Hefur trú á að sykurskattur verði að lögum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 18:30 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, fagnar því að sjónum sé í auknum mæli beint að lífstíl, svefn, hreyfingu og mataræði. Þannig sé best að bregðast við því að íslenskum börnum fjölgar með offitu eins og kom fram í Kompás í vikunni. Sérstaklega fjölgar feitum drengjum og það úti á landi. Svandís segir forvarnir og úrræði í þessum málum felast í þjónustu á fleiri stigum heilbrigðisþjónustunnar og það byrji á heilsugæslunni. „Þetta sjáum við í heilbrigðisstefnunni, þar sem áherslu er lögð á að heilsugæslustöðvarnar geti verið meira heilsueflandi. Þar sé fræðsla í boði og stuðningur við fólk sem vill breyta lifnaðarháttum eða lifa hollara og betra lífi. Þannig að við viljum sjá þjónustu á fleiri stigum, allt frá heilsugæslunni, sem þjónustar fólk víðar um land, og veita þannig stuðning við að breyta lifnaðarháttum.“ Svandís sér ekki fyrir sér sérstakt átak hvað varðar offitu. Hún sé hrifnari af tillögum frá Embætti landlæknis sem fjallar um geðrækt á öllum skólastigum, frá leikskóla til framhaldsskóla. „Sem stuðlar að því að börnunum okkar líði betur, almennt. Lengi býr að fyrstu gerð og við þurfum að byrja sem fyrst, það er svo mikilvægt að börn séu læs á sig og tilfinningar sínar. Því við vitum betur í dag en áður að líkamleg og andleg heilsa haldast í hendur. Þegar okkur líður illa eru t.d. meiri líkur á að við förum út af brautinni í mataræði.“Hefur trú á að sykurskattur verði að lögum Fyrir utan heilsueflingu og geðrækt hefur Svandís stofnað starfshóp sem er í þann veg að fara af stað til að koma fjórtán tillögum frá Embætti landlæknis til framkvæmda til að minnka sykurneyslu. Þar á meðal er sykurskattur, þar sem hærri álögur verða á óhollum mat en lækkaðar á móti af hollum mat, eins og ávöxtum og grænmeti. Aðspurð hvort ráðherra hafi meðbyr ríkisstjórnarinnar í því máli segist hún hafa faglegan meðbyr. „Þarna er sterkur faglegur grunnur en því miður hefur umræðan einkennst af hinu hefðubundna bitbeini stjórnmálaafla. Við þurfum að taka umræðuna upp úr því og horfa á árangur í lýðheilsumálum með neyslustýringu. Við höfum náð árangri með tóbaks- og áfengisgjaldi. Þannig að já, ég trúi því að við getum gert sykurskatt að lögum.“ Alþingi Heilbrigðismál Kompás Skattar og tollar Tengdar fréttir Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, fagnar því að sjónum sé í auknum mæli beint að lífstíl, svefn, hreyfingu og mataræði. Þannig sé best að bregðast við því að íslenskum börnum fjölgar með offitu eins og kom fram í Kompás í vikunni. Sérstaklega fjölgar feitum drengjum og það úti á landi. Svandís segir forvarnir og úrræði í þessum málum felast í þjónustu á fleiri stigum heilbrigðisþjónustunnar og það byrji á heilsugæslunni. „Þetta sjáum við í heilbrigðisstefnunni, þar sem áherslu er lögð á að heilsugæslustöðvarnar geti verið meira heilsueflandi. Þar sé fræðsla í boði og stuðningur við fólk sem vill breyta lifnaðarháttum eða lifa hollara og betra lífi. Þannig að við viljum sjá þjónustu á fleiri stigum, allt frá heilsugæslunni, sem þjónustar fólk víðar um land, og veita þannig stuðning við að breyta lifnaðarháttum.“ Svandís sér ekki fyrir sér sérstakt átak hvað varðar offitu. Hún sé hrifnari af tillögum frá Embætti landlæknis sem fjallar um geðrækt á öllum skólastigum, frá leikskóla til framhaldsskóla. „Sem stuðlar að því að börnunum okkar líði betur, almennt. Lengi býr að fyrstu gerð og við þurfum að byrja sem fyrst, það er svo mikilvægt að börn séu læs á sig og tilfinningar sínar. Því við vitum betur í dag en áður að líkamleg og andleg heilsa haldast í hendur. Þegar okkur líður illa eru t.d. meiri líkur á að við förum út af brautinni í mataræði.“Hefur trú á að sykurskattur verði að lögum Fyrir utan heilsueflingu og geðrækt hefur Svandís stofnað starfshóp sem er í þann veg að fara af stað til að koma fjórtán tillögum frá Embætti landlæknis til framkvæmda til að minnka sykurneyslu. Þar á meðal er sykurskattur, þar sem hærri álögur verða á óhollum mat en lækkaðar á móti af hollum mat, eins og ávöxtum og grænmeti. Aðspurð hvort ráðherra hafi meðbyr ríkisstjórnarinnar í því máli segist hún hafa faglegan meðbyr. „Þarna er sterkur faglegur grunnur en því miður hefur umræðan einkennst af hinu hefðubundna bitbeini stjórnmálaafla. Við þurfum að taka umræðuna upp úr því og horfa á árangur í lýðheilsumálum með neyslustýringu. Við höfum náð árangri með tóbaks- og áfengisgjaldi. Þannig að já, ég trúi því að við getum gert sykurskatt að lögum.“
Alþingi Heilbrigðismál Kompás Skattar og tollar Tengdar fréttir Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00
Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30
Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07