Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. desember 2024 15:01 Sveinn Rúnar og Björk Vilhjálmsdóttir hafa áður verið í Palestínu yfir hátíðarnar en átökin lita samfélagið þar nú meira en nokkru sinni fyrr. Aðsend Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og heiðursborgari í Palestínu, ver jólunum ásamt eiginkonu sinni í Betlehem í Palestínu. Hann segir dýrmætt að fagna jólunum í Fæðingarkirkjunni sjálfri en að hátíðarhöldin séu mikið lituð af átökum og sorg. Þau hjónin ræddu við blaðamann þar sem þau sátu á Jötutorginu svokallaða þar sem vanalega er allt þakið jólaskreytingum. Stærðar jólatré prýðir torgið yfir hátíðirnar ár hvert en í þetta sinn hafa innfæddir ákveðið að sleppa því. Sveinn var formaður Félagsins Ísland-Palestína um árabil og hefur hann og eiginkona hans, Björk Vilhelmsdóttir, heimsótt Palestínu oft. Þrátt fyrir hátíðleikann um jólin taki átökin á Gasasvæðinu mjög á þjóðina. „Það leggst á alla þjóðina hér og maður finnur algjörlega fyrir því. Þetta er ekki eins og þetta hefur verið áður,“ segir hann. Tómlegt en hátíðarlegt Sveinn og Björk sóttu jólamessu í lúthersku kirkjunni sem er steinsnar frá Jötutorginu þar sem hin fræga Fæðingarkirkja stendur. Kirkjan sem reist var af Konstantínusi mikla á þeim stað sem sagt er að Jesús hafi legið í jötunni á fyrstu jólanóttinni. Tómlegt er um að líta á þessum sögufræga og víðsótta stað. Pílagrímar og aðrir ferðamenn eru vanir að flykkjast til Betlehem yfir hátíðarnar sem knýr stóran gjafavöruiðnað og aðra sölumennsku. Götur Betlehem eru tómlegar þessi jólin.Aðsend „Það er alltaf örvænting þegar umferðin er lítil og það er afar áberandi. Hún er ekki nema örlítið brot af því sem fólk á að venjast. Það er nánast ekkert af ferðamönnum hérna,“ segir hann. Þau hjón hafa lent í ýmsum vandræðum á sínum ferðalögum um Palestínu og Ísrael enda fer Sveinn Rúnar ekkert í grafgötur með afstöðu sína til stjórnvalda í Ísrael. Leyfi fengu þau þó til að komast til Palestínu og dvelja þar í átta daga. Sveinn lýsir því hvernig hjónin voru yfirheyrð aftur og aftur á meðan beðið var niðurstöðu frá ísraelsku leyniþjónustunni um hvort þau fengju inn eður ei. Gestrisni og vinsemd Sveinn segir yndislegt að verja jólunum í Palestínu en að áhrif átakanna á Gasa og víðar setji sitt mark á hátíðarhöldin. „Það er dálítið öðruvísi. Maður finnur ekkert fyrir þessum spenningi sem er heima hja börnunum. Þetta er ákaflega hátíðlegt að vera hérna í messu á aðfangadagskvöld og eins núna á jóladag. En þetta markast náttúrlega mjög af ástandinu á Gasa,“ segir hann. Sveinn og Björk með séra Munther Isaac, sóknarprestur lúthersku kirkjunnar í Betlehem t.v. og Munib Younan, fyrrverandi biskup.Aðsend Þrátt fyrir harm og missi segir Sveinn palestínsku þjóðina alltaf sama sér. „Fólkið er alltaf það sama, elskulegt og þessi makalausa gestrisni og vinsemd sem maður mætir. Það er það sem er áberandi. Það er alveg sama á hverju gengur. Alveg sama við hvaða aðstæður fólk er,“ segir hann. Hugurinn hjá fólkinu í Gasa Björk Vilhelmsdóttir segir sorglegt að sjá hvað þjóðin sé skekin af átökunum. „Það er mjög sorglegt að sjá hvað þjóðin er skekin af stríðinu á Gasa. Það litast allt mannlífið af því. En það er líka yndislegt að koma í Fæðingarkirkjuna og minnast fæðingar Jesús Krists,“ segir hún. Jesúbarnið liggur í jötunni í rústum og vafið kúffíu. Aðsend Allir kirkjugestir á aðfangadagsmessunni hafi tendrað kerti í kringum Jesúbarnið þar sem það liggur í jötunni reifað kúffíu, andspyrnu- og samstöðutákn Palestínumanna. „Það er mjög dýrmætt að vera hér á jólunum. Núna er ekkert jólaskraut. Það hefur alltaf verið risajólatré á