Börnum með offitu synjað um tryggingu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 19:30 Dreng með offitu og hefur verið í Heilsuskólanum, úrræði Barnaspítalans fyrir feit börn, hefur tvisvar verið synjað um barnatryggingu hjá Verði. Fyrst þegar hann var tíu ára og svo þegar hann var tólf ára. Ástæðan er einfaldlega þyngd hans. Í samtali við fréttastofu segir faðir drengsins að hann sé hraustur, ekki með háan blóðsykur, álag á liðakerfi eða aðra kvilla. Allir aðrir í fjölskyldunni séu tryggðir hjá Verði, meira að segja hundurinn. Systkini hans fái sama mataræði og hann, sama aðbúnað, og þau fái tryggingu enda séu þau í kjörþyngd.Annað synjunarbréfa sem faðir drengsins fékk eftir að hafa sótt um barnatryggingu fyrir hann.grafík/hafsteinnLæknir í Heilsuskólanum staðfestir við fréttastofu að nokkur dæmi séu um að börnum sem þar eru í meðferð sé hafnað um sjúkdómatryggingu. Könnun fréttastofu leiðir í ljós að hjá Sjóvá og VÍS hafi þyngd og hæð engin áhrif á umsókn um tryggingu. Hjá TM og Verði eru nokkur dæmi um að umsókn hafi verið synjað vegna þyngdar barns en það er sjaldgæft. Ef barn fær synjun hjá TM er málinu lokið, barnið fær enga tryggingu. Hjá Verði er hægt að sækja um annars konar tryggingu, sem hefur enga áhættumælingu og öll börn hafa rétt á. Þar er þó bótaþak. „En af því að það er ekkert áhættumat þá þarf tryggingin að vera dýrari, þótt hún sé á sambærilegu verði og hin, eða með lægri bótafjárhæðum en bótaliðirnir eru þeir sömu og snúa að örorku- og sjúkdómatryggingu,“ segir Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri tjóna og stofnstýringar hjá Verði.Stuðst við BMI-stuðul Sigurður Óli segir notast við BMI stuðul, sem er reiknaður sérstaklega með tilliti til barna, við áhættumat. Mörkin eru byggð á upplýsingum frá endurtryggjendum.Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri tjóna og stofnstýringar hjá Verði, segir afar sjaldgæft að börnum sé synjað um tryggingu en ef það gerist þá sé þeim boðin öðruvísi trygging án áhættumats.„Þannig virka tryggingar, þær byggja á gögnum til að meta áhættu og verðleggja tryggingar,“ segir hann. En af hverju þarf að synja þungum börnum? „Synjun byggir á því að ofþyngd hafi áhrif á bótaþætti sem eru í tryggingunni.“ Ef barnið er þungt er leitað til lækna og sjúkraskrár skoðaðar. Þar kemur t.d. fram ef barn hefur sótt meðferð hjá Heilsuskólanum. Synjun vegna ofþyngdar gerist líka hjá fullorðnu fólki, þótt reikningsdæmið líti aðeins öðruvísi út. „Þá er miðað við BMI-stuðul og það kemur álag á trygginguna, því hærra eftir því sem stuðullinn er hár - í nokkrum þrepum. Ef BMI-stuðullinn er orðinn mjög hár getur það leitt til höfnunar,“ segir Sigurður Óli en þá er engin önnur trygging í boði, ekkert b-plan, heldur fær viðkomandi fullorðni einstaklingur einfaldlega ekki tryggingu. „En í barnatryggingum er ekkert álag eftir þyngd, bara annað hvort eða,“ segir Sigurður og útskýrir að BMI-stuðullinn þurfi að vera mjög hár til að fá synjun og því fátítt að það gerist með börn. Börn og uppeldi Kompás Tryggingar Tengdar fréttir Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Dreng með offitu og hefur verið í Heilsuskólanum, úrræði Barnaspítalans fyrir feit börn, hefur tvisvar verið synjað um barnatryggingu hjá Verði. Fyrst þegar hann var tíu ára og svo þegar hann var tólf ára. Ástæðan er einfaldlega þyngd hans. Í samtali við fréttastofu segir faðir drengsins að hann sé hraustur, ekki með háan blóðsykur, álag á liðakerfi eða aðra kvilla. Allir aðrir í fjölskyldunni séu tryggðir hjá Verði, meira að segja hundurinn. Systkini hans fái sama mataræði og hann, sama aðbúnað, og þau fái tryggingu enda séu þau í kjörþyngd.Annað synjunarbréfa sem faðir drengsins fékk eftir að hafa sótt um barnatryggingu fyrir hann.grafík/hafsteinnLæknir í Heilsuskólanum staðfestir við fréttastofu að nokkur dæmi séu um að börnum sem þar eru í meðferð sé hafnað um sjúkdómatryggingu. Könnun fréttastofu leiðir í ljós að hjá Sjóvá og VÍS hafi þyngd og hæð engin áhrif á umsókn um tryggingu. Hjá TM og Verði eru nokkur dæmi um að umsókn hafi verið synjað vegna þyngdar barns en það er sjaldgæft. Ef barn fær synjun hjá TM er málinu lokið, barnið fær enga tryggingu. Hjá Verði er hægt að sækja um annars konar tryggingu, sem hefur enga áhættumælingu og öll börn hafa rétt á. Þar er þó bótaþak. „En af því að það er ekkert áhættumat þá þarf tryggingin að vera dýrari, þótt hún sé á sambærilegu verði og hin, eða með lægri bótafjárhæðum en bótaliðirnir eru þeir sömu og snúa að örorku- og sjúkdómatryggingu,“ segir Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri tjóna og stofnstýringar hjá Verði.Stuðst við BMI-stuðul Sigurður Óli segir notast við BMI stuðul, sem er reiknaður sérstaklega með tilliti til barna, við áhættumat. Mörkin eru byggð á upplýsingum frá endurtryggjendum.Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri tjóna og stofnstýringar hjá Verði, segir afar sjaldgæft að börnum sé synjað um tryggingu en ef það gerist þá sé þeim boðin öðruvísi trygging án áhættumats.„Þannig virka tryggingar, þær byggja á gögnum til að meta áhættu og verðleggja tryggingar,“ segir hann. En af hverju þarf að synja þungum börnum? „Synjun byggir á því að ofþyngd hafi áhrif á bótaþætti sem eru í tryggingunni.“ Ef barnið er þungt er leitað til lækna og sjúkraskrár skoðaðar. Þar kemur t.d. fram ef barn hefur sótt meðferð hjá Heilsuskólanum. Synjun vegna ofþyngdar gerist líka hjá fullorðnu fólki, þótt reikningsdæmið líti aðeins öðruvísi út. „Þá er miðað við BMI-stuðul og það kemur álag á trygginguna, því hærra eftir því sem stuðullinn er hár - í nokkrum þrepum. Ef BMI-stuðullinn er orðinn mjög hár getur það leitt til höfnunar,“ segir Sigurður Óli en þá er engin önnur trygging í boði, ekkert b-plan, heldur fær viðkomandi fullorðni einstaklingur einfaldlega ekki tryggingu. „En í barnatryggingum er ekkert álag eftir þyngd, bara annað hvort eða,“ segir Sigurður og útskýrir að BMI-stuðullinn þurfi að vera mjög hár til að fá synjun og því fátítt að það gerist með börn.
Börn og uppeldi Kompás Tryggingar Tengdar fréttir Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent