Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Jólin jólin – alls staðar á höfuð­borgar­svæðinu

Reykjavík var nýlega valin einn besti áfangastaður í Evrópu til að upplifa jólastemningu og jólamarkaði samkvæmt vefmiðlinum Roadbook. Þetta er ekki í fyrsta skipti í gegnum tíðina sem Reykjavík er valin ákjósanlegur áfangastaður yfir jól og áramót. Það sem hins vegar var eftirtektarvert var að Jólaþorpið í Hafnarfirði var nefnt sérstaklega í greininni sem stað sem fólk má ekki láta fram hjá sér fara á aðventunni.

Skoðun
Fréttamynd

Pabbi segir, mamma segir – bráðum koma dýrð­leg jól

Það er réttur barna að fá fræðslu um það samfélag sem þau búa í. Við búum í samfélagi þar sem meirihluti þjóðarinnar er skráður í Þjóðkirkjuna. Í skólum landsins fá börn að kynnast helstu trúarbrögðum heimsins. Þau fá fræðslu sem þýðir að hugtök eru útskýrð sem tengjast efninu og viðfangsefnið útskýrt á einfaldan hátt.

Skoðun
Fréttamynd

Skyrgámur stal senunni á Sól­heimum í Gríms­nesi

Skyrgámur stal heldur betur senunni á Sólheimum í Grímsnesi þegar hann mætti galvaskur í kirkjuna á staðnum til að stjórna á jólatónleikum Sólheimakórsins í gær. Hann lét það ekki duga, heldur settist hann líka við trommusettið og fór þar á kostum.

Lífið
Fréttamynd

Bók um blæðingar „líka fyrir okkur karlpungana til að lesa“

Bóksali á Suðurlandi er viss um að jólin verði góð jólabók en viðurkennir þó að lestur jólabóka hafi minnkað og þar kennir hann snjallsímunum um. Bóksalinn gefur út 30 bækur fyrir jólin, meðal annars bók um blæðingar kvenna, sem hefur nú þegar verið tilnefnd til verðlauna.

Lífið
Fréttamynd

Vildu gera al­vöru partýlag fyrir jólin

Rapparinn Emmsjé Gauti er kominn í partýgírinn fyrir jólin en hann var að senda frá sér lagið Partýjól ásamt Steinda Jr. og Þormóði. Lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag.

Tónlist
Fréttamynd

Jóla­ljós á myrkum tímum

Ég skil ekki hvernig á að vera hægt að halda jól í ár. Helmingurinn af því sem ég les á netinu er um þjóðarmorð, hinn helmingurinn um að hafa það kósí um jólin, og þar á milli ekkert nema öskrandi þögn og myrkur. Ég hef setið tvo barnamenningarviðburði nýlega, einn um bækur, hinn um bíómyndir, þar sem spurningin um muninn á að skrifa fyrir börn og fullorðna hefur komið upp. Á báðum stöðum, sama svarið: munurinn er von.

Skoðun
Fréttamynd

Njóta eða þjóta á að­ventu og jólum

Nú er veturinn genginn í garð og rútína og hversdagsleiki orðinn fastur í sessi á flestum heimilum. Margir þekkja að það getur verið heilmikil áskorun að púsla saman öllu því sem þarf að gera í dagsins önn. Boltarnir eru oft ansi margir, bæði í einkalífi og starfi og margir þurfa að hafa sig alla við til að halda öllu gangandi. Þegar álag verður of mikið og varir of lengi getur það haft neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu okkar og við förum að finna fyrir streitu.

Skoðun
Fréttamynd

Heitustu jóla­gjafir ársins fyrir hana

Jólin nálgast nú óðfluga og er ekki seinna vænna að huga að jólagjöfum. Gjafirnar geta verið vandfundnar fyrir þá sem eru manni kærastir en mikilvægt er að minna sig á að það er hugurinn sem gildir. Lífið á Vísi tók saman lista yfir heitustu jólagjafir ársins.

Jól
Fréttamynd

Jólalest Coca-Cola leggur af stað á morgun

Jólalest Coca-Cola er fastur liður í aðventunni og á sér kæran sess í hugum margra. Í ár keyrir jólalestin sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 28. skipti á morgun, laugardaginn 9. desember.

Lífið
Fréttamynd

Besta jóla­gjöfin

Nú á dögum okkar hraða samfélags og komandi jóla er gott að huga að því hvað skiptir í raun máli. Börnin okkar vaxa úr grasi og þroskast hratt og þar á meðal málþroskinn.

Skoðun
Fréttamynd

Passar upp á að vera með­vitaður um for­réttindi sín

Tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr, þekktur sem Emmsjé Gauti, segir spilakvöld áralanga hefð innan fjölskyldunnar á aðventunni þar sem keppnisskapið gerir vart við sig. Til að viðhalda spennunni og bæta í gleðina fyrir jólin ákvað hann og Arnar „no face“, vinur hans og meðstjórnandi hlaðvarpsins Podkastalinn, að gefa út nýtt spil. 

Lífið
Fréttamynd

Jóla­gjöf ársins 2023

Samverustund er jólagjöf ársins samkvæmt Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur og umhverfið! Rannsóknir sýna að þau sem leggja áherslu á samveru, gæðastundir og umhverfisvænni neysluvenjur eru almennt ánægðari með jólin heldur en þau sem leggja áherslu á að eyða peningum og þiggja gjafir.

Skoðun
Fréttamynd

Af­hendir fyrsta jóla­kortið á leiðinni í dag

Göngugarpurinn Einar Skúlason hefur lokið um þriðjungi göngu sinnar fjórum dögum eftir að gangan hófst á mánudag, eða alls um 74 kílómetra. Hann ætlar sér að ganga 280 kílómetra frá Seyðisfirði til Akureyrar, svokallaða póstleið, á tveimur vikum.

Lífið
Fréttamynd

„Ég verð meira jóla­barn með hverju árinu sem líður“

Salka Sól Eyfeld tónlistarkona segist verða meira jólabarn með hverju árinu sem líður. Hún þakkar það börnunum sínum tveimur og segist kunna að meta jólahefðir foreldra sinna enn betur. Laufabrauðsgerð sé órjúfanlegur þáttur í aðdraganda jóla.

Jól
Fréttamynd

Fullt út úr dyrum og fólk beið í röð

Fullt var út úr dyrum þegar Jólasýningin í Ásmundarsal opnaði í sjötta sinn um helgina en samkvæmt forsvarsmönnum sýningarinnar var fólk byrjað að mynda röð hálftíma áður en sýningin opnaði.

Menning
Fréttamynd

Jóla­há­tíðin okkar snýr aftur

Jólahátíðin okkar, jólahátíð fyrir fatlaða, snýr aftur í kvöld. Hátíðin hefur verið haldin árlega í rúma fjóra áratugi en pása var gerð á henni undanfarin ár vegna faraldurs Covid.

Tónlist
Fréttamynd

„Ég hlakka til að sýna henni litla landið mitt“

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, þekktur sem Auður, hlakkar til að verja jólunum í faðmi fjölskyldunnar og kærustunnar Cassöndru á Íslandi. Hann treður upp í Iðnó 16. desember en þetta er í fyrsta sinn sem hann spilar opinberlega á Íslandi eftir að hafa dregið sig í hlé um langt skeið. Auðunn er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Börnin elska jólaþorpið hans afa

Eitt glæsilegasta jólaþorp landsins er að finna í sjálfum höfuðstaðnum og fyllir heilt herbergi. Börnin elska meistaraverkið en mega bara horfa, ekki snerta.

Jól