Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttamynd

Segir starfsemina hættulega

Landlæknir hefur nú til umfjöllunar kvartanir sem borist hafa vegna bandarískra hjóna sem segjast lækna sjúkdóma og kenna Íslendingum að koma í veg fyrir orkuleka í sjálfum sér með því að bera á sér steina. Landlæknir segir starfsemina hættulega og varar sterklega við henni.

Menning
Fréttamynd

Í nafni jóga

<em>Guðjón Bergmann, jógakennari og rithöfundur, skrifar um ofnotkun á hugtakinu jóga.</em> Eðlilegt er að í jóga sé framþróun og upp komi nýjungar. Hins vegar eru jógafræðin of oft útþynnt í gegnum auglýsingar og aðlögun við önnur líkamsræktarkerfi. Því er ekki allt gull sem glóir eða allt jóga sem kennt er við jóga.</font />

Menning
Fréttamynd

Námskeið í notkun hjólastóla

Hvernig kemst maður upp og niður stiga, yfir kanta og áfram í þrengslum þegar maður er í hjólastól? Og hvað gerir maður ef maður dettur um koll? Þetta og margt annað í sama dúr var kennt á námskeiði á Reykjalundi í lok síðustu viku.

Menning
Fréttamynd

Líkamsrækt að spila á orgel

"Það er nú ákveðin líkamsrækt að spila á orgel, bæði fingraleikfimi og þó einkum fóta því maður reynir að láta rjúka úr pedalanum," segir Steingrímur Þórhallsson, organisti í Neskirkju, hlæjandi þegar hann er inntur eftir því hvernig hann haldi sér í formi dags daglega.

Menning
Fréttamynd

Ávaxtabíllinn

"Kex eða sælgæti verður oftast fyrir valinu hjá fólki þegar hungurtilfinning vaknar seinni part dags, og þess vegna kviknaði sú hugmynd að koma ávöxtum til fólksins í staðinn. Einnig vildum við gera þetta til styrktar íslensku hugviti, því ef menn eru bensínlausir það sem eftir er dags fá þeir ekki margar hugmyndir," segir Haukur Magnússon, sem rekur Ávaxtabílinn sem selur ávaxtakörfur til fyrirtækja í áskrift

Menning
Fréttamynd

Offitusamtök stofnuð á Íslandi

Um 200 manns eru á biðlista fyrir offituaðgerðir á Íslandi. Samtök hafa verið stofnuð fyrir offitusjúklinga sem farið hafa í slíka aðgerð.

Menning
Fréttamynd

Kaðlajóga fyrir alla

Elín Sigurðardóttir, íþróttafræðingur og fyrrverandi sundkona, er í fínu formi enda stundar hún og kennir kaðlajóga eða rope yoga, sem eru æfingar gerðar með böndum á sérstökum bekkjum. "Þetta eru öflugustu kviðæfingar sem ég hef komist í þó ég hafi æft mikið í gegnum árin," segir Elín

Menning
Fréttamynd

Pilatesæfingakerfið

"Pilates þéttir og lengir vöðva líkamans, en æfingarnar felast í að styrkja og teygja líkamann undir algjörri stjórnun, þannig að hugur fylgi hverri æfingu og fólk hvíli líkamann meðan það æfir," segir Jóhann Björgvinsson, löggiltur pilateskennari. "Ég er að kenna þessa hreinu pilates-tækni, en ég lærði hjá konu í New York sem er eini eftirlifandi kennarinn sem lærði hjá Joseph Hubertus Pilates sjálfum. </font /></font /></b />

Menning
Fréttamynd

Sigrún er húkkuð á skokkinu

Ég hef verið að myndast við þetta í ár en byrjaði fyrst að hlaupa reglulega í sumar. Það er eiginlega ekki fyrr en núna að þetta er orðinn lífsstíll," segir Sigrún Andersen, framkvæmdastjóri Arcadia á Íslandi, sem hleypur að minnsta kosti þrisvar í viku til að halda sér í formi.

Menning
Fréttamynd

Alexandertækni

Harpa Guðmundsdóttir lærði Alexandertækni í London og hefur kennt Íslendingum þessa tækni um nokkurra ára bil.

Menning
Fréttamynd

Dansinn er góð líkamsrækt

Helga Hauksdóttir, sjúkraliði og nuddfræðingur, dansar sér til ánægju og yndisauka og telur hikstalaust að dansinn sé einhver besta líkamsrækt sem hugsast getur. "Að ógleymdri allri kátínunni."

Menning
Fréttamynd

Mýkri línur í tísku

Á hverju hausti þegar dagskrá líkamsræktarstöðvanna verður ljós kemur fram hvað það er sem viðskiptavinirnir sækjast helst eftir. Sólrún Birgisdóttir hjá Iceland spa & fitness segir að mýkri línur virðast vera að koma í tímana þar sem æfingarnar séu að mýkjast og má sjá mikla aukningu í jóga og Bodybalance sem samanstendur af jóga, Pilates og Tai chi.

Menning
Fréttamynd

Bodyattack

"Margir af tímunum okkar eru kenndir eftir Les Mills-kerfinu sem er tilbúið æfingakerfi sem hefur verið prófað og þrautreynt erlendis," segir Linda Hilmarsdóttir hjá líkamsræktarstöðinni Hress.

