Húsnæðismál

Húsnæðismál

Fréttamynd

Tvö af hverjum þremur nýjum störfum síðasta árið orðið til í opin­bera geiranum

Frá miðju síðasta ári hafa um tvö af hverjum þremur nýjum störfum sem bættust við íslenskan vinnumarkað orðið til hjá opinbera geiranum á meðan vísbendingar eru um að það dragi á sama tíma talsvert úr fjölgun starfa í einkageiranum. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að stjórnvöld hljóti að leita allra leiða til að draga úr spennu á vinnumarkaði, sem hefur átt sinn þátt í að viðhalda þrálátri verðbólgu, með því að horfa þar til eigin umsvifa.

Innherji
Fréttamynd

Allt bendi til sam­særis gegn ís­lensku þjóðinni

Formaður Leigjendasamtakanna sakar stjórnvöld um að vísvitandi búa til þjóðfélagshóp sem búi ekki við húsnæðisöryggi og segir staðan á leigumarkaði talsvert verri en tölur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar gefa til kynna.

Innlent
Fréttamynd

Þrír virkir leit­endur fyrir hvern leigu­samning

Leigumarkaðurinn ber enn merki töluverðrar eftirspurnarspennu og hefur markaðsleiga ekki hækkað jafn mikið umfram verðbólgu í sjö ár. Alls voru þrír í virkri leit að leiguhúsnæði fyrir hvern nýjan leigusamning á leiguvefnum myigloo.is í júlí. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ís­lendingar eyða og eyða þrátt fyrir verð­bólgu og háa vexti

Ekkert lát er á eyðslu og neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna og enn er mikil þensla á húsnæðismarkaði sem keyrir verðbólguna áfram. Forsætisráðherra segir hagvöxt enn og aftur langt umfram spár. Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta þegar heimilin flýi með húsnæðislánin í skjól verðtryggingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Leggur til að hjólhýsabyggðin verði við Rauða­vatn eða í Gufu­nesi

Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu á fund borgarráðs um að hjólhýsabyggðinni í Reykjavík verði fundin ný staðsetning. Eins og stendur eru þau í Sævarhöfða.  Kolbrún leggur í tillögu sinni til sex svæði sem hún vill að séu metin með tilliti til umhverfisáhrifa og kostnaðar. 

Innlent
Fréttamynd

Tölum um mann­virkja­rann­sóknir

Hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) er allri umræðu um mannvirkjarannsóknir tekið fagnandi. Við búum við jarðhræringar og mikinn veðurofsa. Því verjum við mestum hluta lífs okkar innandyra. Híbýli okkar þurfa af þeim sökum að vera örugg og standast það álag sem á þau verka.

Skoðun
Fréttamynd

Það er hægt að lækka byggingar­kostnað á Ís­landi

Sönn saga úr hversdagsleikanum: Ungur maður langaði að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Foreldrar hans, sem eru ágætlega stæð, vildu styðja við son sinn og varð úr að hann myndi leigja bílskúrinn sem var innréttaður sem íbúð. Leigan var 250.000 kr á mánuði, foreldrarnir lögðu einnig fram 250.000 kr á mánuði þannig að sparnaður upp í fyrstu íbúðina var hálf milljón á mánuði eða 12 milljónir á tveimur árum.

Skoðun
Fréttamynd

Ein og hálf milljón í sekt vegna leyfis­lausrar Airbnb út­­leigu

Maður þarf að greiða stjórnvaldssekt að upphæð 1.471.500 króna, eftir að hafa leigt út fjórar íbúðir í gegnum Airbnb án tilskilins rekstrarleyfis á árunum 2019-2021. Við ákvörðun sektar var tillit tekið til þess að hann hefði ekki gerst brotlegur gegn reglunum áður, og hefði endurnýjað leyfið eftir ábendingar sýslumanns. Sektin var lækkuð í málsmeðferð ráðuneytisins, en hún var upphaflega 4.960.000 krónur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

ÉG ÞORI!

Enginn sem freistar þess að koma sér þaki yfir höfuðið í því stjórnleysi sem hér ríkir, getur gert sér í hugarlund hvaða vinnuþrælkun og fjötrar munu binda hann til framtíðar.

Skoðun
Fréttamynd

Myndlistaskólinn yfir­gefur JL-húsið

Myndlistaskólinn í Reykjavík flytur starfsemi sína frá Hringbrautinni þar sem hann hefur verið til húsa í aldarfjórðung. Flutningar í nýtt húsnæði á Rauðarárstíg 10 við Hlemm fara fram um mánaðarmótin.

Innlent
Fréttamynd

„Okkur þykir mjög miður að þetta hafi gerst“

Verkefnastjóri segir miður að steypuryk frá niðurrifsframkvæmdum á Kirkjusandi hafi fokið yfir íbúðahverfi í Laugarnesi. Auka hefur þurft öryggisgæslu á svæðinu eftir að í ljós kom að fólk hefur farið inn á svæðið í leyfisleysi.

Innlent
Fréttamynd

Loftefni hrundi í húsi sem fæst ekki uppkeypt

Halla Kristín Sveinsdóttir Grindvíkingur rak upp stór augu þegar hún uppgötvaði að loftefni hefði hrunið til jarðar í aðalrými húss í hennar eigu við Borgarhraun í dag. Vegna þess að húsið er í eigu félags hennar fæst það ekki uppkeypt af Þórkötlu og Halla situr uppi með skuldirnar. 

Innlent
Fréttamynd

„Við erum ekki eitt­hvað hyski“

Íbúar í hjólhýsabyggð á Sævarhöfða segja afstöðu borgarstjóra vera fordómafulla og kalla eftir því að þeim verði komið fyrir á viðunandi stað. Núverandi fyrirkomulag ógni lífi þeirra og heilsu

Innlent
Fréttamynd

Bendir í­búum á tjald­svæði í grennd við borgina

„Ég hef ekki verið hlynntur þessari þróun að Reykjavíkurborg búi til hjólhýsagarð sem sérstakt húsnæðisúrræði. Aðal atriðið er það að byggja nóg til þess að allir geti fundið þak yfir höfuðið og mæta sérstaklega lágtekjuhópum með sérstökum úrræðum og það erum við að gera.“

Innlent
Fréttamynd

Segir stöðuna auka líkur á að kjara­samningum verði sagt upp

Leiguverð hefur hækkað um þrettán prósent síðastliðið ár og hefur hækkað meira en almennt verðlag og íbúðaverð. Staðan á húsnæðismarkaði og langvarandi hátt vaxtastig er algjör forsendubrestur og eykur líkur á að nýgerðum kjarasamningum verði sagt upp við endurskoðun þeirra á næsta ári að sögn formanns VR.

Innlent
Fréttamynd

Hver eru á­hrif þess að selja sumar­bú­stað?

Fastir liðir í útvarpi á sumrin hafa lítið breyst á undanförnum árum. Bylgjulestin er með skottið fullt af stuði, veðurfræðingur svarar fyrir 11 gráður og rigningu og Magnús Hlynur segir frá hundi sem kann eitthvað voða áhugavert.

Skoðun
Fréttamynd

Leigu­verð heldur á­fram að hækka

Vísitala leiguverðs hækkaði um 2,5 prósent í júní, og mælist því árshækkun vísitölunnar um þrettán prósent. Vísitala leiguverðs hefur hækkað talsvert umfram verðbólgu og íbúðaverð á síðastliðnu ári.

Viðskipti innlent