Innrás Rússa í Úkraínu

Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttir af yfirstandandi innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022.

Fréttamynd

Í basli með að senda hlébarða til Úkraínu

Úkraínumönnum hefur verið lofað tugum vestrænna skriðdreka á næstu vikum og mánuðum. Minnst fjórir hafa þegar verið sendir til landsins og er verið að þjálfa hermenn á skriðdrekana í nokkrum löndum. Ríki Evrópu eiga þó í basli með að standa við stóru orðin og gengur erfiðlega að finna skriðdreka.

Erlent
Fréttamynd

Finnar byrja að girða sig af frá Rúss­landi

Framkvæmdir við girðingu á hluta landamæra Finnlands og Rússlands eru hafnar. Finnska landamærastofnunin segir að girðingin verði þriggja metra há með gaddavír ofan á henni. Tilgangurinn sé að tryggja landamærin frekar.

Erlent
Fréttamynd

Skiljum við hvað er í húfi?

Árið er 2023 og getum við ekki öll verið sammála um að þrátt fyrir að ýmislegt megi bæta í íslensku samfélagi þá standa okkar grunngildi og þjóðfélagsskipan traustum fótum? Frelsi einstaklinga, sjálfsákvörðunarréttur okkar sem þjóðar og virðing fyrir landhelgi. Er þetta ekki allt komið til að vera?

Skoðun
Fréttamynd

Xi sagður efast um getu Kínverja til að taka Taívan

Xi Jinping, forseti Kína, efast um getu kínverska hersins til að hertaka Taívan en þær efasemdir eiga rætur í slæmu gengi Rússa í Úkraínu. Þetta sagði William Burns, yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), í viðtali í gær.

Erlent
Fréttamynd

Getum við stjórnað fortíðinni?

Bókin 1984 eftir George Orwell er hrollvekjandi framtíðarsaga sem kom fyrst út árið 1949. Í bókinni lýsir höfundur framtíðarsýn þar sem hið opinbera stýrir öllu, stóru og smáu – jafnvel hugsunum borgaranna. Bókin segir frá Winston Smith sem býr í London og starfar þar í skjaladeild sannleiksráðuneytisins. Starf Winstons í ráðuneytinu felst í því að endurskrifa söguleg skjöl svo þau stangist ekki á við línu Flokksins sem breytist sífellt.

Skoðun
Fréttamynd

Vill ræða friðartillögur Kínverja við Xi

Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segist ætla að funda með Xi Jinping, forseta Kína, til þess að ræða tillögur Kínverja um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Hann vill meðal annars fullvissa sig um að Kínverjar ætli ekki að selja Rússum vopn.

Erlent
Fréttamynd

Flúðu hörmungar í heima­landinu: „Stríðið hófst í raun og veru árið 2014“

Þrír Úkraínumenn sem hafa sest að hér á landi eftir að innrás Rússa hófst segja stöðuna í heimalandinu áfram erfiða. Þau þakka fyrir stuðning Íslendinga og segjast hafa fengið góðar móttökur, þó flóttinn hafi falið í sér ýmsar fórnir. Öll segjast þau elska heimalandið og eru fullviss um sigur Úkraínu en það muni taka tíma. Ein sem kom upprunalega frá Donbas bendir á að stríðið hafi í raun staðið yfir í níu ár.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu Hlébarðarnir komnir til Úkraínu og Selenskí heitir sigri

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hét því í morgun að Úkraína myndi bera sigur úr býtum gegn Rússum. Þetta sagði hann í ávarpi er hann markaði það að ár er liðið frá því innrás Rússa hófst en Selenskí sagði þetta ár vera ár sársauka, sorgar, trúar og samstöðu. 

Erlent
Fréttamynd

Bein útsending: 24. febrúar – Ár frá innrás

Alþjóðamálastofun Háskóla Íslands stendur fyrir ráðstefnu í dag í tilefni af því að ár sé liðið frá innrás Rússlands í Úkraínu. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Úkraínuverkefni Háskóla Íslands og hefst klukkan 12.

Innlent
Fréttamynd

Taka lít­ið mark á yf­ir­lýs­ing­u Rúss­a um inn­rás Úkra­ín­u­mann­a

Ríkisstjórn Moldóvu gefur lítið fyrir ásakanir Varnarmálaráðuneytis Rússlands um að Úkraínumenn ætli sér að gera innrás í Transnistríu, hérað í Moldóvu þar sem rússneski herinn er með viðveru. Rússar hafa haldið því fram að úkraínskir hermenn, klæddir eins og Rússar, ætli að sviðsetja einhvers konar ögrun sem Úkraínumenn ætli að nota sem átyllu til innrásar.

Erlent
Fréttamynd

Vilja að vestur­veldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar

Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári.

Erlent
Fréttamynd

Bjöguð heims­mynd Pútíns

Í dag er ár liðið frá innrás Vladimírs Pútíns í Úkraínu. Tæplega nítján þúsund almennra borgara hafa fallið.Yfir átta milljón flóttamanna eru á vergangi í Evrópu og heimili margra þeirra eru rústir einar.Breið samstaða Vesturlanda með Úkraínu er aðdáunarverð. Það er brýn nauðsyn að svara neyðarkalli úkraínsku þjóðarinnar. Engu að síður hefur ekki tekist að sannfæra alla um nauðsyn þess.

Skoðun
Fréttamynd

Ár eyðileggingar og hörmunga

Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

For­dæma inn­rásina einu ári síðar

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna greiddi í dag atkvæði um að fordæma innrás Rússa í Úkraínu. Ályktunin var samþykkt með afgerandi meirihluta. Kína var á meðal þjóða sem sat hjá.

Erlent
Fréttamynd

Skoða að birta gögn um mögulega hernaðaraðstoð Kína

Innan ríkisstjórnar Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna, standa nú yfir umræður um það hvort opinbera eigi upplýsingar sem taldar eru sýna fram á að yfirvöld í Kína séu að íhuga að senda Rússum vopn og hergögn. Það yrði þá gert fyrir fund Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á morgun sem marka mun það að ár er liðið frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst.

Erlent
Fréttamynd

Björn Bjarnason hundskammar Moggamenn

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins og ritstjórnarfulltrúi Morgunblaðsins, hundskammar Morgunblaðið fyrir að hafa birt athugasemdalaust grein eftir Mikhael Noskov, sendiherra Rússa sem Björn segir lygaþvætting.

Innlent
Fréttamynd

Klitschko segir Bach spila leik við Rússa

Bræðurnir Vitali og Vladimir Klitschko kalla eftir harðari aðgerðum Alþjóðaólympíunefndarinnar gegn Rússum. Sá fyrrnefndi hefur boðið forseta nefndarinnar, Thomasi Bach, í heimsókn til Kiev.

Sport
Fréttamynd

Guterres fordæmir framferði Rússa

Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, hélt ræðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í nótt þar sem hann kallaði innrás Rússa í Úkraínu móðgun við sameiginlega samvisku heimsbyggðarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Pútín dá­­samaður á mikilli hyllingar­­sam­komu í Moskvu

Biden Bandaríkjaforseti fundaði í dag í Varsjá með leiðtogum níu aðildarríkja NATO í austur Evrópu um varnir álfunnar og stuðning við Úkraínu. Pútín reyndi að fá Kínverja til liðs við sig og mætti síðan á hyllingarsamkomu með stuðningsmönnum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Al­þingi ræðir á­lyktun um hungur­sneyðina í Úkraínu sem hóp­morð

Þingmenn allra flokka eru á þingsályktunartillögu sem rædd verður á Alþingi í dag um að hungursneyðin í Úkraínu í upphafi fjórða áratugar síðustu aldar hafi verið hópmorð. Milljónir manna í Úkraínu og Moldóvu létust úr hungri vegna aðgerða Jósefs Stalíns þáverandi einræðisherra Sovétríkjanna.

Innlent
Fréttamynd

Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda

Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs.

Erlent
Fréttamynd

„Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“

Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Xi sagður hyggja á ferð til Moskvu

Xi Jinping, forseti Kína, er að undirbúa ferð til Moskvu þar sem hann mun funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þessi ferð á að eiga sér stað á næstu mánuðum en ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því að Kínverjar ætli að aðstoða Rússa með því að veita þeim hergögn.

Erlent
Fréttamynd

Kokk­ur Pút­íns sak­ar yf­ir­menn hers­ins um land­ráð

Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gjarnan er kallaður „kokkur Pútíns“, sakaði Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og Valery Gerasimov, formann herforingjaráðs Rússlands og yfirherforingja innrásarinnar í Úkraínu, um að reyna að gera út af málaliðahópinn Wagner Group. Prigozhin sagði Shoigu og Gerasimov vera seka um landráð.

Erlent
Fréttamynd

Lítið sem kom á óvart í stefnuræðu Pútíns

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hét því enn og aftur fram í morgun að Rússar bæru ekki ábyrgð á stríðinu í Úkraínu og að Vesturlönd væru að reyna að gera útaf við ríkið. Þetta sagði Pútín í stefnuræðu sinni sem hann hélt í dag. Ræðuna átti fyrst að halda í desember en henni var frestað vegna stríðsins í Úkraínu.

Erlent