Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Lakers skellt í Baunaborginni í nótt

Lebron James sneri aftur í lið Los Angeles Lakers eftir meiðsli en það reyndist ekki nóg til þess að sigra Boston Celtics í TD Garðinum í Boston. Alls fóru fram níu leikir í NBA deildinni í nótt. 

Körfubolti
Fréttamynd

Hamur rann á Curry í 4. leikhluta

Stephen Curry skoraði fjörutíu stig, þar af tuttugu í 4. leikhluta, þegar Golden State Warriors sigraði Cleveland Cavaliers, 89-104, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Arnar Guðjónsson: Það sem þurfti í Garðabæinn var sigur og hann kom

Stjörnumenn unnu góðan 87-73 sigur á Tindastól í síðasta leiknum fyrir landsleikjafrí í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur en að lokum voru það heimamenn úr Garðabænum sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var í banni í kvöld en fylgdist auðvitað með leiknum úr stúkunni. Honum var mjög létt eftir sigurinn í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Misjafnt gengi Íslendinganna í Evrópu

Það var nóg um að vera hjá landsliðsmönnum Íslands í körfubolta í kvöld. Þeir Martin Hermannsson, Tryggvi Snær Hlinason og Elvar Már Friðriksson kepptu allir með liðum sínum í Evrópu.

Körfubolti
Fréttamynd

ÍR fær liðs­styrk frá Króatíu

Króatinn Igor Marić hefur samið við ÍR og mun leika með liðinu í Subway-deild karla í körfubolta út þetta tímabil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild ÍR.

Körfubolti