Færri lögreglumenn sinna erfiðari og hættulegri útköllum: „Álagið hefur aldrei verið meira“ Lögreglumenn á Íslandi eru á þriðja hundrað færri en ásættanlegt getur talist að mati greiningardeildar ríkislögreglustóra. Aukin harka, ofbeldi og erfiðari útköll einkenna störf þeirra í dag. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fimmta tug frá árinu 2008. Innlent 26. janúar 2020 21:00
Geðrof er ekki lögbrot Það ætti að samþætta þjálfun lögreglumanna í valdbeitingu og fræðslu um mismunandi handtökuaðferðir í ólíkum aðstæðum. Þetta segir forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Formaður velferðarnefndar segir ástæðu til að nefndin skoði verkferla við erfið útköll. Innlent 23. janúar 2020 11:00
Vill að velferðarnefnd fundi um fyrstu viðbrögð Óskað verður eftir fundi í velferðarnefnd um fyrstu viðbrögð þegar hjálparbeiðnir berast vegna fólks í andlegu ójafnvægi. Skorað hefur verið á stjórnvöld að gera úttekt á málinu. Innlent 22. janúar 2020 12:29
Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. Innlent 21. janúar 2020 20:00
Lögreglumaður ákærður fyrir líkamsárás eftir að hafa farið offari við handtöku Lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í starfi eftir að hafa farið offari við handtöku á síðasta ári. Lögmaður brotaþola hefur áhyggjur af því að vinnubrögð við handtökuna þyki eðlileg innan lögreglunnar. Innlent 21. janúar 2020 18:45
Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. Innlent 21. janúar 2020 11:54
Segir verkferlum hafa verið fylgt í máli konu sem lést eftir átök við lögreglu Öllum verkferlum var fylgt þegar beiðni um sjúkrabíl og aðstoð sjúkraflutningamanna fyrir unga konu í geðrofi var beint til lögreglu. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Konan lést eftir átök við lögregluna. Innlent 20. janúar 2020 18:30
Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. Innlent 20. janúar 2020 09:00
Börn geðveikra sett í ruslflokk Anna Margrét Guðjónsdóttir ólst upp hjá geðveikri móður. Hún segir að það þurfi að búa börnum geðveikra skjól og líflínu, líkt og börnum sem eiga foreldra með aðra sjúkdóma. Innlent 2. desember 2019 09:00
Aðstandendur geðveikra gleymast Það vantar stuðning og fræðslu fyrir börn sem eiga foreldra með geðsjúkdóm. Þetta segir stjórnarmaður Geðhjálpar sem sjálf ólst upp hjá veikri móður. Hún hafi verið hrædd og kvíðin alla æsku sína og beri þess merki í dag sem fullorðin kona. Innlent 1. desember 2019 21:00
Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. Innlent 26. nóvember 2019 19:00
Sorgmæddur vegna máls Margrétar Lillýjar Félagsmálaráðherra segir mál sautján ára stúlku sem steig fram í Kompás og sagði frá vanrækslu og ofbeldi í barnæsku sorglegt. Ný barnaverndarlöggjöf eigi að koma veg fyrir mál af þessum toga og að styðja þurfi börn sem búa hjá foreldri með geðsjúkdóm. Innlent 25. nóvember 2019 19:00
Sérstakt að pólitískt skipaðir nefndarmenn taki ákvarðanir í barnaverndarmálum Í Kompás segir 17 ára stúlka frá áralangri vanrækslu í barnæsku og telur hún pólitíska stöðu fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi hafa haft áhrif á mál hennar. Innlent 25. nóvember 2019 11:50
Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. Innlent 25. nóvember 2019 09:00
Segir samfélagið á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér 17 ára stúlka sem ólst ein upp hjá móður með geð- og áfengisvanda segir bæjar- og skólastarfsmenn, nágranna og fjölskyldu hafa ítrekað litið fram hjá vanrækslunni og heimilisofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar. Innlent 24. nóvember 2019 18:30
Íslendingar sjúkir í sódavatn Íslendingar hafa undanfarinn tæpan áratug í auknum mæli sagt skilið við sykraða gosdrykki og keypt kolsýrt vatn í staðinn, oft nefnt sódavatn. Þetta kemur fram í sölutölum úr matvöruverslunum og bensínstöðvum sem Félag atvinnurekenda birtir á heimasíðu sinni í dag. Viðskipti innlent 11. nóvember 2019 14:30
Er offita sjúkdómur? Misjafnt er hvaða augum umræðan um offitu á Íslandi er litin. Annars vegar að offita sé sjúkdómur og heilbrigðiskerfið þurfi að bregðast við. Hins vegar að ekki eigi að sjúkdómsvæða feitt fólk heldur líta til heilsuvenja burtséð frá holdafari. Innlent 10. nóvember 2019 19:42
Hefur trú á að sykurskattur verði að lögum Heilbrigðisráðherra segir sykurskatt einn besta hvata í kerfinu til að hjálpa fólki að velja hollan mat. Það ásamt heilsueflingu og geðrækt á öllum skólastigum sé góð leið til að stemma stigu við offitu. Innlent 7. nóvember 2019 18:30
Börnum með offitu synjað um tryggingu Tvö af fjórum tryggingafélögum á Íslandi synja umsókn um tryggingu ef börn fara yfir ákveðið viðmið í þyngd. Innlent 6. nóvember 2019 19:30
Á að vinna að útfærslu á sykurskatti Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að setja af stað hóp til að vinna að útfærslu á sykurskatti eftir að Embætti landlæknis hefur ítrekað mælt með aðferðinni. Innlent 5. nóvember 2019 12:36
Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. Innlent 4. nóvember 2019 21:00
Börn með offitu þurfa að bíða í allt að ár eftir þjónustu Ríflega sjötíu börn með offitu eru á biðlista til að komast að í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins og þurfa að bíða í allt að ár eftir þjónstu. Innlent 4. nóvember 2019 19:00
Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. Innlent 4. nóvember 2019 14:07
Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. Innlent 4. nóvember 2019 08:30
Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung. Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár og sýna nýjustu mælingar að sex prósent grunnskólabarna séu með sjúkdóminn offitu. Innlent 3. nóvember 2019 19:00
Kompás: Vandaður fréttaskýringaþáttur fær nýtt heimili - á Vísi Á mánudag hefur göngu sína vandaður fréttaskýringaþáttur í umsjón fréttahaukanna Erlu Bjargar Gunnarsdóttur, Jóhanns K. Jóhannssonar og Nadine Guðrúnar Yaghi en framleiðandi hans er Arnar Már Jónmundsson. Þátturinn verður birtur á Vísi og Maraþoni Stöðvar 2 auk þess sem umfjöllunarefninu verða gerð skil í fréttatímum Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Innlent 3. nóvember 2019 13:00
Þunglynd þjóð Það eru yfir 30 þúsund Íslendingar á þunglyndislyfjum sem kosta þjóðarbúið á annan milljarð króna á ári. Þunglyndislyfjunum var hampað mjög þegar þau komu fyrst á markaðinn. Uppá síðkastið hafa aftur á móti hlaðist upp vísbendingar um að þau geri mun minna gagn en áður og séu jafnvel hættuleg tilteknum hópum. Nú þegar kreppir að í efnahag og andlegri líðan þjóðarinnar getur hún ekki lengur lagt traust sitt á töfralausn í pilluformi. Stöð 2 20. janúar 2009 09:33
Kompásstikla - Þunglynd þjóð Yfir 30 þúsund Íslendingar taka þunglyndislyf sem hafa miklu minni áhrif en áður var fullyrt. Lyfjafyrirtækin hafa hagrætt rannsóknarniðurstöðunum. Nú hefur komið í ljós að fyrirtækin létu hjá líða að birta óhagstæðar rannsóknarniðurstöður. Þegar tekið er tillit til þeirra kemur í ljós að takmarkaður ávinningur af þessum lyfjum - ef nokkur. Það er heldur ekki auðhlaupið að losna af þessum lyfjum. Nú þegar kreppir að í efnahag og andlegri líðan þjóðarinnar getur hún ekki lengur lagt traust sitt á töfralausn í pilluformi. Fjárhagsleg - og þar með andleg kreppa - kallar á nýjar lausnir. Hörð gagnrýni á geðlyfin í Kompási á mánudag kl: 19.05 í opinni dagskrá á Stöð 2. Stöð 2 16. janúar 2009 17:15
Hundakrabbamein Sömu sjúkdómarnir herja á manninn og besta vin hans. Við fjöllum um krabbamein í hundum og þau úrræði sem í boði er fyrir eigendur hunda sem greinast með krabbamein. Við sýnum einstakar myndir af skurðaðgerð á tíkinni Trinity og fylgjumst með líðan hennar í gegnum meðferðina. Í síðari hluta þáttarins verður fjallað um íslensku hjálparsamtökin ENZA sem voru stofnuð nýverið. Samtökunum er ætlað að styðja við bakið á ungum konum sem hafa þurft að gefa börn sín til ættleiðingar. Stöð 2 13. janúar 2009 10:22
Íslensk aðstoð Fjöldi ungra Suður Afrískra kvenna neyðist til að gefa börn sín til ættleiðingar. Við þeim blasir útskúfun, sár fátækt og brotin sjálfsmynd. Sjö íslenskar konur hafa stofnað hjálparsamtökin ENZA til þess að styðja við bakið á þessum konum. Stöð 2 13. janúar 2009 09:45
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent