Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Keflavík 96-71 | Gulklæddir flengdu Keflvíkinga Grindavík fékk Keflavík í heimsókn í undanúrslitaeinvígi liðanna í úrslitakeppni Subway-deildar karla. Gestirnir jöfnuðu einvígið í dramatískum leik í Keflavík en voru eins og skugginn af sjálfum sér í kvöld. Körfubolti 8. maí 2024 18:31
Fékk yfirburðarkosningu sem varnarmaður ársins Frakkinn Rudy Gobert jafnaði met í NBA deildinni í körfubolta þegar hann var kjörinn besti varnarmaður deildarinnar í fjórða skiptið á ferlinum. Körfubolti 8. maí 2024 13:01
Litli Jordan vill alls ekki vera líkt við Jordan Fátt er meira talað um þessa dagana í NBA heiminum en ungstirnið Anthony Edwards. Körfubolti 8. maí 2024 11:00
OKC áfram taplaust og Boston byrjar vel Boston Celtics og Oklahoma City Thunder byrjuðu bæði mjög vel í undanúrslitaeinvígum sínum í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Körfubolti 8. maí 2024 07:20
Ræðir veru sína í rússnesku fangelsi í nýrri bók Körfuboltakonan Brittney Yvette Griner eyddi tíu mánuðum í rússnesku fangelsi fyrir litlar sakir. Hún er nú að gefa út bók þar sem hún fer yfir mánuðina tíu og það þegar henni var loks hleypt heim til Bandaríkjanna en í staðinn þurftu Bandaríkin að láta „Kaupmann dauðans“ af hendi. Körfubolti 7. maí 2024 23:31
Aþena upp í Subway-deildina Aþena tryggði sér í kvöld sæti í Subway-deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð þegar liðið lagði Tindastól á Sauðárkróki, lokatölur 72-77. Körfubolti 7. maí 2024 22:45
„Gamaldags boxbardagi frá fyrstu mínútu“ Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var mættur í viðtal hjá Andra Má Eggertssyni eftir eins stigs sigur á Njarðvík, 68-67. Hann var feginn því hvoru megin sigurinn lenti í jöfnum leik. Körfubolti 7. maí 2024 22:31
„Dómur þarna í restina sem ákveður úrslitin“ Njarðvíkingar þurftu að sætta sig við súrt eins stigs tap, 68-67, gegn Valsmönnum á Hlíðarenda í kvöld en úrslit leiksins réðust á vítalínunni. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga var ekki sáttur við dómgæsluna undir lokin. Körfubolti 7. maí 2024 22:05
Uppgjör: Valur - Njarðvík 68-67 | Ekki fallegt en það telur Valur lagði Njarðvík í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Leikurinn var ekki sá fallegasti og Valur skoraði aðeins átta stig í öllum fjórða leikhluta. Það kom ekki að sök í kvöld og Valur er komið 2-1 yfir í einvíginu. Körfubolti 7. maí 2024 21:05
Kosinn nýliði ársins með fullu húsi Franski körfuboltamaðurinn Victor Wembanyama hjá San Antonio Spurs var valinn nýliði ársins í NBA-deildinni með fullu húsi stiga. Körfubolti 7. maí 2024 12:00
Riley sagði Butler að halda kjafti og lofaði honum ekki nýjum samningi Pat Riley, forseti Miami Heat, gaf Jimmy Butler engan afslátt á blaðamannafundi í gær, sagði að hann ætti að loka þverrifunni á sér og yrði spila meira ef hann vildi fá nýjan samning hjá félaginu. Körfubolti 7. maí 2024 11:00
Brunson í fámennan klúbb og Knicks veittu fyrsta höggið New York Knicks höfðu betur í fyrsta leik gegn Indiana Pacers í gærkvöld, 121-117, í undanúrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Minnesota Timberwolves eru komnir í 2-0 gegn Denver Nuggets eftir 106-80 sigur í undanúrslitum vesturdeildar. Körfubolti 7. maí 2024 07:30
„Ótrúlega stoltur að klára mjög sterkt og vel mannað Grindavíkurlið“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var í sjöunda himni í leikslok eftir að Njarðvíkingar sópuðu Grindvíkingum út úr 4-liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Körfubolti 6. maí 2024 22:18
„Það er þjálfarinn sem á að stíga upp og finna betri lausnir“ Þorleifur Ólafsson og hans konur í Grindavík eru komnar í snemmbúið sumarfrí eftir að Njarðvíkingar sópuðu liðinu út úr 4-liða úrslitum en Njarðvík vann þriðja leik liðanna í Smáranum í kvöld 69-82. Körfubolti 6. maí 2024 21:58
Uppgjör: Grindavík - Njarðvík 69-82 | Njarðvík í úrslit Grindavík tók á móti Njarðvík í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í leik sem gular unnu að vinna þar sem gestirnir frá Njarðvík voru 2-0 yfir í einvíginu fyrir leik kvöldsins. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en undir lokin stakk Njarðvík af og sópur niðurstaðan. Njarðvík því komið í úrslitarimmuna. Körfubolti 6. maí 2024 21:05
Þjálfari Luka og Kyrie framlengir Jason Kidd hefur skrifað undir margra ára framlengingu á samningi sínum við NBA-liðið Dallas Mavericks. Lærisveinar Kidd mæta Oklahoma City Thunder í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Vesturhluta deildarinnar á miðvikudaginn kemur. Körfubolti 6. maí 2024 20:16
„BLE-bræður eru brjálaðir!“ Strákarnir í Lögmáli leiksins kryfja nýlega verðlaunaafhendingu í NBA-deildinni vestanhafs í þætti kvöldsins. Körfubolti 6. maí 2024 16:31
Áflogaseggir fá ekki að mæta aftur á völlinn Það sauð upp úr í Keflavík um helgina er heimamenn tryggðu sér ævintýralegan sigur á Grindavík í undanúrslitum Subway-deildar karla. Körfubolti 6. maí 2024 14:03
Mitchell skaut Cleveland í undanúrslit Austursins Cleveland Cavaliers hafði betur í oddaleik gegn Orlando Magic í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Austurhluta NBA-deildarinnar í körfubolta. Donovan Mitchell skoraði 39 stig fyrir Cleveland í leik sem endaði 106-94. Körfubolti 5. maí 2024 23:00
„Ef maður fær opin skot þá verður maður að taka þau“ Keflavík lagði Stjörnuna af velli í þriðja leik liðana í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta þegar liðin mættust í Blue-höllinni í Keflavík, lokatölur 87-78. Körfubolti 5. maí 2024 20:15
Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 87-78 | Heimakonur einum sigri frá úrslitum Keflavík lagði Stjörnuna í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Eftir jafnan leik seig Keflavík fram úr og vann sigur sem þýðir að staðan í einvígi liðanna er 2-1 og Keflavík aðeins einum sigri frá úrslitaeinvígi deildarinnar. Körfubolti 5. maí 2024 19:40
Búið að fjarlægja auglýsingarnar af gólfinu í Smáranum Auglýsingar á gólfi íþróttahússins í Smáranum hafa verið teknar í burtu eftir slysið sem varð í síðasta leik í húsinu. Körfubolti 5. maí 2024 15:12
Helena fær sæti í Heiðurshöll TCU skólans Íslenska körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir verður tekin inn í Heiðurshöll Texas Christian University í haust en skólinn tilkynnti þetta á heimasíðu sinni. Körfubolti 5. maí 2024 13:30
Bara þrjú af tíu líklegustu NBA-liðunum komust í aðra umferð NBA deildin í körfubolta hefur komið mörgum á óvart á þessu tímabili og það sést á því hvaða lið eru enn á lífi eftir fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Körfubolti 5. maí 2024 12:01
Hetja Keflvíkinga hafði aldrei áður skorað svona flautukörfu á ferlinum Slóveninn Urban Oman var maður kvöldsins í Blue höllinni í Keflavík í gær þegar hann tryggði liði sínu 84-83 sigur á Grindavík með því að skora þriggja stiga flautukörfu um leið og leiktíminn rann út. Hann sá til þess að staðan er 1-1 í undanúrslitaeinvígi liðanna í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Körfubolti 5. maí 2024 10:00
NBA meistararnir réðu ekki við hinn magnaða Anthony Edwards Minnesota Timberwolves er komið í 1-0 á móti ríkjandi NBA meisturum Denver Nuggets eftir sigur í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. Körfubolti 5. maí 2024 08:31
„Við höldum bara áfram þangað til að leikurinn er búinn“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var mjög stóískur í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir sigur hans manna í ansi dramatískum leik en Keflavík lagði Grindavík 83-84 með flautukörfu í kvöld. Körfubolti 4. maí 2024 23:16
„Við gleymum okkur á veiku hliðinni“ Augnabliks einbeitingarleysi kostaði Grindvíkinga sigurinn í kvöld þegar Urban Oman skoraði flautukörfu sem tryggði Keflvíkingum eins stigs sigur í einvígi liðanna í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla. Lokatölur í Keflavík í kvöld 83-84. Körfubolti 4. maí 2024 22:41
Darius Morris látinn aðeins þrjátíu og þriggja ára að aldri Körfuknattleiksmaðurinn Darius Aaron Morris er látinn aðeins 33 ára að aldri. Hann lék með liðum á borð við Los Angeles Lakers og Clippers, Memphis Grizzlies, Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets frá árunum 2011. Körfubolti 4. maí 2024 21:15
Uppgjör: Keflavík - Grindavík 84-83 | Ótrúlegur endir og allt jafnt í einvíginu Keflvíkingar tóku á móti Grindvíkingum í leik tvö í viðureign liðanna í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla en Grindvíkingar unnu fyrsta leikinn í Smáranum þar sem hart var tekist á. Keflvíkingar leika án Remy Martin sem meiddist í þeim leik en það virtist ekki há þeim mikið. Körfubolti 4. maí 2024 21:15