír sem skotnir voru niður yfir Bandaríkjunum og Kanada á dögunum tengist geimverum.

Erlent
Fréttamynd

Loftsteinn á ógnarhraða nær jörðu en gervitungl

Á miðnætti mun loftsteinn þjóta framhjá jörðinni í minni fjalægð en mörg gervitungl eða um 3,600 kílómetrum frá. Litlu má því muna að steinninn skelli á jörðinni en einungis vika er liðin frá því loftsteinninn uppgötvaðist. 

Erlent
Fréttamynd

Webb fann fyrstu fjarreikistjörnuna

Geimvísindamenn hafa í fyrsta sinn fundið fjarreikistjörnu með James Webb sjónaukanum (JWST). Umrædd reikistjarna kallast LHS 475 b og er í um 41 ljósárs fjarlægð. Hún er talin á stærð við jörðina en hún er nokkur hundruð gráðum heitari en jörðin.

Erlent
Fréttamynd

Geim­fari úr fyrsta mannaða Apollo-leið­angrinum látinn

Bandaríski geimfarinn Walter Cunningham sem flaug út í geim í Apollo 7-leiðangrinum á sjöunda áratug síðustu aldar er látinn, níræður að aldri. Þó að Cunningham hafi aldrei fengið að fara til tunglsins sjálfur ruddi hann brautina fyrir seinni Apollo-leiðangrana sem héldu þangað.

Erlent
Fréttamynd

Stað­festa enda­lok Insig­ht-leið­angursins

Meira en fjögurra ára löngum leiðangri Insight-lendingarfarsins á Mars er lokið. Þetta staðfesti bandaríska geimvísindastofnunin NASA eftir að stjórnendum leiðangursins tókst ekki að ná sambandi við geimfarið.

Erlent
Fréttamynd

Könnuðu skemmdirnar á ferjunni við geim­stöðina

Áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu notuðu vélmennaarm til þess að kanna skemmdir sem urðu á rússneskri Soyuz-geimferju í gær. Yfirvöld á jörðu niðri íhuga hvort senda þurfi annað geimfar til þess að ferja hluta áhafnarinnar heim.

Erlent
Fréttamynd

Geimherinn vill rannsaka jónahvolfið frá Íslandi

Utanríkisráðuneytinu hafa verið kynntar hugmyndir um mælingar á jónahvolfinu frá Íslandi, af geimher Bandaríkjanna (e. United States Space Force). Fullrúar USSF hafa þegar komið hingað til lands í vettvangskönnun.

Innlent