Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar 25. desember 2024 22:59 Við höfum lengi búið okkur undir stundirnar sem hófust þegar klukkan sló sex nú i kvöld. Átján mínútum áður var jafnan hefðbundin þögn á gömlu Gufunni. Já, hlé frá 17:42 allt til þess að hljómur kirkjuklukkna úr Dómkirkjunni tók að óma í viðtækjunum. Það var eins og skilaboð um að mínúturnar fyrir jól séu tími biðar og eftirvæntingar, sem þær sannarlega eru – því þegar jólin ganga í garð er tíðin runnin upp, sjálf hátíðin. Við skynjum það líklega best á þessum tíma hvers virði það hefur að nema staðar og segja við sjálfan sig: stundin er núna. Þrenging í eintölu Hvað tíminn er merkilegt fyrirbæri. Stundaglasið lýsir honum vel. Efra hólfið sýnir framtíðina. Hið neðra er fortíðin. Þar á milli er einhver þrenging þar sem sandurinn rennur hratt í gegn. Það er nútíðin: hreyfingin frá hinu liðna til hins ókomna. Þrengingin í okkar lífi er hér og nú. Hérna rennur sandurinn í gegn og um leið og við segjum orðið ,,núna” hverfur orðið inn í fortíðina. Stærstu áfangar sögunnar gerðust í þessari þrengingu, þótt nú séu þeir allir komnir í neðra hólfið. Þegar þeir runnu upp: Merkisdagar þjóðar, áfangar í sögu mannkyns, fögnuður og hörmunga, voru atburðirnir hluti líðandi stundar. Allt heyrir það til í fortíðar en mótar okkur enn þann dag í dag. Á því augnarbliki sem tíðindin urðu gat fólk sagt við sjálft sig: stundin er núna. En þetta segjum við samt alltof sjaldan. Of oft gerist það að við hverfum ofan í sand liðinna daga, vikna, ára – eða byltum okkur í kviksyndi þess sem ókomið er. Við finnum aldrei þann þrönga stíg sem þó er vettvangur lífs okkar. Við eigum það til að lifa lífi okkar í endurskini minninga eða dveljum í von eða ótta um hið ókomna. Allt lífið er þó hér og nú. Sá sem játar því vinnur mikinn sigur. Þetta er ekki ábyrgðarleysi, þvert á móti. Þetta er einn lykillinn að því að geta lifað innihaldsríku lífi. Þetta er lykillinn að því að geta lifað, starfað og notið á þeirri stundu sem allt líf okkar fer fram á. Jólin eru núna Jólin eru núna og jólahátíðin er tími líðandi stundar. Texti jólaguðspjallsins geymir vísbendingar um það: „En það bar til um þessar mundir“ segir í upphafi hans. „Um þessar mundir“ er það ekki einmitt nú? „En meðan þau voru þar“ segir um þann atburð þegar frelsarinn fæddist. Og þar sem hirðar sátu á Bethlehemsvöllum, skyndilega umkringdir englaher þar sem niðamyrkið ljómaði upp fengu þeir þessi tíðindi: „Yður er í dag frelsari fæddur“. Í dag: Núna. Textinn er óður til þess sem er og gerist á hverri stundu. Skilaboðin eru þau að þótt atburðurinn hafi vissulega gerst hér fyrir langalöngu – já frá honum miðum við tímatal okkar – þá er hann engu að síður núna. Í Jesú Kristi mætist fortíð, framtíð og nútíð. Fæðing hans og þjónusta er sögulegur veruleiki. Hann mun koma í dýrð sinni eins og segir í trúarjátningu okkar. En fyrir okkur eru skilaboðin hins vegar skýr: Hann kemur inn í líf okkar, auðgar það og glæðir. Hann fyllir það innihaldi og umfram allt minnir okkur á það að taka þátt í lífinu: að gefa, hjálpa og styðja aðra. Og kunna að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Þetta er sá hinn sami og sagði: „morgundagurinn mun eiga sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning.“ Það er munur á þrengingu og þrengingum. Þrengingin er andartakið núna, þar sem við dveljum. Lausnarinn og lífgjafinn vill færa okkur þá skynjun að við eigum að fanga tilveruna og nýta hana á hverri stundu. Nú eru jólin runnin upp. Fyrir skömmu voru þau í framtíð. Senn verða þau í fortíð. Nú er það nútíð. Svona orðum við tíðirnar á íslensku. En jólin eru auðvitað engin venjuleg nútíð: þau er hátíð. Já við eigum þetta orð yfir atburði sem þessa. Það eru stundir sem þessar sem kalla okkur til umhugsunar og ábyrgðar á eigin lífi og tilvist. Þær hvetja okkur til þess að hugleiða dagana og árin okkar og minna okkur á það að leggja rækt við það sem skiptir mestu máli. Með þeim hætti getur hátíðin auðgað vitund okkar fyrir öðrum þeim tíðum. Þær fæðast og deyja í sömu andrá, en eru þó þegar á allt er litið, sjálfur vettvangur lífs okkar og tilveru. