Lærisveinar Rúnars lentu á hraðahindrun Lið Leipzig í þýska handboltanum var á góðri siglingu en lærisveinar Rúnars Sigtryggssonar voru búnir að vinna þrjá leiki í röð fyrir leik dagsins þegar liðið mætti Eisenach. Handbolti 24. mars 2024 17:10
Enn fúll yfir ráðningu Dags og telur að hann vinni ekki verðlaun Þó að Króatar, bæði leikmenn og stuðningsmenn, virðist almennt hæstánægðir með ráðningu Dags Sigurðssonar þá er einn þeirra enn mjög ósáttur. Sá vildi starf Dags. Handbolti 24. mars 2024 10:31
Línurnar klárar fyrir umspilið í Olís-deildinni Lokaumferð Olís-deildar kvenna fór fram í dag og nú er orðið endanlega ljóst hvaða lið mætast í umspili um sæti í undanúrslitum. Handbolti 23. mars 2024 20:07
„Við förum upp aftur“ KA/Þór er fallið úr Olís-deildinni eftir hetjulega baráttu gegn Fram í Lambhagahöllinni í kvöld. Lokatölur 26-23 í leik þar sem Norðankonur voru lentar tíu mörkum undir eftir 13 mínútna leik en náðu að minnka muninn niður í tvö mörk á kafla í síðari hálfleik. Handbolti 23. mars 2024 19:55
KA valtaði yfir Víking í frestuðum leik KA tók á móti Víkingi í dag í Olís-deild karla en leiknum var frestað í gær vegna veðurs. Eftir ágætis byrjun gestanna tóku heimamenn öll völd á vellinum. Handbolti 23. mars 2024 19:19
Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA/Þór 26 - 23 | Norðankonur fallnar Fram tryggði sér í kvöld annað sætið í Olís-deildinni með sigri á KA/Þór í lokaumferð deildarinnar. Lokatölur 26-23 í kaflaskiptum leik þar sem Fram komst tíu mörkum yfir eftir 13 mínútna leik en misstu þá forystu niður í tvö mörk á lokakafla leiksins. Handbolti 23. mars 2024 19:00
Sigvaldi tryggði Kolstad Noregsmeistaratitilinn Sigvaldi Guðjónsson og félagar í Kolstad tryggðu sér Noregsmeistaratitilinn annað árið í röð þegar liðið lagði Elverum 29-28 í miklum spennuleik. Enn eru tveir leikir eftir af deildinni en Elverum á ekki lengur möguleika á að ná toppliðinu. Handbolti 23. mars 2024 17:53
Halldór slapp við fall og úrslitakeppnin klár Halldór Jóhann Sigfússon og lærisveinar hans í Nordsjælland sluppu við beint fall úr dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, þegar lokaumferð deildakeppninnar fór fram. Handbolti 23. mars 2024 16:53
Lið Halldórs látið spila eftir að áhorfandi lést og fjölskyldan horfði á Halldór Jóhann Sigfússon, handboltaþjálfari Nordsjælland í Danmörku, varð vitni að endurlífgunartilraunum í íþróttahöll félagsins, þegar eldri stuðningsmaður lést skömmu fyrir leik við SAH í síðustu viku. Ákveðið var að leikurinn færi samt fram og fjölskylda mannsins horfði á leikinn. Handbolti 23. mars 2024 10:00
FH sótti ekki gull í greipar Eyjamanna og toppbaráttan lifir enn góðu lífi Alls fóru fjórir leikir fram í Olís deild karla í handbolta í kvöld. ÍBV lagði topplið FH í Vestmannaeyjum, Fram vann HK örugglega, Stjarnan lagði Selfoss og Afturelding sótti sigur á Seltjarnarnesi. Handbolti 22. mars 2024 21:30
Elvar Örn öflugur og Melsungen stefnir á Evrópu Melsungen vann Lemgo með minnsta mun í þýsku úrvalsdeild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi allt til loka en á endanum hafði Íslendingaliðið betur. Elvar Örn Jónsson átti virkilega góðan leik í liði Melsungen. Handbolti 22. mars 2024 20:55
Reistad og Gidsel valin besta handboltafólk í heimi Norska handboltakonan Henny Reistad og danski handboltamaðurinn Mathias Gidsel voru valin besta handboltafólk heims í dag af Alþjóða handboltasambandinu. Handbolti 22. mars 2024 16:00
„Breytir eiginlega öllu fyrir mig“ Efasemdir um réttmæti ráðningar Dags Sigurðssonar sem landsþjálfara Króatíu í handbolta eru á bak og burt. Óskabyrjun hans með liðið opnar á möguleika fyrir framhaldið. Handbolti 22. mars 2024 08:31
Magdeburg þjarmar að toppliðinu Þrír leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og Íslendingar komu við sögu í þeim öllum. Handbolti 21. mars 2024 20:45
Tyreek Hill reyndi fyrir sér í handbolta: „Vissi ekki hvað þetta var“ Tyreek Hill, einn besti útherji NFL-deildarinnar, mætti á handboltaæfingu í París í vikunni. Handbolti 21. mars 2024 17:01
