Fimm góð ráð til þess að draga úr jólastressi og kvíða hjá börnum „Hátíðirnar eru rosalega skemmtilegur tími en hann getur líka verið rosalega annasamur. Þá er mjög vert að huga að því að streita og kvíði geta farið að einkenna börnin okkar,“ segir Ásgerður Guðmundsdóttir hjá Vinnuheilsu. Ásgerður var gestur Óskar Gunnars á FM957 þar sem hún fór yfir það hvernig draga mætti úr stressi og kvíða barna yfir hátíðirnar. Jól 30. nóvember 2022 15:04
„Uppskera og lokahóf menningarársins“ Gallery Port stendur fyrir samsýningunum Jólagestir Gallery Port og Laufabrauð sjöundu jólin í röð en sýningin opnar næstkomandi laugardag. Þar gefst gestum og gangandi tækifæri á að sjá og upplifa verk einhverra fremstu listamanna landsins en sýningin er jafnframt sölusýning. Menning 30. nóvember 2022 14:01
Huggulegt um jólin? Hver stendur þriðju vaktina í aðdraganda jólanna? Á bakvið hverja huggulega jólahátíð er kona* sem hefur séð til þess að öll fái réttu pakkana, krakkarnir séu í betri fötunum, matarborðið sé hátíðlegt, kertin endurnýjuð og að allir litlu hlutirnir séu til staðar sem gera jólin að einhverju öðru en hversdagslegu matarboði, án þess að nokkur hafi endilega haft orð á því. Skoðun 30. nóvember 2022 12:31
Vill ekki að kirkjuheimsóknir leggist af Þingkona Sjálfstæðisflokksins segir kirkjuna ekki senda góð skilaboð nú í aðdraganda jólanna, en sumir söfnuðir á höfuðborgarsvæðinu hafa skrúfað fyrir heimsóknir barna á skólatíma þessa aðventuna. Innlent 29. nóvember 2022 19:20
Hefur þurft aðstoð Björgunarsveitarinnar til að ferja sig í og úr giggi „Það er svo margt sem maður á eftir í lífinu, ég hef aldrei áður haldið jólatónleika sjálf," segir stórsöngkonan og sjarmatröllið Sigrún Hjálmtýsdóttir í viðtali við Bakaríið á Bylgjunni síðasta laugardag. Lífið 29. nóvember 2022 08:04
„Við getum ekki leyft Pútín að stela jólunum okkar“ Borgaryfirvöld í Kænugarði hyggjast reisa jólatré út um alla borg til að sýna að Rússum takist ekki að berja niður jólaanda borgarbúa, þrátt fyrir sprengjuárásir og orkuskort. Erlent 29. nóvember 2022 07:45
Karlakór Reykjavíkur flytur inn vinakór sinn frá Færeyjum Karlakór Reykjavíkur flytur inn vinakór sinn, Tórshavnar Manskór, frá Færeyjum til þess að taka þátt í hátíðartónleikum. Tónleikarnir fara fram á aðventu í Hallgrímskirkju og hafa verið árleg hefð síðustu þrjátíu árin. Jól 28. nóvember 2022 17:31
Stjörnulífið: Fyrsti í aðventu, kókoshnetur og „góður dagur með Sönnu Marin“ Fyrsti í aðventu var í gær og það eina sem ætti að vera framundan eru jólaljós, heitt kakó, skreytingar og gleði í hjörtum. Listamenn landsins eru að gíra sig í gang fyrir jólatörnina og er spennan í hámarki. Lífið 28. nóvember 2022 11:32
Galdrar gerast við spilaborðið „Ég er oft spurð hvert sé mitt uppáhalds spil eða hvaða spil ég spili mest en það fer allt eftir því við hvern ég er að spila hvaða spil verður fyrir valinu í hvert sinn. Það er samveran sem skiptir langmestu máli, samræðurnar, tengingin og samskiptin sem verða milli þeirra sem spila. Samstarf 28. nóvember 2022 10:48
Selma Björns og Sigga Beinteins gefa út jólalag saman Söng- og vinkonurnar Selma Björns og Sigga Beinteins hafa sent frá sér jólalagið Klædd í rautt. Vignir Snær Vigfússon sá um upptökur og útsetningu. Jóhann Axel Andersen íslenskaði texta lagsins Wrapped in Red. Jól 28. nóvember 2022 09:31
Frönsk og ítölsk matarmenning á flottasta horni Reykjavíkur „Við opnuðum staðinn í maí 2020 viðtökurnar hafa verið frábærar. Við erum auðvitað með eitt af bestu útisvæðum í borginni sem er æðislegt á sumrin og svo erum við á einu fallegasta horni bæjarins. Nú fyrst erum við að upplifa það að hafa túristana með í viðskiptavinahópnum sem er auðvitað bara frábær viðbót. Við hlökkum mikið til að taka á móti ykkur yfir hátíðarnar,“ segir Margrét Ríkharðsdóttir, yfirkokkur á Duck and Rose, sem er veitingastaður vikunnar á Vísi. Lífið samstarf 28. nóvember 2022 09:00
Gera geggjuð fjölskyldujólakort: „Ekki einu sinni mamma veit neitt“ „Það eru allir alla leið í þessu. Eða „all in“ eins og maður segir. Krakkarnir meira að segja pressa á okkur hvenær við ráðumst í þetta. Tengdabörn eru með. Vinir og vandamenn spyrja hvað megi búast við með næsta jólakorti,“ segja hjónin Lóa Dís Finnsdóttir og Torfi Agnarsson um fjölskyldujólakortin sem send hafa verið út síðustu árin og vægast sagt vekja athygli. Jól 28. nóvember 2022 07:00
Hátíðarstemning við tendrun Óslóartrésins Ljósin á Óslóartrénu voru tendruð á Austurvelli síðdegis í dag, á þessum fyrsta sunnudegi aðventu. Líf og fjör var í miðborginni og borgarbúar sungu jólalög á meðan ljósin voru tendruð. Jól 27. nóvember 2022 22:10
Afsláttardagar færa til jólaverslun Miklir afsláttardagar standa nú yfir í verslunum að erlendri fyrirmynd. Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir landsmenn duglega að nýta sér afslættina, sem séu kærkomnir svona rétt fyrir jól. Neytendur 27. nóvember 2022 18:36
Ljós Oslóartrésins tendruð Ljós Oslóartrésins verða tendruð við hátíðlega athöfn á Austurvelli klukkan 16 í dag, fyrsta sunnudag í aðventu. Innlent 27. nóvember 2022 12:06
Pallíettur, pils og Peaky Blinders einkenna jólatískuna í ár Í dag er fyrsti sunnudagur í aðventu og jólatónleikar, jólahlaðborð, jólaboð og hinir ýmsu viðburðir því á næsta leyti. Það er því ekki seinna vænna að byrja huga að því hverju skal klæðast yfir hátíðirnar. Vísir ræddi við Evu Birnu Ormslev, eina fremstu tískudrottningu landsins, um hvað verður heitast í jólatískunni í ár. Jól 27. nóvember 2022 11:00
Vaxandi veldi Sifjar Jakobs: „Þú þarft að sanna þig og það tekur tíma“ Merki hennar er selt í yfir tvö þúsund verslunum í 34 löndum og á meðal viðskiptavina eru danska konungsfjölskyldan og stjörnur á borð við Beckham fjölskylduna, Miley Cyrus og Katy Perry. Íslenski skartgripahönnuðurinn Sif Jakobsdóttir er hvergi nærri hætt og stefnir enn hærra. Lífið 27. nóvember 2022 10:00
„Algjörlega búinn að fá nóg af þessu kirkjukjaftæði“ Líkt og síðustu ár gefur Bítið á Bylgjunni út fallegt jólalag fyrir hátíðarnar. Lagið í ár samdi Bjartmar Guðlaugsson. Jól 25. nóvember 2022 16:30
„Jólin eru tíminn fyrir okkur að vera á einum stað og njóta“ Tónlistarkonan Laufey er með sanni rísandi súperstjarna í hinum stóra tónlistarheimi og hefur haldið tónleika víðsvegar. Hérlendis hélt hún tvenna uppselda tónleika í Hörpu í lok október og kom fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves fyrir stútfullum sal í Fríkirkjunni á milli þess sem hún var í tónleikaferðalagi um Evrópu. Tónlist 25. nóvember 2022 13:25