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli S. Ólafsson Jól Þjóðkirkjan Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Við höfum lengi búið okkur undir stundirnar sem hófust þegar klukkan sló sex nú i kvöld. Átján mínútum áður var jafnan hefðbundin þögn á gömlu Gufunni. Já, hlé frá 17:42 allt til þess að hljómur kirkjuklukkna úr Dómkirkjunni tók að óma í viðtækjunum. Það var eins og skilaboð um að mínúturnar fyrir jól séu tími biðar og eftirvæntingar, sem þær sannarlega eru – því þegar jólin ganga í garð er tíðin runnin upp, sjálf hátíðin. Við skynjum það líklega best á þessum tíma hvers virði það hefur að nema staðar og segja við sjálfan sig: stundin er núna. Þrenging í eintölu Hvað tíminn er merkilegt fyrirbæri. Stundaglasið lýsir honum vel. Efra hólfið sýnir framtíðina. Hið neðra er fortíðin. Þar á milli er einhver þrenging þar sem sandurinn rennur hratt í gegn. Það er nútíðin: hreyfingin frá hinu liðna til hins ókomna. Þrengingin í okkar lífi er hér og nú. Hérna rennur sandurinn í gegn og um leið og við segjum orðið ,,núna” hverfur orðið inn í fortíðina. Stærstu áfangar sögunnar gerðust í þessari þrengingu, þótt nú séu þeir allir komnir í neðra hólfið. Þegar þeir runnu upp: Merkisdagar þjóðar, áfangar í sögu mannkyns, fögnuður og hörmunga, voru atburðirnir hluti líðandi stundar. Allt heyrir það til í fortíðar en mótar okkur enn þann dag í dag. Á því augnarbliki sem tíðindin urðu gat fólk sagt við sjálft sig: stundin er núna. En þetta segjum við samt alltof sjaldan. Of oft gerist það að við hverfum ofan í sand liðinna daga, vikna, ára – eða byltum okkur í kviksyndi þess sem ókomið er. Við finnum aldrei þann þrönga stíg sem þó er vettvangur lífs okkar. Við eigum það til að lifa lífi okkar í endurskini minninga eða dveljum í von eða ótta um hið ókomna. Allt lífið er þó hér og nú. Sá sem játar því vinnur mikinn sigur. Þetta er ekki ábyrgðarleysi, þvert á móti. Þetta er einn lykillinn að því að geta lifað innihaldsríku lífi. Þetta er lykillinn að því að geta lifað, starfað og notið á þeirri stundu sem allt líf okkar fer fram á. Jólin eru núna Jólin eru núna og jólahátíðin er tími líðandi stundar. Texti jólaguðspjallsins geymir vísbendingar um það: „En það bar til um þessar mundir“ segir í upphafi hans. „Um þessar mundir“ er það ekki einmitt nú? „En meðan þau voru þar“ segir um þann atburð þegar frelsarinn fæddist. Og þar sem hirðar sátu á Bethlehemsvöllum, skyndilega umkringdir englaher þar sem niðamyrkið ljómaði upp fengu þeir þessi tíðindi: „Yður er í dag frelsari fæddur“. Í dag: Núna. Textinn er óður til þess sem er og gerist á hverri stundu. Skilaboðin eru þau að þótt atburðurinn hafi vissulega gerst hér fyrir langalöngu – já frá honum miðum við tímatal okkar – þá er hann engu að síður núna. Í Jesú Kristi mætist fortíð, framtíð og nútíð. Fæðing hans og þjónusta er sögulegur veruleiki. Hann mun koma í dýrð sinni eins og segir í trúarjátningu okkar. En fyrir okkur eru skilaboðin hins vegar skýr: Hann kemur inn í líf okkar, auðgar það og glæðir. Hann fyllir það innihaldi og umfram allt minnir okkur á það að taka þátt í lífinu: að gefa, hjálpa og styðja aðra. Og kunna að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Þetta er sá hinn sami og sagði: „morgundagurinn mun eiga sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning.“ Það er munur á þrengingu og þrengingum. Þrengingin er andartakið núna, þar sem við dveljum. Lausnarinn og lífgjafinn vill færa okkur þá skynjun að við eigum að fanga tilveruna og nýta hana á hverri stundu. Nú eru jólin runnin upp. Fyrir skömmu voru þau í framtíð. Senn verða þau í fortíð. Nú er það nútíð. Svona orðum við tíðirnar á íslensku. En jólin eru auðvitað engin venjuleg nútíð: þau er hátíð. Já við eigum þetta orð yfir atburði sem þessa. Það eru stundir sem þessar sem kalla okkur til umhugsunar og ábyrgðar á eigin lífi og tilvist. Þær hvetja okkur til þess að hugleiða dagana og árin okkar og minna okkur á það að leggja rækt við það sem skiptir mestu máli. Með þeim hætti getur hátíðin auðgað vitund okkar fyrir öðrum þeim tíðum. Þær fæðast og deyja í sömu andrá, en eru þó þegar á allt er litið, sjálfur vettvangur lífs okkar og tilveru. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun