Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Tap hjá Ís­landi í lokaleik fyrir HM

Ísland mætti Angóla í dag í lokaleik sínum á Posten Cup mótinu sem haldið er í Noregi. Liðin eru saman í D-riðli á heimsmeistaramótinu og mætast þar einnig í lokaleik riðilsins.

Handbolti
Fréttamynd

Haukur marka­hæstur í sigur­leik Kielce

Haukur Þrastarson virðist vera óðum að finna sitt gamla form eftir meiðsli en hann var markahæstur í dag þegar Kielce vann Zag­lebie 24-30 í pólsku úr­vals­deild­inni í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

FH og Valur unnu bæði

FH og Valur voru bæði í eldlínunni í dag í EHF bikarnum í handboltan en FH spilaði fyrri leik sinn gegn Bocholt frá Belgíu á meðan Valur mætti Motor frá Úkraínu.

Handbolti
Fréttamynd

Viktor Gísli fór á kostum í öruggum sigri

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson átti virkilega góðan leik fyrir Nantes er liðið vann öruggan 14 marka sigur gegn Saran í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 38-24.

Handbolti
Fréttamynd

Telur að for­maður HSÍ eigi að segja af sér

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens bætist í hóp þeirra sem fordæma að HSÍ hafi gert styrktarsamning við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. Hann er skorinorður og segir að formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, eigi að segja af sér – umsvifalaust.

Innlent
Fréttamynd

Nú eru þeir strákarnir þeirra

Hvernig gat þetta gerst, að Handknattleikssamband Íslands gerði samning við Arnarlax, þá norsku aurgoða sem hafa hreiðrað um sig í fjörðum landsins og eru að þar leggja lífríkið í rúst? Formaður HSÍ hefur gerst sekur um alvarlegan dómgreindarbrest og ætti að segja af sér strax.

Skoðun
Fréttamynd

Þórir og „farandsirkusinn“ halda sínu striki

Þórir Her­­geirs­­son, lands­liðs­­þjálfari norska kvenna­lands­liðsins í hand­­bolta heldur á­­kvörðun sinni ,um að tak­­marka sam­­skipti leik­manna og þjálfara við stuðnings­­menn liðsins á meðan á HM í hand­­bolta stendur, til streitu.

Handbolti
Fréttamynd

Hélt að það væri verið að gera at í sér

Nýliðar ÍR hafa komið flestum á óvart það sem af er tímabili í Olís-deild kvenna. Þjálfari liðsins segir gengið framar vonum en ÍR-ingar hafi haft nokkuð stóra drauma fyrir tímabilið. Hún bjóst alls ekki við því að fara út í þjálfun þegar leikmannaferlinum lauk.

Handbolti
Fréttamynd

Toppliðin skildu jöfn í æsi­spennandi leikjum

Kolstad og PSG gerðu æsispennandi 28-28 jafntefli sín á milli í 8. umferð Meistaradeildar karla í handbolta. Sigvaldi Björn Guðjónsson fór að venju mikinn í liði Kolstad og skoraði sjö mörk. Liðin sitja jöfn í 3. og 4. sæti A riðils. 

Handbolti
Fréttamynd

Leik lokið: FH - Grótta 31-24 | Hafn­firðingar tryggðu sér topp­sætið

FH tók á móti Gróttu í 10. umferð Olís-deildar karla nú í kvöld. Fyrir leikinn átti FH möguleika á að tylla sér á toppinn á meðan Grótta gat með sigri fjarlægt sig frá fallsvæðinu. Það var hins vegar ljóst snemma leiks að FH-ingar ætluðu sér á toppinn og fór svo að lokum að liðið vann afar sannfærandi 7 marka sigur 31-24.

Handbolti
Fréttamynd

Sjokk að fá þessar fréttir

Íslenska landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir verður ekki með landsliðinu á HM í handbolta sem hefst í lok mánaðarins. Meiðsli urðu til þess að hún varð að gefa eftir sæti sitt í hópnum daginn áður en íslensku stelpurnar flugu út.

Handbolti