Samdi lög á nýja plötu meðan hann glímdi við erfið veikindi Valgeir Guðjónsson, einn af dáðustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, lét erfið tíðindi ekki stöðva textasmíðina á árinu. Hann greindist með krabbamein í fyrra en með líftæknimeðferð og stuðningi fjölskyldunnar hafðist sigur á meininu. Von er á plötu frá Valgeiri með vorinu, með hækkandi sól og komu farfuglanna til landsins. Lífið 25. nóvember 2022 10:31
Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jóladagatöl koma í öllum stærðum og gerðum. Eitt eiga þau öll sameiginlegt og það er að þau veita unað á einn hátt eða annan. Hér að neðan má sjá nokkrar vinsælar hugmyndir af dagatölum fyrir fullorðna sem fást á Íslandi til þess að auðvelda biðina í desember fram að jólum. Jól 23. nóvember 2022 20:01
„Ást er að hætta aldrei að reyna“ Hún segir rómantíkina liggja í litlu hlutunum, leggur mikinn metnaði í að halda í neistann í sambandinu og kýs símalaus stefnumót. Markaðsmanneskjan og kynlífstækjadrottningin Gerður Huld Arinbjarnardóttir talar um ástina í viðtali við Makamál. Lífið 23. nóvember 2022 11:32
Veiðihornið - traust fjölskyldufyrirtæki í aldarfjórðung Veiðihornið er fjölskyldufyrirtæki, byggt á gömlum grunni en þau Ólafur Vigfússon og María Anna Clausen festu kaup á elstu veiðibúð landsins, Veiðimanninum, árið 1998. Veiðihornið fagnar því 25 ára starfsafmæli nk. febrúar og er í dag langstærsta veiðibúð landsins. Samstarf 21. nóvember 2022 09:07
Góð ráð í jólaprófunum Desembermánuður nálgast óðfluga og eru margir sem tengja hann við kertaljós, bakstur, jólatónlist og almenn huggulegheit. Lífið 20. nóvember 2022 09:01
Sjáðu ljós jólakattarins tendruð Jólakötturinn var tendraður á Lækjartorgi síðdegis í dag en kötturinn er orðinn einn helsti boðberi jóla í Reykjavík. Lífið 19. nóvember 2022 20:29
Svörtudagstilboð Boozt auðveldar jólagjafakaupin Nýttu þér Svörtudagstilboð Boozt og kláraðu jólagjafirnar á frábærum kjörum í kósýheitum heima laus við allt stress. Samstarf 18. nóvember 2022 15:11
Fyrsta jólalag Helga Björns í yfir 25 ár Gleðipinninn Helgi Björnsson er löngu orðinn fastagestur í útvarpstækjum landsmanna hver einustu jól. Helgi hafði hins vegar ekki gefið út nýtt jólalag síðan hann gaf út lagið ódauðlega Ef ég nenni. Nú yfir 25 árum síðar sendir Helgi frá sér glænýtt jólalag, Gjöf merkt þér. Jól 18. nóvember 2022 13:00
Hvernig Hjálpartækjabankinn varð að Eirbergi Verslunin Eirberg er mörgum kunn en það sem ekki margir vita er að grunnur fyrirtækisins er gamli góði Hjálpartækjabankinn sem þjónustaði almenning á áttunda og níunda áratuginum með úrval vara sem bættu heilsu og vellíðan fólks. Samstarf 18. nóvember 2022 13:00
Ólíkar nálganir á hið alræmda jólastress Systkinin Álfgrímur og Þorgerður Ása voru að gefa út nýtt jólalagið sem ber nafnið „Jólin eru tíminn“. Það er greinilegt að jólaandinn lifir í þessum söngelsku systkinum þar sem þetta er í annað sinn sem þau gefa út jólalag saman. Jól 18. nóvember 2022 10:30
Hallmark hringir inn jólin Hver elskar ekki velgjulega væmnar sjónvarpsmyndir þar sem allt fer á besta veg að lokum? Auðvitað eru einhverjir skröggar þarna úti sem vilja ekkert af slíku vita en aðdragandi jóla er gósentíð fyrir okkur hin þegar hinar ástsælu Hallmark-jólamyndir fara að birtast á Stöð 2 og Stöð 2+ og í augum margra eru þær jafn nauðsynlegar um jólin og malt og appelsín, hálfmánar með sveskjusultu og frómasinn hennar ömmu. Lífið samstarf 18. nóvember 2022 08:30