Óttast að tíu milljónir barna hætti alveg í skóla fyrir árslok Milljónir barna gætu neyðst til að hætta í skóla vegna fátæktar og efnahagssamdráttar í heiminum vegna COVID - 19 heimsfaraldursins. Heimsmarkmiðin 18. ágúst 2020 14:00
Aftur í fjarvinnu: Önnur lota Fæstir bjuggust við að vera komnir aftur í þá stöðu strax í ágúst að fjarvinna yrði jafn mikil nú og hún var í samkomubanni. Það er þó staðreyndin víða. Flestir eiga auðvelt með að taka upp fyrri fjarvinnutækni þótt margir sakni vinnustaðarins og vinnufélaga. Atvinnulíf 18. ágúst 2020 13:00
Skýrar reglur sem gilda fyrir alla eru forsenda árangurs Augljóst brot Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra á sóttvarnatilmælum yfirvalda á laugardag er miklu alvarlegra mál en virðist í fyrstu. Myndir af valdamanni ganga gegn skýrum brýningum sem hafa komið fram á daglegum upplýsingafundum mánuðum saman skapa óvissu um það hvaða reglur gildi eiginlega og hvort sömu reglur gildi fyrir alla. Skoðun 18. ágúst 2020 11:57
„Erum pikkfastir í búblu hérna“ - Enn óvíst hvort KR fær undanþágu „Við erum algjörlega einangraðir hérna,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, en KR-ingar mæta Celtic í Glasgow í kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 18. ágúst 2020 11:32
Þrjú innanlandssmit og þrjú virk á landamærunum Þrír greindust með kórónuveirusmit á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. Innlent 18. ágúst 2020 11:05
Stjórnvöld hækki hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta BHM hefur skorað á stjórnvöld að hækka hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta og lengja tímabil tekjutengingar þannig að bæta megi afkomuöryggi fólks sem misst hafi vinnuna vegna samdráttar af völdum kórónuveirufaraldursins. Viðskipti innlent 18. ágúst 2020 09:02
Afturkallar brottvísanir í 61 máli Útlendingastofnun hefur tekið ákvörðun um að 124 umsóknir um alþjóðlega vernd sem annað hvort hafa verið á ábyrgð annarra Evrópuríkja samkvæmt Dyflinnar-reglugerðinni eða verið afgreiddar með veitingu verndar í öðrum löndum skuli fá efnislega meðferð hjá stofnunni. Innlent 18. ágúst 2020 09:01
Finnur fyrir einkennum og fer í sýnatöku Forsætisráðherra Finnlands segist nú finna fyrir fyrir einkennum kórónuveirusýkingar í öndunarfærum. Hún ætli sér að fara í sýnatöku og muni sinna störfum sínum í fjarvinnu þar til að niðurstaða liggur fyrir. Erlent 18. ágúst 2020 08:08
Svarar Trump og segir ástandið í ríkjum þeirra ekki sambærilegt Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja Sjálands hefur svarað Donald Trump Bandaríkjaforseta fullum hálsi en hann tók Nýja Sjáland sem dæmi um land þar sem nýja kórónuveiran væri að fara úr böndunum á nýjan leik. Erlent 18. ágúst 2020 07:48
Segir kínverskt bóluefni verða komið á markað í lok árs Liu Jingzhen, einn forsvarsmanna ríkisfyrirtækisins SinoPharm í Kína, sagði dagblaði Kommúnistaflokks Kína að bóluefni fyrirtækisins yrði komið í sölu í lok þessa árs. Erlent 18. ágúst 2020 06:42
Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. Innlent 17. ágúst 2020 21:01
Útilokar ekki að gerðar verði breytingar á efnahagsúrræðum Til greina kemur að gera breytingar á þeim úrræðum sem stjórnvöld kynntu í þágu atvinnulífs í vor vegna kórónuveirufaraldursins að mati fjármálaráðherra. Innlent 17. ágúst 2020 20:00
Þurfa að hafa hraðar hendur eða fá undanþágu til að sleppa við sóttkví Leik- og starfsmenn knattspyrnuliðs KR gæti þurft að fara í fimm daga sóttkví eftir ferðalag sitt til Skotlands. Rætt var við Víði Reynisson í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Íslenski boltinn 17. ágúst 2020 19:46
„Grautur af alls konar“ afbrigðum veirunnar greinst á landamærum Sjömenningarnir sem virtu ekki heimkomusmitgát en greindust síðar jákvæðir fyrir covid-19 reyndust vera með afbrigði veirunnar sem ekki hefur greinst hér á landi áður. Innlent 17. ágúst 2020 19:00
Mun leggja til skýrari útfærslu á nálægðartakmörkunum Hann telur ferðamálaráðherra ekki hafa brotið sóttvarnareglur með vinkonuhittingi. Innlent 17. ágúst 2020 18:30
Vann úr sorginni og úr varð sýning Listamenn og gallerý hafa farið nýjar leiðir síðustu mánuði og hafa sýningar jafnvel verið opnaðar án gesta að sögn sýningarstjóra. Áhorfendur hafi hins vegar sjaldan verið fleiri þar sem nú séu samfélagsmiðlar notaðir í mun meira mæli en áður. Listakona sem opnaði sýningu á laugardaginn er afar ánægð með að fólk hafi líka getað notið hennar heimavið. Innlent 17. ágúst 2020 18:30
Seinni sýnatakan sé nauðsynleg til að lágmarka smit Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að segja megi að sýnataka tvö sé nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands. Innlent 17. ágúst 2020 15:31
Þórólfur telur Þórdísi ekki hafa brotið sóttvarnalög Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki hafa brotið lög þegar hún gerði sér glaðan dag með vinkonum sínum um helgina. Innlent 17. ágúst 2020 14:46
Mótherjar Víkings senda stjórnvöldum tóninn - Úr sóttkví skömmu fyrir leik Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana harmar það að allir leikmenn liðsins þurfi að vera í tveggja vikna sóttkví nánast alveg fram að leiknum mikilvæga við Víking R. í forkeppni Evrópudeildarinnar. Íslenski boltinn 17. ágúst 2020 14:30
Menningarveturinn Föstudaginn 14. ágúst sl., tók ríkisstjórn Íslands þá afdrifaríku ákvörðun að allir sem koma til landsins frá og með 19. ágúst, þurfi nú að undirgangast skimun á landamærunum og fara í sóttkví í 5-6 sólarhringa. Skoðun 17. ágúst 2020 14:15
Jóhann Bjarni: „Það segir sína sögu um hversu ofboðslega skæð þessi veira greinilega er“ Jóhann Bjarni Kolbeinsson, fréttamaður á RÚV, segir frá því að hann og sambýliskona hans, Eyrún Björk, auk tveggja barna þeirra hafi á dögunum smitast af kórónuveirunni. Innlent 17. ágúst 2020 13:40
Svona var 104. upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Fundurinn hefst klukkan 14.03 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni. Innlent 17. ágúst 2020 13:16
Versti ársfjórðungur í sögu Japan Annar ársfjórðungur þessa árs var sá versti fyrir efnahag Japan frá því mælingar hófust. Viðskipti erlent 17. ágúst 2020 12:12
Ósanngjarnt er að ferðaþjónustan taki ein á sig höggið Til að þjóðin geti varist COVID-19 þurfa nokkrar atvinnugreinar að taka á sig að tapa stórum eða öllum hluta tekna sinna. Enginn skorast undan því að taka þátt í þessari baráttu. En þar með er ekki sagt að þeir sem mestu tapa eigi einir að bera þær byrðar sem varða hag allra. Skoðun 17. ágúst 2020 12:00
Óvíst hvort KR fái undanþágu frá sóttkví KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. Íslenski boltinn 17. ágúst 2020 11:30
Tvö smit greindust innanlands Tveir greindust með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 innanlands í gær og greindist þeir hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Innlent 17. ágúst 2020 11:08
Nauðsynlegt að horft sé til grunnréttinda borgaranna og fleira Þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar segir að nauðsynlegt sé að horfa til fleiri þátta þegar ákvarðanir eru teknar um fyrirkomulag á landamærum nú á tímum faraldurs kórónuveirunnar. Innlent 17. ágúst 2020 10:09
Ætluðu að hafa sex hótel opin í vetur en þurfa að endurmeta Davíð Torfi Ólafsson framkvæmdastjóri Íslandshótela segir fátt annað í stöðunni en að samþykkja þau ferðatakmörk sem yfirvöld hafa kynnt að sett verði á ferðir hingað til lands. Viðskipti innlent 17. ágúst 2020 09:17
Með menntun og dýrmæta reynslu í starfslokaráðgjöf og atvinnuleit Starfslokaráðgjöf fyrir fólk sem misst hefur starfið í uppsögn gengur út á það að aðstoða fólk við að móta nýjan starfsferil. Atvinnulíf 17. ágúst 2020 09:00
Reiði vegna safnaðar í Suður-Kóreu Yfirvöld í Suður Kóreu saka nú leiðtoga trúarsafnaðar um að hunsa sóttvarnarreglur en í söfnuði hans hafa nú rúmlega 300 meðlimir greinst smitaðir. Erlent 17. ágúst 2020 08:08