Finnur útskýrir fjarveru sína Körfuboltaþjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson hefur nú greint frá ástæðu þess að hann er kominn í leyfi frá störfum sínum hjá Íslandsmeisturum Vals. Körfubolti 2. desember 2022 16:30
Kanye West segist hafa komið að Kim Kardashian með Chris Paul Stórstjörnur í NBA körfuboltanum eru farnir að dragast inn í hringavitleysuna sem er í gangi í kringum tónlistarmanninn og tískuhönnuðinn Kanye West. Körfubolti 2. desember 2022 15:45
Finnur ekki með Val af fjölskylduástæðum Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals í körfubolta, verður ekki á hliðarlínunni í kvöld þegar liðið tekur á móti Keflavík í stórleik í Subway-deild karla. Körfubolti 2. desember 2022 14:15
Vlad spurður út í dóminn sem féll nokkrum klukkutímum fyrir leik: Ég hef enga skoðun á því „Ég er enn sár eftir þennan leik en við fórum illa með okkur sjálfa. Við gerðum mikið af heimskulegum hlutum. Svona er þessi leikur. Mínir menn börðust og ég er ánægður með það en ef við viljum eitthvað meira þá verðum við að vera gáfaðari í okkar nálgun,“ sagði Vlad Anzulović þjálfari Tindastóls eftir tap gegn Haukum í Subway-deildinni í kvöld. Körfubolti 1. desember 2022 23:18
Helgi Már: Ég held bara áfram að sinna mínu starfi þangað til einhver lætur mig vita annað Þjálfari KR, Helgi Már Magnússon, var allt annað en sáttur eftir tap í botnslag áttundu umferðar Subway deildar karla í kvöld. „Svekkelsi, ömurlegt að tapa,“ sagði Helgi Már við Vísi eftir leik. Körfubolti 1. desember 2022 23:00
Umfjöllun og viðtal: Haukar - Tindastóll 80-75 | Haukar komu til baka og lögðu Stólana Haukar unnu fimm stiga sigur á heimavelli gegn Tindastóli í Subway deildinni í kvöld. Tindastóli mistókst þar með að vinna fjórða leik sinn í röð. Haukar áttu góða endurkomu í kvöld og unnu 80-75. Körfubolti 1. desember 2022 22:23
Lárus: Í fjórða leikhluta var þetta orðið eins og skotæfing hjá Njarðvík Þór frá Þorlákshöfn fékk þungan skell á heimavelli í kvöld í Subway-deild karla, en Njarðvíkingar settu 119 stig á þá í kvöld, niðurstaðan 31 stigs tap. Lárus Jónsson þjálfari Þórs sagði að slakur varnarleikur í upphafi leiks og andleysi hans manna þegar á móti blés hafi fellt þá rækilega beint á andlitið í kvöld. Körfubolti 1. desember 2022 21:36
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Grindavík 87-91 | Baráttusigur Grindavíkur á Egilsstöðum Grindvíkingar komu sér aftur á sigurbraut í úrvalsdeild karla í körfuknattleik með 87-91 sigri á Hetti á Egilsstöðum í kvöld. Grindvíkingar voru fastir fyrir í vörninni og héngu sem hundar ár roði á forustu sinni í lokin. Körfubolti 1. desember 2022 21:18
Umfjöllun og viðtal: Þór Þ. - Njarðvík 88-119 | Njarðvíkingar settu upp skotsýningu og kafsigldu Þórsara Njarðvíkingar sóttu botnlið Þórsara heim í Þorlákshöfn í kvöld. Fyrir leikinn voru heimamenn aðeins með einn sigur í sarpnum, en þeir unnu nágranna Njarðvíkinga í Keflavík í þar síðustu umferð. Það er hæpið að tala um einhverja skyldusigra í þessari jöfnu Subway-deild, en fyrirfram reiknuðu sennilega flestir með sigri gestanna. Körfubolti 1. desember 2022 21:15
Umfjöllun og viðtal: KR - ÍR 88-95 | ÍR skildi Vesturbæinga eftir í fallsæti eftir fimmta tap KR á heimavelli ÍR lagði KR í kaflaskiptum leik í Vesturbænum í áttundu umferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Eftir sterka byrjun heimamanna skiptust liðin á forystu alveg þar til í síðasta leikhluta þar sem hærri nýting ÍR liðsins gaf þeim yfirhöndina og á endanum sigurinn í þessum mikilvæga fallbaráttuleik. Körfubolti 1. desember 2022 20:15
Loksins endanleg niðurstaða í máli Tindastóls og Hauka Áfrýjunardómstóll KKÍ hefur staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í málinu sem varðar bikarleik Tindastóls og Hauka í körfubolta karla. Körfubolti 1. desember 2022 15:39
Tólf stig frá Elvari þegar Rytas vann í Meistaradeildinni Elvar Friðriksson og félagar hans í litáíska liðinu Rytas unnu góðan sigur á gríska liðinu Peristeri í Meistaradeild Evrópu í körfubolta í kvöld. Þetta er annar sigurleikur Rytas í keppninni. Körfubolti 30. nóvember 2022 19:52
Doncic afrekaði í þriðja sinn það sem enginn annar leikmaður hefur náð í vetur Luka Doncic fór enn á ný fyrir Dallas Mavericks liðinu í nótt þegar liðið ann þriggja stiga sigur á NBA-meisturum Golden State Warriors, 116-113. Körfubolti 30. nóvember 2022 17:30
„Við erum ekki að biðja um að fá jafnmikið borgað og karlarnir“ Það er gríðarlega mikill munur á því að hvað leikmenn í NBA-deildinni og leikmenn í WNBA-deildinni eru að fá borgað í laun fyrir vinnu sína. Einn af bestu leikmönnum WNBA-deildarinnar á síðasta tímabili hefur lagt inn sín sjónarmið í umræðuna. Körfubolti 30. nóvember 2022 16:31
Barkley útskýrir af hverju Jordan hætti að tala við hann Michael Jordan og Charles Barkley voru miklir vinir í eina tíð en núna eru tíu ár síðan þeir töluðust við. Í viðtali við Bleacher Report fer Barkley yfir ástæðu þess að Jordan hætti að tala við hann. Körfubolti 30. nóvember 2022 07:31
KR-ingar þurfi að láta Helga fara: „Þetta er bara komið gott“ Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru eins og svo oft áður um víðan völl í Framlengingunni og ræddu þar meðal annars um slæma stöðu KR-inga í Subway-deildinni. Körfubolti 29. nóvember 2022 23:31
KR skiptir út manni fyrir botnslaginn mikilvæga KR-ingar stefna á að tefla fram nýjum leikmanni á fimmtudaginn í leiknum mikilvæga gegn ÍR í Subway-deild karla í körfubolta. Þeir sendu annan leikmann heim í staðinn. Körfubolti 29. nóvember 2022 16:30
„Auðvitað er þetta ótrúlega erfitt andlega“ Körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir úr Haukum vonast til að komast aftur á völlinn fyrir áramót en hún jafnar sig eftir liðþófaaðgerð. Hún segir taka á að vera utan vallar en hlakkar mikið til að komast aftur á parketið. Körfubolti 29. nóvember 2022 15:00
Lögmál leiksins: „Þetta eru fjórir af fimm eða sex bestu leikmönnum deildarinnar“ Hinn klassíski liður „Nei eða Já“ er fastur liður hjá strákunum í Lögmál leiksins. Þar er farið yfir það helst sem hefur gerst í NBA deildinni á undanförnum dögum. Farið var yfir hvaða lið myndi vinna ef Bandaríkin myndu mæta heiminum í Ryder Cup körfuboltans. Þá var velt fyrir sér hvort Sacramento Kings myndi enda fyrir ofan Los Angeles Lakers. Körfubolti 28. nóvember 2022 23:01
Lögmál leiksins: „Er því miður bara ekki gott lið“ Lögmál leiksins er á sínum stað á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.00 í kvöld. Þar er að venju farið yfir það helsta sem hefur drifið á daga NBA deildarinnar í körfubolta. Í þætti kvöldsins verður staða mála hjá Luka Dončić og félögum í Dallas Mavericks skoðuð. Körfubolti 28. nóvember 2022 17:31
Sara tók stigametið af Jóni Arnóri í gær Sara Rún Hinriksdóttir setti nýtt stigamet í gær í sigri íslenska körfuboltalandsliðsins á Rúmeníu í undankeppni Evrópumótsins. Körfubolti 28. nóvember 2022 10:31
Körfuboltakvöld: Taylor Maurice Johns stal senunni Að venju fór Körfuboltakvöld yfir tilþrif síðustu umferðar í Subway deild karla í körfubolta. Farið var yfir tíu bestu tilþrif umferðarinnar og var það Taylor Maurice Johns, leikmaður ÍR, sem fékk tilþrif vikunnar. Körfubolti 27. nóvember 2022 23:31
Myndir frá mögnuðum sigri Íslands í Laugardalshöll Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta vann frækinn sigur á Rúmeníu í Laugardalshöll í dag, lokatölur 68-58. Hér að neðan má sjá myndir úr Laugardalshöllinni Körfubolti 27. nóvember 2022 20:30
„Frábær leikur en manni finnst samt eins og við hefðum getað gert betur á köflum“ Sara Rún Hinriksdóttir átti sannkallaðan stjörnuleik fyrir Ísland í dag þegar liðið lagði Rúmenínu í undankeppni Evrópumótsins. Sara endaði með tæpan helming stiga íslenska liðsins, 33 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Hvernig leið Söru í leikslok? Körfubolti 27. nóvember 2022 20:01
„Langt síðan að íslenska liðið náði sigri svo að þetta gefur okkur öllum svo mikið“ Íslenska kvennalandsliðið vann góðan 10 stiga sigur á Rúmenum í Laugardalshöllinni í dag í undankeppni Evrópumótsins, lokatölur 68-58. Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins, tók undir að þetta hefði verið ansi jafn leikur og tók Söru Rún Hinriksdóttur og hennar frammistöðu sérstaklega út fyrir sviga. Körfubolti 27. nóvember 2022 19:30
Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 68-58 | Sanngjarn sigur Íslands á Rúmeníu í jöfnum leik Ísland tók á móti Rúmeníu í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða í Laugardalshöllinni í dag. Þetta var seinni leikur Íslands í þessum landsleikjaspretti, en sá fyrri tapaðist stórt 120-54, gegn sennilega sterkasta kvennalandsliði Evrópu þessa dagana, Spáni. Körfubolti 27. nóvember 2022 18:20
Þórir og félagar unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og félagar hans í Oviedo unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið tóka á móti Leyma Coruna í áttundu umferð spænsku B-deildarinnar í körfubolta í dag, 93-83. Körfubolti 27. nóvember 2022 13:38
LeBron dró vagninn og Lakers vann annan leikinn í röð Eftir erfitt gengi í upphafi tímabils vann Los Angeles Lakers sinn annan leik í röð er liðið haimsótti San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lokatölur 138-143, en það var hinn 37 ára gamli LeBron James sem fór fyrir liði Lakers. Körfubolti 27. nóvember 2022 10:00
Körfuboltakvöld ekki sammála Viðari Erni: „Stundum að horfa inn á við, ekki alltaf á einhverja aðra“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var ósáttur með ritaraborðið í leik Vals og sinna manna í Subway deild karla. Körfuboltakvöld fór yfir síðustu mínútu leiksins til að komast að því hvort Viðar Örn hefði eitthvað fyrir sér. Körfubolti 26. nóvember 2022 15:30
Körfuboltakvöld um andlausa frammistöðu KR: „Þetta er ekki boðlegt“ KR hefur byrjað tímabilið í Subway deild karla hræðilega og tapaði liðið enn einum leiknum á föstudagskvöld, að þessu sinni gegn Keflavík. Ekki nóg með að tapa leik eftir leik heldur virðist sem mörgum leikmönnum liðsins sé alveg sama. Körfuboltakvöld fór yfir síðasta leik KR og lét leikmenn liðsins einfaldlega heyra það. Körfubolti 26. nóvember 2022 11:01