Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Finnur fyrir ein­kennum og fer í sýna­töku

Forsætisráðherra Finnlands segist nú finna fyrir fyrir einkennum kórónuveirusýkingar í öndunarfærum. Hún ætli sér að fara í sýnatöku og muni sinna störfum sínum í fjarvinnu þar til að niðurstaða liggur fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Vann úr sorginni og úr varð sýning

Listamenn og gallerý hafa farið nýjar leiðir síðustu mánuði og hafa sýningar jafnvel verið opnaðar án gesta að sögn sýningarstjóra. Áhorfendur hafi hins vegar sjaldan verið fleiri þar sem nú séu samfélagsmiðlar notaðir í mun meira mæli en áður. Listakona sem opnaði sýningu á laugardaginn er afar ánægð með að fólk hafi líka getað notið hennar heimavið.

Innlent
Fréttamynd

Menningar­veturinn

Föstudaginn 14. ágúst sl., tók ríkisstjórn Íslands þá afdrifaríku ákvörðun að allir sem koma til landsins frá og með 19. ágúst, þurfi nú að undirgangast skimun á landamærunum og fara í sóttkví í 5-6 sólarhringa.

Skoðun
Fréttamynd

Svona var 104. upplýsingafundur almannavarna

Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Fundurinn hefst klukkan 14.03 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni.

Innlent
Fréttamynd

Ó­sann­gjarnt er að ferða­þjónustan taki ein á sig höggið

Til að þjóðin geti varist COVID-19 þurfa nokkrar atvinnugreinar að taka á sig að tapa stórum eða öllum hluta tekna sinna. Enginn skorast undan því að taka þátt í þessari baráttu. En þar með er ekki sagt að þeir sem mestu tapa eigi einir að bera þær byrðar sem varða hag allra.

Skoðun
Fréttamynd

Tvö smit greindust innan­lands

Tveir greindust með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 innanlands í gær og greindist þeir hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.

Innlent
Fréttamynd

En ef þeir koma ekki aftur?

Mér sárnaði þegar ég horfði á fréttirnar í vikunni og sá viðtal við unga íslenska hótelstýru sem ætlar að loka hótelinu á komandi vetri og flytja með fjölskyldu sína burt því hún reiknar ekki með fleiri túristum til sín.

Skoðun