Klettur í eigu Skeljungs og Kristján Már nýr forstjóri Kristján Már Atlason verður forstjóri Kletts - sölu og þjónustu en Skeljungur gekk formlega frá kaupum á Kletti í dag. Samhliða tók SKEL fjárfestingafélag yfir Klettagarða 8-10 ehf., félaginu sem á og rekur húsnæðið sem hýsir hluta af starfsemi Kletts. Viðskipti innlent 10. febrúar 2023 15:30
Samruni bankanna hefði „mikil samlegðaráhrif á kostnaðarhliðinni“ Bankastjóri Íslandsbanka segir að samruni við Kviku sé „áhugavert tækifæri“ og myndi meðal annars hafa „mikil samlegðaráhrif á kostnaðarhliðinni“. Verði af sameiningu bankanna er gert ráð fyrir því að viðskiptin færu fram að öllu leyti með skiptum á hlutabréfum, fremur en að hluta með greiðslu reiðufjár. Innherji 10. febrúar 2023 10:48
Siggeir og Albert frá Landsbankanum til Arion Siggeir Vilhjálmsson og Albert Guðmann Jónsson hafa hafið störf á viðskiptabankasviði Arion banka. Viðskipti innlent 10. febrúar 2023 09:10
Flugtak inni í háskóla Sýndarveruleikagleraugu verða héðan í frá notuð í þjálfun flugmanna Icelandair. Búnaðurinn er mjög nákvæmur en með hjálp hans er hægt framkvæma nær allt sem hægt er að gera í flugstjórnarklefanum. Elísabet Inga, skutlaði nokkrum Íslendingum til Tenerife með hjálp gleraugnanna í dag. Innlent 9. febrúar 2023 20:01
Samþykkja viðræður um samruna við Kviku Stjórn Íslandsbanka samþykkti í dag að hefja viðræður við Kviku banka um mögulegan samruna félaganna tveggja. Beiðni um viðræðurnar barst frá stjórn Kviku fyrir viku síðan. Viðskipti innlent 9. febrúar 2023 16:34
Lítur á mögulegan samruna Kviku og Íslandsbanka „jákvæðum“ augum Seðlabankastjóri segist líta „jákvætt“ á mögulegan samruna Kviku banka og Íslandsbanka en minnir á sama tíma á að það sé mikilvægt að áfram verði smærri félög starfandi sem einblíni á að sinna verðbréfamarkaðinum. Innherji 9. febrúar 2023 15:43
Aðalhagfræðingur Arion: Seðlabankastjóri tapaði miklum trúverðugleika Aðalhagfræðingur Arion banka segir að Peningastefnunefnd Seðlabankans – og ekki síst formaður hennar, seðlabankastjóri – hafi tapað miklum trúverðugleika „eftir síðustu fundi, boltasendingar og væntingastjórnun.“ Trúverðugleiki sé eitt það mikilvægasta sem Seðlabankinn hafi í baráttunni gegn verðbólgu og verðbólguvæntingum. Því miður hafi honum verið „sólundað að undanförnu.“ Að mati aðalhagfræðingsins hafi stýrivaxtahækkun gærdagsins verið of mikil og tónn Seðlabankans of harður. Innherji 9. febrúar 2023 12:06
Fljúga til Feneyja í sumar Flugfélagið Play mun fljúga til Feneyja á Ítalíu í sumar. Fyrsta flugið verður þann 29. júní og mun félagið fljúga til borgarinnar út september. Viðskipti innlent 9. febrúar 2023 10:11
Arion hagnaðist um fimm milljarða Arion banki hagnaðist um rúma fimm milljarða króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Á sama tímabili árið 2021 var hagnaðurinn rúmir 6,5 milljarðar króna. Viðskipti innlent 8. febrúar 2023 23:47
Þrjár flugvélar þurftu að hætta við lendingu í Keflavík Snúa þurfti við þremur flugvélum sem áttu að lenda á Keflavíkurflugvelli í kringum klukkan 14 í dag. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að lélegt skyggni sé á flugvellinum og þess vegna hafi vélunum verið snúið við. Innlent 8. febrúar 2023 14:54
Stóru samlegðartækifærin á bankamarkaði liggja í gegnum Kviku Útlit er fyrir frekari samruna á fjármálamarkaði þar sem stjórnendur keppast við að leita leiða til hagræðingar á tímum hækkandi launakostnaðar og erfiðari markaðsaðstæðna. Sum af stærri fjármálafyrirtækjum landsins hafa að undanförnu mátað sig við hvort annað sem hefur nú leitt til þess stjórn að Íslandsbanka, sem fundar á morgun, mun væntanlega samþykkja ósk Kviku banka um að hefja samrunaviðræður milli félaganna. Óformlegt samtal um að sameina Kviku og Arion banka, sem margir höfðu spáð fyrir um, skiluðu ekki árangri en blessun frá Samkeppniseftirlitinu við slíkum bankasamruna gæti reynst þrautin þyngri. Innherji 8. febrúar 2023 06:00
Sölumet slegið hjá Play í janúar Sölumet var slegið hjá Play í janúarmánuði og var bókunarstaðan mjög sterk. Flugfélagið flutti 61.798 farþega í janúar með 76,8 prósent sætanýtingu. Mest var nýtingin í flugi til Tenerife og Parísar, í kringum níutíu prósent. Viðskipti innlent 7. febrúar 2023 09:14
Mikil röskun á flugi á morgun Forsvarsmenn Icelandair hafa aflýst öllum flugferðum frá Norður-Ameríku til Íslands í kvöld vegna veðurs á morgun. Það sama er að segja um morgunflug til Evrópu í fyrramálið en því hefur einnig verið aflýst, að undanskildu flugi til Tenerife og Las Palmas sem hefur verið seinkað. Innlent 6. febrúar 2023 20:27
Uppgjör Icelandair bendir til að „flugið er komið til baka“ Rekstur Icelandair á árinu 2022 var ótrúlegur þegar litið er til hversu mikið farþegum flugfélagsins fjölgaði á milli ára og hvernig til tókst að „skala upp reksturinn“ til að mæta aukinni á eftirspurn, segir hlutabréfagreinandi IFS. Erlendir hluthafar eiga samanlagt 26 prósenta hlut í Icelandair, að sögn forstjóra Icelandair. Innherji 6. febrúar 2023 15:31
Samruni myndi styrkja lánshæfi bæði Kviku og Íslandsbanka, segir Moody´s Verði af samruna Kviku og Íslandsbanka þá mun það hafa jákvæð áhrif á lánshæfi beggja bankanna. Kvika myndi verða hluti af mun stærri bankaeiningu, sem ætti að draga meðal annars úr rekstraráhættu, og fyrir Íslandsbanka yrði það til þess fallið að breikka enn frekar tekjustrauma bankans, að mati alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækisins Moody´s. Innherji 4. febrúar 2023 15:54
Jóhanna Margrét til Play Jóhanna Margrét Gísladóttir, fyrrverandi dagskrárstjóri Stöðvar 2, hefur verið ráðin sem yfirmaður viðskiptaþróunar hjá flugfélaginu Play. Viðskipti innlent 4. febrúar 2023 09:29
Hefur fengið líflátshótanir vegna söngsins Söngkonan Jessica Pearson hefur fengið slæma útreið á samfélagsmiðlum eftir að myndband af henni að syngja fyrir farþega flugvélar Icelandair, sem sátu fastir í flugvélinni í tíu klukkustundir, fór í dreifingu. Henni hafa borist líflátshótanir og hún hefur verið hvött til þess að svipta sig lífi. Innlent 3. febrúar 2023 21:00
Sameiningin minnir á samruna Kaupþings og Búnaðarbanka sem gekk vel Hlutabréfagreinandi IFS segir að mögulegur samruni Kviku og Íslandsbanka minni á samruna Kaupþings og Búnaðarbanka árið 2003. Sá samruni hafi heppnast vel. Að hans mati eru samlegðartækifærin við sameininguna augljós. Líkur á að af samrunanum verði séu nokkuð góðar. Innherji 3. febrúar 2023 13:59
Bréf bankanna hækka um fimm prósent fyrir áformaðar samrunaviðræður Umtalsverð utanþingsviðskipti voru með hlutabréf allra bankanna í Kauphöllinni eftir lokun markaða í gær í kjölfar þess að Kvika sagðist hafa óskað eftir því að hefja samrunaviðræður við Íslandsbanka. Hlutabréfaverð Kviku og Íslandsbanka í þeim viðskiptum var allt að um fimm prósentum hærra en það stóð í gær. Innherji 3. febrúar 2023 09:30
Áhrif óveðurs í desember á Icelandair metin á milljarð Áhrif slæms veðurs í desember síðastliðnum eru talin hafa haft áhrif á rekstur Icelandair upp á um einn milljarð króna. Þar vegur lokun Reykjanesbrautarinnar þungt. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri flugfélagsins. Viðskipti innlent 2. febrúar 2023 21:55
Yrði stærsti samruni sögunnar en óvissan er um Samkeppniseftirlitið Ritstjóri Innherja áætlar að samruni Íslandsbanka og Kviku yrði sá stærsti í Íslandssögunni, ef af honum yrði. Hann segir ljóst að Samkeppniseftirlitið muni taka langan tíma í meðferð málsins. Það muni gera athugasemdir við ákveðna samrunans. Viðskipti innlent 2. febrúar 2023 20:37
Kvika óskar eftir samrunaviðræðum við Íslandsbanka Stjórn Kviku hefur óskað eftir því við stjórn Íslandsbanka að hefja samrunaviðræður milli félaganna. Sameiginlegt markaðsvirði félaganna er rúmlega 320 milljarðar. Innherji 2. febrúar 2023 16:34
Sautján milljarða hagnaður Landsbankans á krefjandi ári Landsbankinn hagnaðist um sautján milljarða á síðasta ári. Bankaráð bankans hyggst leggja til að greiddur verði 8,5 milljarðar í arð til eigenda bankans vegna reksturs síðasta árs. Bankastjóri bankans segir árið hafa verið krefjandi. Viðskipti innlent 2. febrúar 2023 13:56
Lítur út fyrir að tvö nefndarálit verði rituð um skýrslu Ríkisendurskoðunar Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis lauk í morgun umfjöllun um skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankamálið. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður nefndarinnar telur líklegt að tvö nefndarálit verði rituð og lögð fyrir þingið. Innlent 1. febrúar 2023 16:24
Spá að verðbólga hjaðni um tæp sjö prósent á næstu tveimur árum Verðbólga mun hjaðna úr þeim tæpum 10 prósent sem hún nemur núna niður í 2,8 prósent árið 2025 gangi ný Þjóðhagsspá Íslandsbanka eftir. Þá spáir greiningardeild bankans að atvinnuleysi muni standa í stað á árinu. Viðskipti innlent 1. febrúar 2023 10:03
Hvort er betra að kaupa vöxt eða virði? Fjárfesting í virðisfyrirtækjum hefur í gegnum tíðina verið talin öruggari og áreiðanlegri leið til að ávaxta fjármagn fremur en fjárfesting í vaxtafyrirtækjum. Vaxtarfyrirtæki eru venjulega hlutabréf fyrirtækja sem búist er við að muni vaxa hratt í náinni framtíð en slíkt mat er alltaf óvissu háð. Framtíðin verður aldrei eins og búist er við. Umræðan 1. febrúar 2023 08:01
Þrjú ráðin í forstöðumannastöður hjá Sjóvá Gunnar Snorri Þorvarðarsson, Heiður Huld Hreiðarsdóttir og Hinrik Reynisson hafa öll verið ráðin í forstöðumannsstöður hjá Sjóvá á síðustu misserum. Viðskipti innlent 31. janúar 2023 09:34
Áskriftir að knattspyrnuútsendingum hækka um allt að 33 prósent „Kostnaður vegna samninga við Premier League hefur hækkað, veiking krónunnar hefur mjög neikvæð áhrif og annar kostnaður til dæmis aðföng, laun, útsendingarkostnaður og fleira hefur hækkað.“ Neytendur 30. janúar 2023 09:00
Fjárfestar seldu í hlutabréfasjóðum fyrir um átta milljarða í fyrra Erfitt árferði á hlutabréfamörkuðum á liðnu ári, sem einkenndist af miklum verðlækkunum samtímis hækkandi verðbólgu og vaxtahækkunum, varð þess valdandi að fjárfestar minnkuðu stöðu sína í innlendum hlutabréfasjóðum fyrir samtals tæplega átta milljarða króna. Eru það talsverð umskipti frá árunum 2020 og 2021 þegar slíkir sjóðir bólgnuðu út samhliða innflæði og hækkandi gengi hlutabréfa. Innherji 30. janúar 2023 07:00
Icelandair flýtir flugi vegna óveðursins Icelandair hefur tekið ákvörðun um að flýta brottfarartíma nokkurra flugferða vegna slæmrar veðurspár á morgun. Mælt er með því að farþegar fylgist vel með. Innlent 29. janúar 2023 22:08