Vonar að trúin sé enn til staðar á Sauðárkróki Aron Guðmundsson skrifar 15. apríl 2024 15:30 Pétur Rúnar (til hægri) er einn af burðarásunum í liði ríkjandi Íslandsmeistara Tindastóls sem þurfa alvöru frammistöðu gegn Grindavík í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway deildar karla Vísir/ Hulda Margrét Íslandsmeistarar Tindastóls þurfa að verja vígi sitt er liðið tekur á móti Grindavík í Síkinu í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Stólarnir mæta til leiks eftir dapra frammistöðu í fyrsta leik. Á heimavelli sem hefur ekki reynst eins gjöfull og undanfarin tímabil. Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls hefur trú á því að liðið geti snúið genginu við og treystir því að fólk hafi enn trú á Íslandsmeisturunum.„Það er tilhlökkun í mannskapnum fyrir því að spila fyrsta leikinn í úrslitakeppni á heimavelli á þessu tímabili,“ segir Pétur Rúnar í samtali við Vísi. „Við erum staðráðnir í því að gera betur en í síðasta leik. Staðan er bara þannig að við þurfum að stimpla okkur af krafti inn í þessa úrslitakeppni.“ „Við erum búnir að fara vel yfir síðasta leik. Hvað fór úrskeiðis þar og hvað var gott í okkar leik, þrátt fyrir að það góða hafi kannski ekki verið mikið. Við ætlum okkur að gera betur og mæta af krafti og hörku í þennan leik á eftir. Við megum ekki leyfa þeim að líða eins vel og þeim leið í fyrsta leiknum. Þeir fengu bara að valsa um og gera allt sem að þeir vildu. Sama um hvern þeirra leikmanna var að ræða. Basile og Kane löbbuðu fram hjá okkur í átt að körfunni. Julio og Mortensen rúlluðu að hringnum og svo voru menn að fá galopin skot fyrir utan líka. Við þurfum að gera margt betur varnarlega en við sýndum í þessum fyrsta leik.“ Titilvörn Tindastóls til þessa hefur ekki verið upp á marga fiska og líkt og bent er á í ítarlegri grein Óskars Ófeigs um heimavöll liðsins, Síkið, þá hefur það vígi ekki reynst eins gjöfult og undanfarin tímabil. Pétur Rúnar hefur trú á því að heimavöllurinn geti gefið Stólunum fleiri góðar stundir og býst hann við mögnuðum stuðningi af pöllunum í kvöld til þess að hjálpa liðinu í sinni baráttu. „Ég býst við því allavegana. Ég vona að fólk hafi enn trú á okkur, held það sé raunin. Það er bara okkar að leiðrétta þetta gengi sem hefur verið brösótt í vetur á heimavelli. Ég hef fulla trú á því að það breytist í kvöld.“ Leikur tvö í einvígi Tindastóls og Grindavíkur í átta liða úrslitum Subway deildar karla verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefjum við leika þar klukkan sjö í kvöld. Strax að leik loknum tekur Subway körfuboltakvöld svo við og fer yfir það helsta í beinni úrsendingu frá Síkinu. Subway-deild karla Tindastóll Grindavík Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls hefur trú á því að liðið geti snúið genginu við og treystir því að fólk hafi enn trú á Íslandsmeisturunum.„Það er tilhlökkun í mannskapnum fyrir því að spila fyrsta leikinn í úrslitakeppni á heimavelli á þessu tímabili,“ segir Pétur Rúnar í samtali við Vísi. „Við erum staðráðnir í því að gera betur en í síðasta leik. Staðan er bara þannig að við þurfum að stimpla okkur af krafti inn í þessa úrslitakeppni.“ „Við erum búnir að fara vel yfir síðasta leik. Hvað fór úrskeiðis þar og hvað var gott í okkar leik, þrátt fyrir að það góða hafi kannski ekki verið mikið. Við ætlum okkur að gera betur og mæta af krafti og hörku í þennan leik á eftir. Við megum ekki leyfa þeim að líða eins vel og þeim leið í fyrsta leiknum. Þeir fengu bara að valsa um og gera allt sem að þeir vildu. Sama um hvern þeirra leikmanna var að ræða. Basile og Kane löbbuðu fram hjá okkur í átt að körfunni. Julio og Mortensen rúlluðu að hringnum og svo voru menn að fá galopin skot fyrir utan líka. Við þurfum að gera margt betur varnarlega en við sýndum í þessum fyrsta leik.“ Titilvörn Tindastóls til þessa hefur ekki verið upp á marga fiska og líkt og bent er á í ítarlegri grein Óskars Ófeigs um heimavöll liðsins, Síkið, þá hefur það vígi ekki reynst eins gjöfult og undanfarin tímabil. Pétur Rúnar hefur trú á því að heimavöllurinn geti gefið Stólunum fleiri góðar stundir og býst hann við mögnuðum stuðningi af pöllunum í kvöld til þess að hjálpa liðinu í sinni baráttu. „Ég býst við því allavegana. Ég vona að fólk hafi enn trú á okkur, held það sé raunin. Það er bara okkar að leiðrétta þetta gengi sem hefur verið brösótt í vetur á heimavelli. Ég hef fulla trú á því að það breytist í kvöld.“ Leikur tvö í einvígi Tindastóls og Grindavíkur í átta liða úrslitum Subway deildar karla verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefjum við leika þar klukkan sjö í kvöld. Strax að leik loknum tekur Subway körfuboltakvöld svo við og fer yfir það helsta í beinni úrsendingu frá Síkinu.
Subway-deild karla Tindastóll Grindavík Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum