Aldrei séð annað eins: IceGuys seldi nítján þúsund miða Um nítján þúsund miðar hafa selst á jólatónleika IceGuys í Laugardalshöll. Skipuleggjandi segist aldrei hafa séð annað eins, unnið er að því að bæta við aukatónleikum en einungis örfáir miðar eru enn eftir. Tónlist 3. september 2024 11:31
Fjörutíu blaðamönnum boðið en enginn mætti Emmsjé Gauti hyggst snúa aftur heim í Breiðholt með árlega jólatónleika sína Julevenner. Tónleikarnir munu fara fram í glænýju ÍR heimili í ár og flytjast því frá Háskólabíó þar sem þeir hafa farið fram undanfarin ár. Tónlistarmaðurinn hélt blaðamannafund af þessu tilefni þar sem mæting var dræmari en hann átti von á. Tónlist 28. ágúst 2024 15:12
Björgvin Halldórs kveður í desember Jólagestir Björgvins 2024 verða þeir síðustu þar sem Björgvin Halldórsson er gestgjafi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu en líkt og alþjóð veit hefur söngvarinn góðkunni verið andlit tónleikanna frá upphafi. Tónlist 12. júní 2024 13:01
Leikskólar Árborgar verða lokaðir á milli jóla- og nýárs Nýtt tilraunaverkefni er að hefjast í leikskólum Árborgar þar sem ákveðið hefur verið að leikskólar verði lokaðir á mill jóla- og nýárs. Þá hefur menntuðum leikskólakennurum fækkað í leikskólum Árborgar, sem er mikið áhyggjuefni en sex leikskólar eru í sveitarfélaginu með um 660 börnum. Innlent 5. maí 2024 14:30
Álfa- og jólahúsið í Laugardalnum heyrir sögunni til Birna Sigmundsdóttir hefur komið upp miklu jólaþorpi í garði sínum að Dragavegi fimm í Laugardalnum ár hvert í fimmtán ár. Nú standa yfir nágrannaerjur við fólk á efri hæðinni sem vill ekkert með skreytingarnar hafa. Birna hefur yfirleitt skreytt garðinn með álfastyttum í stað jólakrauts á sumrin. Lífið 29. apríl 2024 17:38
Hestar háma í sig jólatré í Þorlákshöfn Það eru engu líkara en hestar í Þorlákshöfn séu meðvitaðir um hvað sé góð endurnýting því margir þeirra éta jólatré með bestu lyst. Innlent 21. janúar 2024 20:30
Undur jólanna! Jólunum er lokið. Sennilega lauk þeim fyrir þó nokkru síðan hjá allflestum. En miðað við hina klassísku 13 jóladaga lauk jólahátíðinni formlega á laugardaginn var, á þrettándanum Skoðun 8. janúar 2024 07:01
Þrettándabrennur víða um land Þrettándagleði fer nú víða fram um landið en á þessum degi kveðjum við Íslendingar jólahátíðina. Brennur eru í nánast hverju sveitarfélagi. Innlent 6. janúar 2024 21:14
Fjórtán prósent landsmanna höfðu ekki efni á jólunum Fjórtán prósent landsmanna höfðu ekki efni á jólahaldinu og er það fimm prósentustigum fleiri en árið á undan. Þetta kemur fram í þjóðarpúlsi Gallup. Innlent 6. janúar 2024 10:07
Svín með jólasveinahúfu og jólaskraut Svín á sveitabæ á Suðurlandi hafa notið jólahátíðarinnar ekki síður en mannfólkið, því þau hafa fengið jólaskraut í stíurnar sínar og jólasveinahúfan er á sínum stað á þeim. Lífið 31. desember 2023 14:30
Margir eiga í miklum erfiðleikum með að halda jól Tæpur þriðjungur landsmanna segir krefjandi fyrir sig fjárhagslega að halda jól og tæp tíu prósent eiga í miklum erfiðleikum með hátíðarhöldin. Sjötíu prósent segja jólahaldið þó engin áhrif hafa á skuldastöðu sína. Innlent 31. desember 2023 10:11
Katrín og Þorgerður sendu jólakveðju klæddar leðri Katrín Oddsdóttir lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir, tónlistar- og útvarpskona, birtu skemmtilega jólakveðju á samfélagsmiðlinum Instagram. Lífið 29. desember 2023 13:22
Árið 2024 verður tími breytinga í lífi Friðriks Ómars Skemmtikrafturinn Friðrik Ómar ætlar að halda upp á áramót í Færeyjum með vini sínum Jogvan Hansen og fjölskyldu hans. Friðrik Ómar segist leita svara úti í Færeyjum. Menning 29. desember 2023 08:01
Notuð bókasafnsbók versta jólagjöfin Fjöldi fólks skilaði jólagjöfum í Kringlunni í gær þegar verslanir voru opnaðar á ný eftir jólahátíðina. Einn sagði hnífasett bestu gjöfina en notaða bók þá allra verstu. Innlent 28. desember 2023 10:03
Gjafakort virki svo sannarlega á útsölum Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir gjafakort svo sannarlega virka á útsölum. Hann hafi farið með rangt mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann fullyrti hið gagnstæða. Rætt var um jólaverslunina í ár í þættinum í morgun. Neytendur 27. desember 2023 15:29
