Uppgjörið: Valur - Höttur 94-75 | Öruggur heimasigur í tímamótaleik gestanna Deildarmeistarar Vals tóku á móti Hetti í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla en þetta er í fyrsta sinn sem Hattarmenn komast í úrslitakeppnina svo að leikurinn var sögulegur. Körfubolti 10. apríl 2024 22:05
Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 87-73 | Njarðvíkingar byrja af krafti Njarðvík byrjar úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta af krafti. Liðið fór illa með Þór Þorlákshöfn í Ljónagryfjunni í Reykjanesbæ þegar liðin mættust í fyrsta leik átta liða úrslita deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Körfubolti 10. apríl 2024 21:15
„Vonumst til að allt Austurland sameinist á bak við okkur“ Höttur leikur í kvöld sinn fyrsta leik í úrslitakeppni í efstu deild karla í körfubolta. Það snýst allt um einvígið við Val á Egilsstöðum og þjálfari liðsins segist vera spenntur fyrir rimmunni. Sport 10. apríl 2024 16:30
Úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta hefst í kvöld Það eru liðnir 328 dagar frá oddaleiknum í fyrra en nú er biðin loksins á enda. Æsispennandi deildarkeppni gefur góð fyrirheit fyrir keppnina í ár. Körfubolti 10. apríl 2024 15:18
Giannis hjálpað af velli í nótt Gríski körfuboltamaðurinn Giannis Antetokounmpo meiddist í sigri Milwaukee Bucks á Boston Celtics í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 10. apríl 2024 13:00
Teitur til varnar Milka: Hefur pakkað mönnum saman en ekki fengið hrós Dominykas Milka náði ekki að verða Íslandsmeistari með Keflavík en nú reynir hann að vinna titilinn með Njarðvíkurliðinu. Milka byrjar gegn liði sem hefur lítið ráðið við litháenska miðherjann í vetur. Körfubolti 10. apríl 2024 12:31
„Eru búnir að vera að hóta því síðan“ Teitur Örlygsson sér þroskamerki á Valsliðinu og Helgi Már Magnússon vill að Hattarmenn njóti þess að vera í úrslitakeppninni í fyrstas skiptið. Einvígi liðanna hefst í kvöld. Körfubolti 10. apríl 2024 11:00
Miklu fleiri horfðu á konurnar en karlana Áhuginn á háskólakörfubolta kvenna í Bandaríkjunum er í sögulegu hámarki og sjónvarpsáhorfið á úrslitaleik karla og kvenna sýndi það líka svart á hvítu. Körfubolti 10. apríl 2024 10:01
„Mikið af mistökum en seinni hálfleikur mikið skárri en fyrri“ Keflavík lagði Fjölni af velli 83-58 í fyrsta leik liðana í úrslitakeppni Subway-deildarinnar í Blue-höllinni í Keflavík í kvöld. Körfubolti 9. apríl 2024 22:01
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 80-68 | Keira fór á kostum í sigri Hauka Haukar unnu fyrsta leikinn gegn Stjörnunni í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Stjarnan byrjaði betur en Haukar bitu frá sér og unnu síðustu þrjá leikhlutana. Körfubolti 9. apríl 2024 21:28
„Þurfum að tapa færri boltum og taka betri ákvarðanir sóknarlega í næsta leik“ Haukar unnu tólf stiga sigur gegn Stjörnunni 80-68 í fyrsta leik milli liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki sáttur með seinni hálfleik Stjörnunnar. Sport 9. apríl 2024 21:18
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fjölnir 86-58 | Meistarakandítarnir byrja af krafti Deildar- og bikarmeistarar Keflavíkur fóru létt með Fjölni í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway deildar kvenna í körfubolta. Körfubolti 9. apríl 2024 21:05
Gæti orðið fyrsta konan til að taka við liði í NBA Charlotte Hornets gæti brotið blað í NBA með því að vera fyrsta liðið í sögu deildarinnar til að ráða konu sem aðalþjálfara. Körfubolti 9. apríl 2024 16:30
Hjálpaðu Körfuboltakvöldi við að velja besta lið sögunnar Subway Körfuboltakvöld hefur verið að leita að besta liði körfuboltasögunnar í allan vetur og nú er komið að úrslitum. Körfubolti 9. apríl 2024 11:00
„Hún er líklega ristarbrotin“ Í kvöld var deildarmyrkvi á sólu og það kannski í takt við þann atburð að Valskonur sáu aldrei til sólar í Njarðvík í kvöld, ef frá er talinn fyrsti leikhlutinn. Körfubolti 8. apríl 2024 21:46
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Valur 96-58 | Íslandsmeistararnir sáu aldrei til sólar Njarðvík tók á móti ríkjandi Íslandsmeisturum Vals í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Njarðvík endaði í þriðja sæti en Valskonur unnu B-deildina. Körfubolti 8. apríl 2024 21:10
Rodriguez kom Grindavík yfir í einvíginu gegn Þór Grindavík er komið yfir gegn Þór Akureyri í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Grindavík vann sjö stiga sigur, 94-87, þar sem Danielle Rodriguez fór hreinlega á kostum. Körfubolti 8. apríl 2024 20:59
Hefur trú á að kvennaíþróttir geti vaxið enn frekar Caitlin Clark hefur lokið leik í háskólakörfuboltanum í Bandaríkjunum. Hún yfirgefur sviðið sem stigahæsti leikmaður í sögu háskólaboltans, bæði karla- og kvenna megin. Ofan á það hefur hún hjálpað til við að brjóta hvert áhorfsmetið á fætur öðru. Körfubolti 8. apríl 2024 20:00
LeBron sagði hælbítum Clarks til syndana Körfuboltakonan frábæra, Caitlin Clark, fékk hrós úr ýmsum áttum fyrir frammistöðu sína í úrslitaleik bandaríska háskólakörfuboltans, meðal annars frá LeBron James. Körfubolti 8. apríl 2024 14:00
Báðust afsökunar á ummælum á ÍR TV Úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta er komin af stað og þar berjast fjögur félögum um að fylgja KR-ingum upp í Subway deild karla í körfubolta. Körfubolti 8. apríl 2024 09:35
Martin kominn á fulla ferð með Alba Berlin Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlin unnu góðan níu stiga sigur gegn Riesen Ludwigsborg á heimavelli í dag. Körfubolti 7. apríl 2024 15:37
Lakers á siglingu og Denver aftur komið í efsta sætið LeBron James átti góðan leik fyrir Los Angeles Lakers sem er á góðri leið að tryggja sér sæti í umspili fyrir úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Þá er Denver Nuggets komið í efsta sæti Vesturdeildar á nýjan leik. Körfubolti 7. apríl 2024 10:45
Tap hjá Elvari Má en sigur hjá Tryggva Snæ Elvar Már Friðriksson og Tryggvi Snær Hlinason voru í eldlínunni með liðum sínum í spænsku og grísku úrvalsdeildunum í körfuknattleik í dag. Körfubolti 6. apríl 2024 16:47
„Ekki allt satt og rétt í þessari yfirlýsingu“ Mótastjóri KKÍ segir ekki allt satt og rétt sem fram hafi komið í yfirlýsingu Grindavíkur vegna Íslandsmóts 11 ára drengja um helgina. Hann segir ljótt að gera hlutina eins og Grindvíkingar hafi gert. Körfubolti 6. apríl 2024 14:20
Sigurganga Warriors á enda og spennan eykst í efri hluta austursins Það styttist í að deildakeppninni í NBA ljúki en úrslitakeppnin hefst eftir rúma viku. Mesta spennan er í efri hluta Austurdeildarinnar þar sem aðeins tveimur sigurleikjum munar á liðunum í sætum tvö til fimm. Körfubolti 6. apríl 2024 09:57
Bronny James skráir sig í nýliðaval NBA deildarinnar Bronny James, sonur NBA goðsagnarinnar LeBron James ætlar sér að vera á meðal leikmanna í komandi nýliðavali NBA deildarinnnar. Körfubolti 6. apríl 2024 07:01
Randle undir hnífinn og missir af úrslitakeppninni með Knicks Julius Randle hefur undanfarnar vikur gert allt sem hann getur til að vera klár fyrir úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Nú er ljóst að hann þarf að fara undir hnífinn og verður því ekki með New York Knicks fyrr en á næstu leiktíð. Körfubolti 5. apríl 2024 15:31
Gert upp á milli strákaliða eftir getu: „Blaut tuska í andlit drengjanna“ Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur sent frá sér harðyrta yfirlýsingu vegna Íslandsmóts 11 ára drengja sem fara á fram á Ísafirði um helgina. Í henni segir að KKÍ hafi gert upp á milli iðkenda, með því að fækka leikjum liða í B-, C- og D-riðli en ekki í A-riðli. Körfubolti 5. apríl 2024 14:39
Stjarnan er tölfræðilega besta lið sögunnar sem komst ekki í úrslitakeppni Stjörnumenn misstu af úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta þrátt fyrir að vinna helming leikja sinna í deildarkeppninni. Það hefur aldrei gerst áður. Körfubolti 5. apríl 2024 13:01
Arnar barðist við tárin eftir kveðjuleik: „Það mun svíða mjög lengi“ Körfuboltaþjálfarinn Arnar Guðjónsson leyndi ekki tilfinningum sínum eftir síðasta leik sinn sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í gærkvöld. Hann gengur að vissu leyti stoltur frá borði, enda unnið fleiri titla en aðrir þjálfarar á síðustu sex árum, en kveðjutímabilið mun svíða lengi. Körfubolti 5. apríl 2024 12:30