Löng ferðalög en ekki erfiður riðill hjá Íslandi í undankeppni EM Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta lentu ekki í erfiðum riðli þegar dregið var í undankeppni EM 2026 í handbolta í Kaupmannahöfn í dag. Handbolti 21. mars 2024 15:14
Nýir vinnuveitendur Donna stoltir: „Sýnir hve langt félagið hefur náð“ Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni, flytur frá Frakklandi til Árósa í sumar því hann hefur skrifað undir samning við danska úrvalsdeildarfélagið SAH. Handbolti 21. mars 2024 14:31
Umfjöllun: Haukar - Valur 28-26 | Valsmenn að missa af deildarmeistaratitlinum Haukar unnu gríðarlega sterkan tveggja marka sigur gegn nýkrýndum bikarmeisturum Vals í 19. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 28-26. Handbolti 20. mars 2024 21:44
„Eins og Davíð á móti Golíat og Davíð vinnur alltaf“ Þráinn Orri Jónsson, leikmaður Hauka, var eðlilega léttur í bragði í viðtali eftir tveggja marka sigur liðsins gegn nýkrýndum bikarmeisturum Vals í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Handbolti 20. mars 2024 21:30
Kolstad nálgast deildarmeistaratitil eftir öruggan sigur Kolstad fór létt með útileik sinn gegn neðsta liði deildarinnar. Lokatölur 28-35 sigur gegn Viking frá Björgvin í norsku úrvalsdeildinni í handbolta. Sigvaldi Björn Guðjónsson sneri til baka úr landsliðsverkefni en spilaði lítið og skoraði ekkert en gaf eina stoðsendingu. Handbolti 20. mars 2024 19:48
Dagur slær öll met í vinsældum: „Öllum sama um hvaðan hann er“ Dagur Sigurðsson hefur gjörsamlega slegið í gegn sem nýr landsliðsþjálfari Króata í „þjóðaríþrótt“ þeirra, handbolta. Bjartsýni ríkir um að hann komi liðinu aftur í allra fremstu röð. Handbolti 20. mars 2024 08:31
Eiga að koma Íslandi á EM: Steinunn fljót í landsliðið eftir barnsburð en Þórey Anna ekki með Arnar Pétursson hefur valið þá leikmenn sem hann treystir á að komi Íslandi í lokakeppni EM kvenna í handbolta þegar undankeppnin klárast í byrjun næsta mánaðar. Handbolti 19. mars 2024 14:09
Bjarni Ófeigur frá Þýskalandi til KA Handknattleikslið KA hefur tryggt sér góðan liðsstyrk fyrir næstu leiktíðir því Bjarni Ófeigur Valdimarsson hefur skrifað undir samning til þriggja ára við félagið. Handbolti 19. mars 2024 10:18
Ætlar að verða betri en stóri bróðir Handboltamaðurinn Arnór Viðarsson spilar í dönsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hann stefnir að því að verða betri en stóri bróðir sinn. Handbolti 19. mars 2024 08:31
„Benedikt verður í heimsklassa“ Frammistaða Benedikts Gunnars Óskarssonar í bikarúrslitaleiknum var ein sú rosalegasta sem sést hefur í leik hér á landi í áraraðir. Handbolti 19. mars 2024 07:31
Arnór fer til Gumma Gumm og stefnir á að spila með bróður sínum Danska úrvalsdeildarfélagið Fredericia, sem leikur undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, tilkynnti í dag um komu Eyjamannsins Arnórs Viðarssonar sem kemur til félagsins í sumar. Handbolti 18. mars 2024 10:07
Fram tapaði í Eyjum og KA/Þór eygir von ÍBV vann góðan sigur á Fram þegar liðin mættust í Olís-deild kvenna. Þá vann KA/Þór heimasigur á Aftureldingu og eygir enn von um að bjarga sæti sínu í deildinni. Handbolti 16. mars 2024 20:01
Umfjöllun: Grikkland - Ísland 25-32 | Aftur öruggt gegn Grikkjum Ísland vann öruggan sjö marka sigur, 32-25, gegn Grikklandi ytra. Elvar Örn Jónsson varð markahæstur með sjö mörk. Þetta var annar vináttuleikur þjóðanna á tveimur dögum. Næsti keppnisleikur Íslands verður í byrjun maí í umspili fyrir heimsmeistaramótið. Handbolti 16. mars 2024 19:00
Umfjöllun: Valur - Haukar 30-23 | Alls ekkert slen á Valskonum eftir bikarsigurinn Valur bar sigurorð af Haukum þegar liðin áttust við í 20. umferð Olísdeildar kvenna í handbolta í N1-höllinni að Hliðarenda í kvöld. Handbolti 16. mars 2024 18:54
Dagur svo gott sem búinn að koma Króötum á Ólympíuleikana Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í króatíska karlalandsliðinu í handbolta eru komnir með annan fótinn á Ólympíuleikana í París eftir sterkan þriggja marka sigur gegn Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í dag, 30-33. Handbolti 16. mars 2024 15:02