Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

„Þetta var bara slys“

„Þetta var löng nótt og ég held ég hafi litið síðast á klukkuna 4:50,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í Kristianstad í gær. Ísland mætir Suður-Kóreu klukkan 17:00 í lokaleik liðsins í riðlinum.

Handbolti
Fréttamynd

Vill banna kvendómara á HM karla

Þrjú af dómarapörunum sem valin voru til að dæma á HM karla í handbolta eru skipuð konum. Ummæli fyrrverandi heims- og Evrópumeistarans Christians Shwarzer þess efnis að konur ættu ekki að dæma hjá körlum, og öfugt, hafa fallið í grýttan jarðveg.

Handbolti
Fréttamynd

„Covid bjargaði starfinu hjá Gumma“

Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins, fékk þrjá sérfræðinga til sín til að ræða tap Íslands gegn Ungverjalandi í gær. Mikið hefur verið rætt um ástæður tapsins á laugardag og fóru þeir félagar yfir öll helstu málin. 

Handbolti
Fréttamynd

Eyþór: Ég er bara gríðarlega vonsvikinn

Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss í Olís-deild kvenna, hefur átt betri daga á tímabilinu en lið hans tapaði á móti Fram 31-19 í Úlfarsárdalnum í kvöld. Selfyssingar sitja í næstneðsta sæti deildarinnar með fjögur stig, tveimur stigum fyrir ofan botnlið HK. 

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta er það sem ég veðjaði á“

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands, sem hefur fengið mikla gagnrýni eftir tapið gegn Ungverjalandi á heimsmeistaramótinu, segir að hugsanlega hefði hann átt að gera breytingar í leiknum þar sem margt fór úrskeiðis.

Handbolti
Fréttamynd

Lærisveinar Alfreðs í góðum málum

Þjóðverjar unnu sinn annan sigur á heimsmeistaramótinu í handknattleik í dag þegar þeir lögðu Serbíu 34-33 í E-riðli keppninnar. Þjóðverjar eru nú líklegir til að taka fjögur stig með sér í milliriðil. 

Handbolti
Fréttamynd

Myndasyrpa: Strákarnir hrista af sér tapið

Íslenska landsliðið æfði í Kristianstad Arena í Svíþjóð í dag. Leikmenn liðsins notuðu gærkvöldið til að hugsa út í tapið gegn Ungverjum en í dag er nýr dagur og allir ákveðnir í því að snúa til baka með stæl.

Handbolti
Fréttamynd

„Auðvitað er maður þreyttur“

„Gærkvöldið var leiðinlegt og þetta var bara gríðarlegt svekkelsi,“ segir Ómar Ingi Magnússon, leikmaður íslenska landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í Kristianstad Arena í dag. Eins og alþjóð veit tapaði liðið fyrir Ungverjum á HM í gærkvöldi, 30-28.

Handbolti
Fréttamynd

Sigfús: Vantar líkt og áður plan B hjá þjálfarateyminu

Ísland tapaði á sárgrætilegan hátt fyrir Ungverjalandi í annarri umferð í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta karla í Kristianstad í gærkvöldi. Handkastið fékk Sigfús Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmann í handbolta til þess að rýna í leikinn.

Handbolti
Fréttamynd

Skin og skúrir í Kristianstad - myndasyrpa

Það var mikill tilfinningarússibandi sem átti sér stað í kringum leik Íslands og Ungverjalands á heimsmeistaramótinu í handbolta karla sem spilaður var í Kristianstad í Svíþjóð í gærkvöldi. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fangaði nokkur frábær augnablik sem sjá má í myndaspyrpunni sem fylgir þessari frétt. 

Handbolti
Fréttamynd

HM í dag: Kalt er það Klara

Það var þungt í þeim hljóðið þegar þeir Stefán Árni Pálsson og Henry Birgir Gunnarsson gerðu upp leik Íslands og Ungverjalands á HM í handbolta.

Handbolti