Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Íslenski landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason og félagar hans í Pick Szeged unnu öruggan tíu marka sigur er liðið heimsótti NEKA í ungversku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 26-36. Handbolti 30. nóvember 2024 18:53
Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Norska kvennalandsliðið í handbolta vann öruggan 14 marka sigur er liðið mætti Austurríki á Evrópumótinu í handbolta í kvöld, 38-24. Handbolti 30. nóvember 2024 18:38
Öruggur sigur ÍBV gegn Val ÍBV vann öruggan sjö marka sigur er liðið tók á móti Val í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 34-27. Handbolti 30. nóvember 2024 17:50
„Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hefur engan tíma til að spá í Alþingiskosningar dagsins. Eftir leik við Holland í gær er sá næsti við Úkraínu á morgun. Handbolti 30. nóvember 2024 16:31
Steinlágu á móti neðsta liðinu Guðmundur Bragi Ástþórsson og félagar í Bjerringbro-Silkeborg urðu í dag fyrsta liðið til að tapa fyrir botnliði Grindsted í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Handbolti 30. nóvember 2024 15:07
Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Haukar eru í fínum málum eftir fimm marka sigur á aserska liðinu Kur í fyrri leik sínum í 32 liða úrslitum Evrópubikarsins í handbolta. Handbolti 30. nóvember 2024 14:32
Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Íslenska landsliðskonan Dana Björg Guðmundsdóttir er fljót á fæti og hún getur nú bakkað það upp með tölum frá Evrópumótinu í handbolta. Handbolti 30. nóvember 2024 13:02
Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Íslenskum landsliðsmönnum fjölgar hjá Magdeburg næsta sumar því Elvar Örn Jónsson hefur gengið frá samningi við þetta mikla Íslendingafélag. Handbolti 30. nóvember 2024 12:17
Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Í dag hefði Eyjamaðurinn Kolbeinn Aron Ingibjargarson orðið 35 ára gamall. Eyjamenn minnast hans sérstaklega á heimaleik sínum við Valsmenn í Olís deild karla í handbolta. Handbolti 30. nóvember 2024 11:47
Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Reynsluboltinn Katrine Lunde er farinn aftur heim til Noregs af EM í handbolta. Hún fékk sérstakt leyfi hjá Þóri Hergeirssyni, þjálfara norska kvennalandsliðsins. Handbolti 30. nóvember 2024 10:32
Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Elín Klara Þorkelsdóttir náði fastasta skoti íslenska kvennalandsliðsins í handbolta á EM í gær þegar hún skoraði eitt marka sinna í 27-25 tapi á móti Hollendingum. Handbolti 30. nóvember 2024 10:02
Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Það vantaði svo lítið upp á. Maður þurfti að anda aðeins og stilla sig af áður en sest var að skrifum eftir þennan leik stelpnanna okkar við Hollendinga. Djöfull vorum við nálægt þessu. Handbolti 29. nóvember 2024 22:02
„Við vorum bara klaufar“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, var niðurlútur í leikslok en lærisveinar hans töpuðu á dramatískan hátt á móti FH. Fram tapaði með minnsta mun eftir að hafa leitt leikinn þokkalega þægilega framan af og voru lokatölur 30-29, FH í vil, í Úlfarsárdal í kvöld. Handbolti 29. nóvember 2024 22:00
Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig HK-ingar lentu 27-19 undir gegn Stjörnunni en náðu einhvern veginn að skora átta síðustu mörkin og tryggja sér jafntefli, 27-27, í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Handbolti 29. nóvember 2024 21:44
Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Úkraínu í næsta leik sínum á Evrópumótinu, eftir frábæra frammistöðu gegn Hollendingum í Innsbruck í kvöld. Handbolti 29. nóvember 2024 21:33
Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Fram tók á móti FH í 12. umferð Olís-deild karla í handbolta í kvöld og réðust úrslitin á síðustu andartökum leiksins. Leikurinn endaði 30-29 fyrir FH en Framarar voru með yfirhöndina framan af og leiddu um tíma með fimm mörkum í síðari hálfleik. Handbolti 29. nóvember 2024 21:30
Arnar og Elvar á toppnum Melsungen, lið landsliðsmannanna Arnars Freys Arnarssonar og Elvars Arnar Jónssonar, er nú eitt á toppi þýsku 1. deildarinnar í handbolta. Handbolti 29. nóvember 2024 20:54
Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Þetta er súrsætt. Súrt að við náðum ekki að fá stig út úr þessu því við vorum alveg á sama stigi og þær, en við erum glöð að vera á þeim stað sem við sýndum í dag,“ segir Elín Jóna Þorsteinsdóttir. Hún var mögnuð í marki Íslands í dag gegn Hollandi, á EM í handbolta. Handbolti 29. nóvember 2024 19:42
„Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Mjög svekkjandi, að hafa ekki náð að klára leikinn,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, eftir 27-25 tap gegn Hollandi í fyrsta leik Evrópumótsins. Handbolti 29. nóvember 2024 19:28
„Maður er hálf meyr“ „Vá, þetta er rosamikil blanda af svekkelsi en er á sama tíma gríðarlega stolt af liðinu fyrir þessa frammistöðu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, annar fyrirliða kvennalandsliðs Íslands í handbolta, eftir naumt tveggja marka tap fyrir Hollandi í fyrsta leik liðsins á EM. Handbolti 29. nóvember 2024 19:24
„Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ „Tilfinningarnar eru blendnar,“ segir Arnar Pétursson, svekktur en afar stoltur af sínu liði eftir hörkuleik gegn Hollendingum í fyrsta leik á EM kvenna í handbolta. Handbolti 29. nóvember 2024 19:09
Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Færeyska kvennalandsliðið í handbolta lék í fyrsta sinn í lokakeppni Evrópumóts í kvöld, þegar það mætti heimakonum í Sviss í D-riðli mótsins. Handbolti 29. nóvember 2024 19:02
Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hóf leik á Evópumótinu með 27-25 tapi gegn Hollandi. Ísland komst yfir í upphafi leiks og hélt lengi í hollenska liðið en missti dampinn undir lokin. Sigur Hollands hefði orðið töluvert stærri ef ekki væri fyrir markmanninn Elínu Jónu, sem var valin maður leiksins. Handbolti 29. nóvember 2024 18:31
„Þær eru bara hetjur“ Helga Ingvadóttir, móðir landsliðsfyrirliðans Sunnu Jónsdóttur, er mætt á þriðja stórmótið og fyrsta Evrópumótið síðan 2010. Hún verður á meðal um rúmlega hundrað Íslendinga sem verða í stúkunni þegar Ísland mætir Hollandi klukkan 17:00 í Innsbruck. Handbolti 29. nóvember 2024 15:28
„Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson býst við hörkuleik við Hollendinga sem íslenska kvennalandsliðið mætir í fyrsta leik á EM í Innsbruck í dag. Biðin hefur verið löng eftir því að hefja leik á mótinu og spennan mikil. Handbolti 29. nóvember 2024 12:32
Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Valsmaðurinn Úlfar Páll Monsi Þórðarson stóð sig vel með sínu liði í síðasta Evrópuleik Valsmanna á tímabilinu og kom sér um leið í góðan úrvalshóp. Handbolti 29. nóvember 2024 12:03
Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur leik á fyrsta Evrópumóti liðsins síðan 2012 þegar það mætir sterku hollensku liði klukkan 17:00 í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í dag. Komið er að fyrsta prófinu eftir mikla lærdómstörn. Handbolti 29. nóvember 2024 10:02
Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Það gekk ýmislegt á í búningsklefa króatíska handboltafélagsins RK Zagreb eftir leik liðsins í Meistaradeildinni í vikunni. Eftirmálin eru allt annað en góðar fréttir fyrir landsliðsþjálfarann Dag Sigurðsson. Handbolti 29. nóvember 2024 09:31
Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Fjöldi íþróttafólks er á framboðslistum fyrir alþingiskosningarnar sem fara fram á morgun. Í hópnum eru meðal annars Ólympíufarar, landsliðsfólk, ofurhlauparar og forkólfar íþróttasérsambanda. Sport 29. nóvember 2024 09:01
„Stolt af sjálfri mér“ Steinunn Björnsdóttir þreytir frumraun sína á stórmóti er Ísland mætir Hollandi á EM í handbolta í Innsbruck seinni partinn í dag. Rúmt ár er frá því að hún eignaðist sitt annað barn og var hreint ekki fyrirséð að þetta yrði raunin. Handbolti 29. nóvember 2024 08:01