torginu en núna í ljósi ástandsins hafa Palestínumenn ákveðið að hafa engar skreytingar. Það er af því að hugurinn er hjá fólkinu í Gasa,“ segir Björk Vilhjálmsdóttir. Íslendingar erlendis Jól Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Þau hjónin ræddu við blaðamann þar sem þau sátu á Jötutorginu svokallaða þar sem vanalega er allt þakið jólaskreytingum. Stærðar jólatré prýðir torgið yfir hátíðirnar ár hvert en í þetta sinn hafa innfæddir ákveðið að sleppa því. Sveinn var formaður Félagsins Ísland-Palestína um árabil og hefur hann og eiginkona hans, Björk Vilhelmsdóttir, heimsótt Palestínu oft. Þrátt fyrir hátíðleikann um jólin taki átökin á Gasasvæðinu mjög á þjóðina. „Það leggst á alla þjóðina hér og maður finnur algjörlega fyrir því. Þetta er ekki eins og þetta hefur verið áður,“ segir hann. Tómlegt en hátíðarlegt Sveinn og Björk sóttu jólamessu í lúthersku kirkjunni sem er steinsnar frá Jötutorginu þar sem hin fræga Fæðingarkirkja stendur. Kirkjan sem reist var af Konstantínusi mikla á þeim stað sem sagt er að Jesús hafi legið í jötunni á fyrstu jólanóttinni. Tómlegt er um að líta á þessum sögufræga og víðsótta stað. Pílagrímar og aðrir ferðamenn eru vanir að flykkjast til Betlehem yfir hátíðarnar sem knýr stóran gjafavöruiðnað og aðra sölumennsku. Götur Betlehem eru tómlegar þessi jólin.Aðsend „Það er alltaf örvænting þegar umferðin er lítil og það er afar áberandi. Hún er ekki nema örlítið brot af því sem fólk á að venjast. Það er nánast ekkert af ferðamönnum hérna,“ segir hann. Þau hjón hafa lent í ýmsum vandræðum á sínum ferðalögum um Palestínu og Ísrael enda fer Sveinn Rúnar ekkert í grafgötur með afstöðu sína til stjórnvalda í Ísrael. Leyfi fengu þau þó til að komast til Palestínu og dvelja þar í átta daga. Sveinn lýsir því hvernig hjónin voru yfirheyrð aftur og aftur á meðan beðið var niðurstöðu frá ísraelsku leyniþjónustunni um hvort þau fengju inn eður ei. Gestrisni og vinsemd Sveinn segir yndislegt að verja jólunum í Palestínu en að áhrif átakanna á Gasa og víðar setji sitt mark á hátíðarhöldin. „Það er dálítið öðruvísi. Maður finnur ekkert fyrir þessum spenningi sem er heima hja börnunum. Þetta er ákaflega hátíðlegt að vera hérna í messu á aðfangadagskvöld og eins núna á jóladag. En þetta markast náttúrlega mjög af ástandinu á Gasa,“ segir hann. Sveinn og Björk með séra Munther Isaac, sóknarprestur lúthersku kirkjunnar í Betlehem t.v. og Munib Younan, fyrrverandi biskup.Aðsend Þrátt fyrir harm og missi segir Sveinn palestínsku þjóðina alltaf sama sér. „Fólkið er alltaf það sama, elskulegt og þessi makalausa gestrisni og vinsemd sem maður mætir. Það er það sem er áberandi. Það er alveg sama á hverju gengur. Alveg sama við hvaða aðstæður fólk er,“ segir hann. Hugurinn hjá fólkinu í Gasa Björk Vilhelmsdóttir segir sorglegt að sjá hvað þjóðin sé skekin af átökunum. „Það er mjög sorglegt að sjá hvað þjóðin er skekin af stríðinu á Gasa. Það litast allt mannlífið af því. En það er líka yndislegt að koma í Fæðingarkirkjuna og minnast fæðingar Jesús Krists,“ segir hún. Jesúbarnið liggur í jötunni í rústum og vafið kúffíu. Aðsend Allir kirkjugestir á aðfangadagsmessunni hafi tendrað kerti í kringum Jesúbarnið þar sem það liggur í jötunni reifað kúffíu, andspyrnu- og samstöðutákn Palestínumanna. „Það er mjög dýrmætt að vera hér á jólunum. Núna er ekkert jólaskraut. Það hefur alltaf verið risajólatré á torginu en núna í ljósi ástandsins hafa Palestínumenn ákveðið að hafa engar skreytingar. Það er af því að hugurinn er hjá fólkinu í Gasa,“ segir Björk Vilhjálmsdóttir.
Íslendingar erlendis Jól Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira