Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Barist við jólakvíða

Árlegur fundur EA samtakanna um jólakvíða fer fram í kórkjallara Hallgrímskirkju klukkan sex síðdegis næsta fimmtudag.

Jól
Fréttamynd

Ljós dempuð í kirkjunni

Sænska félagið hélt Lúsíuhátíð í Seltjarnarneskirkju í gærkvöld, en í Svíþjóð er slík hátíð haldin 13. desember þar sem Lúsía og og þernur hennar syngja jólalög. Matilda Gregersdotter, formaður Sænska félagsins, segir um árvissan viðburð að ræða hér.

Jól
Fréttamynd

Ágreiningur um eðli jóla

Jóhannes Páll páfi tekur nú þátt í deilu um það hvort ítalskir ríkisskólar eigi að draga úr fjárveitingum til jólahátíða þar sem fæðingu frelsarans er minnst. Telur páfi að hátíðarnar séu mikilvægur þáttur í menningar- og trúarlífi Ítala.

Jól
Fréttamynd

Eru jólasveinarnir til í alvöru?

Von er á jólasveininum Stekkjastaur til byggða í nótt og er viðbúið að gluggakistur víða um land verði þaktar skóm af ýmsu tagi. Engu að síður eru skiptar skoðanir um hvort jólasveinninn sé yfirhöfuð til. Vísindavefur Háskólans hefur sett fram helstu rök með og á móti í málinu.

Jól
Fréttamynd

Lúsíubrauð

"Lúsíuhátíðin er afar falleg enda er lúsían tákn fyrir það góða í lífinu," segir hin sænska Kristina Anderson, stoðtækjasmiður þegar hún er spurð um Lúsíumessuna sem er þann 13. desember.

Matur
Fréttamynd

Nægur tími til að versla

Nú eru verslanir byrjaðar að hafa opið lengur. Í Smáralind er opið frá 11 til 22 alla daga til og með 22. desember með þeirri undantekningu að laugardaginn 18. desember er opið frá 10 til 22. Á Þorláksmessu er síðan opið frá 11 til 23 og á aðfangadag frá 10 til 13.

Jól
Fréttamynd

Þreyttir á að horfa hver á annan hálfberan

Pottverjar í Kópavogslaug héldu sinn árlega aðventufagnað á dögunum í húsakynnum laugarinnar með sameiginlegu hlaðborði og jólasögu. Þeir hafa hist í heita pottinum í yfir 20 ár en aðventustundin er sú tíunda í röðinni.

Jól
Fréttamynd

Jólastuð í Borgarleikhúsinu

Gleðin er haldin í Borgarleikhúsinu en þetta er í 22. sinn sem nemendur Kramhússins koma saman fyrir jól og sýna listir sínar. Ýmislegt verður á boðstólum eins og argentínskur tangó, þjóðdansar frá Balkanskaga, funk jazz, hip hop og flamenco.

Jól
Fréttamynd

Leggja saman kraftana í kortin

Hjónin Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Edda Guðmundsdóttir senda heimagerð jólakort í ár eins og oft áður. Kortin prýðir mynd af málverki eftir Eddu sem er frístundamálari en Steingrímur vinnur kortin í tölvunni og prentar þau út á góðan pappír.

Jól
Fréttamynd

Efni í handgerð og kort og heimage

"Kortagerð er eitt alvinsælasta föndrið fyrir jólin hjá okkur því þeir eru alltaf fleiri og fleiri sem gera jólakortin sín sjálfir," segir Björg Benediktsdóttir, kaupmaður í versluninni Föndru við Dalveg, spurð um heitustu vörurnar hjá handverksfólki nú um stundir.

Jól
Fréttamynd

Loksins eitthvað fyrir karlana

Þetta er alveg nýtt hér á landi og ekki í neinni annarri Vero Moda-verslun í heiminum svo ég viti. Markmiðið hjá okkur er að bæta þjónustu um jólin því það er oft mikið að gera. Oft reynist erfitt að velja gjöf handa konunni en við leggjum okkur fram við að koma með sniðugar hugmyndir að jólagjöfum. 

Jól
Fréttamynd

Alvöru útsala í desember

Stórútsala er nú í versluninni Friendtex í Síðumúla 13 þar sem allar vörur verða seldar með 40-60% afslætti að minnsta kosti til jóla. Friendtex selur danskan kvenfatnað sem margir kannast við af heimakynningum og er margt á boðstólum svo sem peysur, íþróttagallar, jakkar, kápur, pils og buxur.

Jól
Fréttamynd

Úrvalið breytilegt dag frá degi

"Allir hlutirnir eru framleiddir á Sólheimum en þar eru sex vinnustofur. Þetta eru mikið til einstakir hlutir og má segja að úrvalið í versluninni sé breytilegt frá degi til dags," segir Sveinbjörn Pétursson hjá jólamarkaðinum.

Jól
Fréttamynd

Jóladiskur með nemendum Maríu og Siggu

Söngskóli Maríu og Siggu hefur gefið út jóladisk til styrktar verkefninu Blátt áfram, en það er verkefni sem er unnið í samvinnu við Ungmennafélag Íslands og felst í að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi.

Jól
Fréttamynd

Hringir inn jólin með virðuleika og reisn

Skjöldur Sigurjónsson veitingamaður hefur í fórum sínum forláta, upptrekkta klukku sem prýddi stofu alþýðuheimilis í byrjun síðustu aldar. Gripinn fékk hann í arf eftir ömmu sína og afa og hefur hún elt hann allar götur frá því að hann hóf búskap fyrir einum tuttugu árum. 

Jól
Fréttamynd

Amma Dagmar brýst fram í desember

Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur er ein af þeim sem tekur aðventuna með trompi og nýtur hverrar mínútu. "Ég þarf svolítið að sitja á mér að verða ekki einhver jólabrjálæðingur," segir hún og viðurkennir að í fyrra hafi hún skreytt jólatréð um miðjan desember. 

Jól
Fréttamynd

Hart deilt um gisið jólatré

Borgarstjórnir belgísku og finnsku höfuðborganna, Brussel og Helsinki, eru komnar í hár saman. Ástæðan er jólatréð sem prýðir Grand Place-torgið í miðborg Brussel.

Jól
Fréttamynd

Hangiket prestsins komið í hús

Sigurður Arnarson, prestur í London, var hress og kátur þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans á aðventu þó að í mörg horn væri að líta. Íslendingar búsettir í útlöndum halda nefnilega fast í íslensku jólin sín og vilja íslenskar jólamessur og engar refjar.

Jól
Fréttamynd

Maður varð að fá bragð af Íslandi

"Ég reyndi að blanda saman íslenskum og sænskum jólahefðum þegar ég var í Svíþjóð. Sænsku kunningjarnir kynntu fyrir manni jólamatinn sinn sem er af ýmsum sortum og borðaður alla hátíðina," segir Sigríður og telur meðal annars upp saltaða skinku, litlar kjötbollur, síld, lifrarkæfu og lútfisk. 

Jól
Fréttamynd

Súkkulaðisígarettur

Súkkulaðisígarettur eru tiltölulega hættulausar í hófi og á hátíðlegum stundum eins og á jólum!

Matur
Fréttamynd

Síðasti dagurinn á morgun

Síðasti öruggi skiladagur til að póstleggja jólakort til landa utan Evrópu er morgundagurinn, miðvikudagurinn 8. desember, samkvæmt tilkynningu Íslandspósts. Viku síðar, eða miðvikudaginn 15. september, þarf að skila síðustu kortunum sem eiga að fara til Evrópulanda.

Jól
Fréttamynd

Óhefðbundið skraut

Jólaskrautið þarf ekki að vera hefðbundið og það er ekkert sem segir að það megi bara hengja stjörnur, bjöllur, engla og jólasveina á jólatréð. Jólaskrautið má vera fjölbreytt og svolítið kitc, það gerir þetta allt skemmtilegra. </font />

Jól
Fréttamynd

Töskur og óvenjulegar klukkur

Margrét Sveinbergsdóttir, verslunarstjóri í safnverslun Listasafns Íslands, hefur langa reynslu af rekstri slíkrar verslunar, en hún var um árabil verslunarstjóri á safni í Kanada. Margrét segir aðaláhersluna hjá sér vera kort og plaköt sem hafa verið gefin út af safninu sjálfu, svo og bækur og listmuni eftir innlenda og erlenda listamenn.

Jól
Fréttamynd

Tími stórkostlegra tækifæra

"Í mínum huga eru jólin fyrst og fremst trúarhátið, þar sem kristnir menn fagna komu frelsarans í heiminn. Við notum jólin til þess að rifja upp það sem hann boðaði og kenndi okkur, þó svo við eigum vissulega að gera það allt árið um kring," segir Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur

Jól
Fréttamynd

Jólasveinahúfur föndraðar

Allir þekkja rauðu og hvítu húfurnar sem jólasveinn hins vestræna heims hefur gert að einkennismerki sínu. Það er alveg sérstök tilfinning að setja á sig rauðu húfuna og jólin einhvern veginn koma strax á kollinum á manni.

Jól
Fréttamynd

Jólagjafir undir 1000 kr.

Jólagjafirnar þurfa alls ekki að vera dýrar og er ágætt að ákveða fyrirfram hversu miklu maður ætlar að eyða í hverja gjöf. Hérna eru tillögur að gjöfum sem allar eru undir 1000 krónum.

Jól
Fréttamynd

Piparkökubyggingar

Ilmurinn af nýbökuðum piparkökum er í hugum marga bundinn við jólin, og hafa margir náð ágætis leikni í að skreyta kökurnar. Það eru hins vegar mun færri sem náð hafa tökum á listinni að búa til hús úr piparkökudeigi. Snillingarnir sem taka þátt í piparkökuhúsaleik Kötlu ár eftir ár láta okkur hin fyllast minnimáttarkennd

Jól
Fréttamynd

Hundarnir líka jólalegir

Ég hef verið að sauma jólasveinahúfur ansi lengi eða í um níu eða tíu ár. Ég geri þetta bara uppá grín því mig langaði að gera eitthvað skemmtilegt," segir Margrét Ellertsdóttir sem tekur að sér að sauma jólasveinahúfur á hunda og ýmislegan annan fatnað.

Jól