Menning
Fréttamynd

Rope Yoga

"Fyrir þá sem vilja verða orkuríkir og hafa hreinan ásetning þá er þetta tækið," segir Guðni Gunnarsson um Rope yoga tækið sem hann hefur þróað og hannað og úr því hefur sprottið ný tegund af líkamsrækt sem hann segir vera heildræna heilsu- og hugrækt.

Menning
Fréttamynd

Lífræn ræktun

Framleiðsla á lífrænt ræktuðum landbúnaðarvörum hefur aukist síðustu árin og alltaf eru að bætast við fleiri vörur. Hér á landi hefur framleiðsla á lífrænum landbúnaðarvörum helst verið í grænmeti en einnig er hægt að fá lífrænar mjólkurvörur eins og drykkjarmjólk, AB-mjólk og jógúrt.

Menning
Fréttamynd

Þrír ættliðir saman í karate

Það er ekki algengt að þrír ættliðir stundi sama sportið. Sú er þó raunin hjá Karatefélaginu Þórshamri. Þar æfa Sigrún María Guðmundsdóttir, dætur hennar tvær og tvö barnabörn karate og hafa gert í fjögur ár.

Menning
Fréttamynd

Vatn og samba

"Ég kenni fyrst og fremst dansleikfimi og notast mest við sambahreyfingar," segir Harpa Helgadóttir sjúkraþjálfari sem kennir sambaleikfimi hjá Hreyfigreiningu og er að byrja að kenna bakleikfimi í vatni á Endurhæfingastöðinni við Grensás.

Menning
Fréttamynd

Kynlífið í hámarki eftir fertugt

Bandaríski hjónabandsráðgjafinn og gúrúinn David Snarch hefur gefið út bók þar sem hann heldur því fram að unaðssemdir kynlífsins nái fyrst hámarki sínu þegar fólk er komið á fimmtugs-, sextugs- og sjötugsaldurinn.

Menning
Fréttamynd

Unnið með himnur líkamans

Erla Ólafsdóttir er sjúkraþjálfari sem ásamt Birgi Hilmarssyni er í forsvari fyrir Upledgerstofnunina á Íslandi en samtökin standa fyrir kynningarnámskeiðum í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð um allt land.

Menning
Fréttamynd

Fitusog leysir ekki vandann

Það er ekki sama hvernig þú missir aukakílóin. Niðurstöður rannsókna sem birtust í virtu bandarísku læknatímariti benda til þess að það sé ekki nóg að fara í fitusog og minnka þannig magn blóðfitu og fækka kílóunum.

Menning
Fréttamynd

Pálmi Sigurhjartarson syndir

"Ég hef stundað sund í nokkur ár en það má nú alltaf bæta sig. Ég fer á hverjum degi og reyni að synda lágmark tvö hundruð metra. Yfirleitt syndi ég á bilinu tvö hundruð til fimm hundruð metra," segir Pálmi Sigurhjartarson, tónlistarmaður

Menning
Fréttamynd

Bretar borða frá sér leiða og sút

43% Breta nota mat til að létta af sér leiðindum, einmanaleika og streitu. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Bretlandi á dögunum. Einnig er algengt að fólk leiti huggunarí mat eftir að hafa rifist við maka sinn

Menning
Fréttamynd

Of þungur í tólf ár

"Ég er búinn að vera með einkaþjálfara í átta mánuði en er nú í mánaðarfríi. Ég er búinn að missa sautján kíló og byggja upp heilmikinn vöðvamassa," segir Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari, aðspurður um það hvernig hann haldi sér í formi.

Menning
Fréttamynd

Maraþon og músík

Allir geta verið með í Reykjavíkurmaraþoninu, þeir sem ekki vilja hlaupa ættu að drífa sig út og hvetja hlauparana áfram," segir Hjördís Guðmundsdóttir hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur sem sér um framkvæmd hlaupsins

Menning
Fréttamynd

C vítamín liðkar liðina

Margir þjást af liðagigt eða stirðleika og óþægindum í liðamótum. Nú hefur komið í ljós að C vítamín sem kemur beint úr fæðunni getur reynst fyrirbyggjandi gegn sjúkdómum og óþægindum í liðum.

Menning
Fréttamynd

Hvellir og skellir eru verstir

Síðustu ár hafa erlendar rannsóknir sýnt að greinileg aukning er á heyrnarskaða hjá ungu fólki og heyrn þess er að verða eins og hún var hjá miðaldra fólki í næstu kynslóð á undan

Menning
Fréttamynd

Lífið snýst um hegðun

Hegðun er það sem lífið snýst um segir heimþekktur fræðimaður á sviði atferlisgreiningar sem staddur er hér á landi vegna stofnunar samtaka áhugafólks um atferlisgreiningu. 

Menning
Fréttamynd

Ólöglegar lýtaaðgerðir

Kona hefur verið handtekin í Atlanta í Bandaríkjunum fyrir að stunda lýtalækningar án lækningaleyfis en hún er sögð hafa sprautað sílikoni í brjóst og mjaðmir kvenna sem fastar eru í karlmannslíkama. Verna Barnett, 45 ára, sem var þekkt einungis af fyrra nafni sínu í hópi dragdrottninga og kynskiptinga sem voru viðskiptavinir hennar, framkvæmdi aðgerðirnar á heimili sínu í Norcross.

Menning