Vildi breyta til um jólin eftir andlát mömmu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir fjölskylduna sína hafa viljað breyta til um jólin eftir andlát mömmu hennar. Lífið 27. desember 2023 14:00
Verið að afvatna íslenskt þjóðerni og menningu Ármann Reynisson rithöfundur var fenginn til að halda jólapredikun í kirkju Óháða safnaðarins við Stakkahlíð og hann lét ekki segja sér það tvisvar. Ármann flutti hörku ádrepu og klöppuðu viðstaddir á stöku stað, sem ekki hefur tíðkast í kirkjum fram til þessa. Innlent 27. desember 2023 13:50
Rómantísk jól eftir að hafa verið ein í nokkur ár Fegurðardrottningin og athafnakonan Linda Pétursdóttir fagnaði jólahátíðinni í faðmi spænska kærastans Jaime og upplifði loks rómantísk jól eftir að hafa verið ein í nokkur ár. Parið kynntist fyrr á árinu og virðist ástin blómstra á milli þeirra. Lífið 27. desember 2023 13:23
Áramótasprengjur sem vekja upp sanna nostalgíu Fyrir um áratug síðan buðu Banana- og Jarðarberjasprengjurnar frá Nóa Síríus bragðlaukum landsmanna upp í dans og slógu svo sannarlega í gegn. Lífið samstarf 27. desember 2023 11:30
Stjörnulífið: Hátíðarhöld, seiðandi kjólar og rafrænar jólakveðjur Jólahald og hátíðarkveðjur var áberandi á samfélagsmiðlum hjá stjörnum landsins sem virðast hafa notið jólahátíðarinnar. Lífið 27. desember 2023 11:06
„Handtekinn á aðfangadagskvöld fyrir það eitt að vera svartur“ Þeldökkur karlmaður, sem var á leið heim úr vinnu á aðfangadag, var handtekinn og fluttur á lögreglustöð til yfirheyrslu fyrir að vera ekki með persónuskilríki meðferðis. Stjúpmóðir hans segir þeldökka syni sína margoft hafa lent í aðför lögreglu en nú sé nóg komið. Innlent 26. desember 2023 23:16
Björgunarsveitir kallaðar út vegna bíla sem sátu fastir á heiðinni Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa haft í nógu að snúast vegna þungrar færðar allt í kring um borgina. Nokkrar þeirra voru kallaðar út síðdegis vegna þæfingsfærðar á Mosfellsheiði. Innlent 26. desember 2023 17:58
Áslaug Arna og Kristófer Acox í trylltu stuði á Hax Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra og körfuboltakappinn Kristófer Acox nýttu sér tækifærið að geta sofið út á dögunum og skelltu sér á næturklúbbinn Hax. Vala Kristín og Hilmir Snær skelltu sér í skötu hjá Jóa í Múlakaffi. Lífið 26. desember 2023 17:09
„Mig langar að sýna hvernig gott fólk gerir slæma hluti“ „Jólin koma alveg þó að það sé einhver þvottur í óhreinatauskörfunni. Ég fann fyrir létti þegar ég uppgötvaði það,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir. Hún er viðmælandi í Jólasögu. Menning 26. desember 2023 07:00
Elsti Íslendingurinn stefnir á að verða 110 ára Elsti Íslendingurinn, Þórhildur Magnúsdóttir, sem er 106 ára nýtur jólanna með fjölskyldu sinni en hún á um hundrað afkomendur. Sjálf segist hún stefna á að lifa til 110 ára aldurs því þá er Gissur Páll Gissurarson búin að lofa að syngja í afmælinu hennar. Innlent 25. desember 2023 20:31
Hefðbundið helgihald þrátt fyrir snjóflóðahættuna Óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum var aflétt síðdegis í dag. Björgunarsveitarmaður á Flateyri segir snjóþyngslin ekki hafa aftrað jólahaldi, og fólk í bænum hið rólegasta yfir öllu saman. Innlent 25. desember 2023 17:25
Mannmergð á tjörninni Jólalegt var um að litast í miðbæ Reykjavíkur í dag. Jól 25. desember 2023 17:01
Úkraínumenn halda jólin í desember í fyrsta skiptið Rétttrúnaðarfólk í Úkraínu mun í dag, jóladag, halda jól í desember í fyrsta skiptið. Hingað til hefur þjóðin formlega fagnað jólunum þann 7. janúar, samkvæmt júlíanska tímatalinu. Erlent 25. desember 2023 10:21
Spenntur að halda jólin innilokaður og í friði Snjóflóð hafa fallið í grennd við bæi og helstu vegir eru ýmist ófærir eða lokaðir á Vestjörðum. Björgunarsveitarmaður á Flateyri segir alls ekkert ferðaveður á svæðinu. Hann kippir sér ekkert upp við að halda jólin innilokaður. Óvissustig er áfram í gildi en veðrið á að vera gengið niður að mestu í kvöld. Innlent 24. desember 2023 16:04
Gleðileg jól, kæru lesendur Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sendir lesendum Vísis nær og fjær sínar bestu óskir um gleðileg jól. Innlent 24. desember 2023 16:01