Náttúruhamfarir, áhlaupið á bandaríska þinghúsið og valdataka Talíbana Árið 2021 einkenndist af náttúruhamförum, pólitískum óstöðugleika, átökum og óánægju með sóttvarnaaðgerðir. Ekki bara hér á Íslandi heldur líka úti í heimi. Erlent 15. desember 2021 07:15
Átta hundruð þúsund látnir í Bandaríkjunum Tala látinna í Bandaríkjunum af völdum COVID-19 hefur nú náð 800 þúsund manns. Erlent 15. desember 2021 07:05
Tíu bestu löndin fyrir giggara að búa Giggarastörf er sú tegund starfa sem fjölgar hvað hraðast í heiminum í dag, nánast á ógnarhraða. Giggarastörf eru þó misþekkt eftir löndum. Til dæmis er umræðan um giggarastörf á Íslandi frekar ný á nálinni. Atvinnulíf 15. desember 2021 07:00
Sá sem dó var fullbólusettur Sá sem lést af völdum Covid-19 á Landspítalanum á föstudaginn var fullbólusettur. Hann var á áttræðisaldri en ekki er vitað hvaða afbrigði kórónuveirunnar hann smitaðist af. Frá upphafi faraldursins hafa 36 látist vegna Covid-19 hér á landi. Innlent 14. desember 2021 17:56
Smittölurnar það fyrsta sem Willum horfir til Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir hverja klukkustund skipta máli í veitingaþjónustu. Því sé horft til þess að geta lengt opnunartíma. Smittölurnar bjóði ekki upp á það sem stendur. Innlent 14. desember 2021 16:48
„Ég ítreka að þetta verður alltaf val“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir afar mikilvægt að ef verði af bólusetningu barna hér á landi að þá verði það undirbúið með öllum tiltækum ráðum og upplýsingum. Lykilatriði sé að fólk átti sig á því að um val sé að ræða. Innlent 14. desember 2021 14:54
Smittölur gefi vísbendingu um viðsnúning til verri vegar Thor Aspelund, prófessir í líftölfræði og formaður skimunarráðs Landspítala segir að smittölur síðustu daga séu möguleg vísbending um að viðsnúningur sé að verða í fjölda tilfella Covid-19, til verri vegar. Innlent 14. desember 2021 13:58
UNICEF: Heimsfaraldurinn grefur undan áratuga framförum í réttindum barna Fleiri börn á heimsvísu búa nú við hungur, ofbeldi, misnotkun, fátækt, skert aðgengi að menntun, heilbrigðisþjónustu, matvælaöryggi og grunnþjónustu. Heimsmarkmiðin 14. desember 2021 13:11
Litlar forsendur fyrir tilslökunum fyrir jól Sóttvarnalæknir telur að óbreyttu líklegt að þær takmarkanir sem nú eru í gildi vari fram yfir jól. Hvorki forsætis- né heilbrigðisráðherra eru spenntir fyrir sérréttindum fyrir bólusetta eins og komið hefur verið á mjög víða í Evrópu. Innlent 14. desember 2021 12:05
147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 147 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 36 prósent. Er hlutfallið mun lægra en verið hefur síðustu daga. 93 voru utan sóttkvíar, eða 64 prósent. Innlent 14. desember 2021 10:22
Þeir sem fengu örvunarskammt eftir Janssen fá annan örvunarskammt Bóluefnið frá AstraZeneca er búið og verður ekki á boðstólnum þar sem eftir lifir árs. Þeir sem fengu upphaflega bóluefnið frá Janssen og svo örvunarskammt, geta komið í þriðju bólusetninguna fimm mánuðum eftir örvunarskammtinn. Innlent 14. desember 2021 07:49
Man. Utd fékk leik sínum frestað og smitin aldrei fleiri í deildinni Manchester United fékk það í gegn að leik liðsins við Brentford, sem fara átti fram í kvöld, yrði frestað vegna hópsmits hjá félaginu. Enski boltinn 14. desember 2021 07:06
Tuttugu og sjö hermenn látnir fara fyrir að neita bólusetningu Tuttugu og sjö bandarískir hermenn hafa verið látnir fara af bandaríska flughernum fyrir að neita að þiggja bólusetningu. Formlega skýringin á brottrekstrinum er neitun hermannanna við að fylgja fyrirmælum. Erlent 14. desember 2021 06:59
Aldrei fleiri smit á jafn skömmum tíma í ensku úrvalsdeldinni Alls hafa 42 leikmenn enskur úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu smitast af kórónuveirunni á síðustu sjö dögum. Aldrei hafa fleiri leikmenn smitast á jafn skömmum tíma. Enski boltinn 13. desember 2021 22:30
Bannar áfengissölu á veitingastöðum með nýjum sóttvarnaaðgerðum Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, kynnti í kvöld hertar sóttvarnaaðgerðir, sem meðal annars felast í áfengissölubanni á veitingastöðum, til að stemma stigu við útbreiðslu ómíkron afbrigðisins. Hann segir ástandið í landinu grafalvarlegt. Erlent 13. desember 2021 21:18
Mælt með að börn sem hafa fengið Covid-19 fái líka bólusetningu Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að öllum fimm til ellefu ára börnum hér á landi verði boðin bólusetning gegn Covid 19. Sjúkdómurinn geti verið alvarlegur hjá börnum á þessum aldri og bólusetning minnki líkur á langtímaáhrifum. Bólusett verður í grunnskólum landsins. Innlent 13. desember 2021 20:00
Varð pirraður á grímum á stangli og hefur tínt 8.000 síðasta árið Síðastliðið ár hefur Örlygur S. Sigurjónsson, fararstjóri og leiðsögumaður hjá Ferðafélagi Íslands, tínt átta þúsund andlitsgrímur í náttúrunni og á götum Reykjavíkurborgar. Hann segir að tínslan hafi byrjað þegar það angaraði hann að sjá alltaf grímur í runna á leið sinni í vinnuna og hafi síðan undið upp á sig. Lífið 13. desember 2021 18:01
Einn látinn og tíu inniliggjandi á sjúkrahúsi með ómíkron Fyrsta andlát einstaklings sem greindist með ómíkron-afbrigði veirunnar hefur nú verið staðfest í Bretlandi, rúmum mánuði frá því að afbrigðið kom fyrst upp í Suður-Afríku. Forsætisráðherra Bretlands útilokar ekki að aðgerðir verði hertar enn frekar á næstu dögum. Erlent 13. desember 2021 17:26
Tíu nemendur og fimm starfsmenn Klettaskóla smitaðir Þó nokkrir nemendur Klettaskóla og starfsmenn hafa verið sendir í sóttkví eftir að smit greindist innan skólans fyrir helgi. Skólastjóri bindur vonir við að fleiri greinist ekki á næstu dögum en ómögulegt sé að segja til um framhaldið. Innlent 13. desember 2021 14:40
Heimila heimsóknir á ný Farsóttanefnd Landspítalans hefur ákveðið að rýmka heimsóknarreglur á spítalanum en frá og með miðvikudeginum næsta, 15. desember, verða heimsóknir leyfðar á spítalanum á ný. Innlent 13. desember 2021 14:31
Aukinn kostnaður við heilbrigðisþjónustu fjölgar sárafátækum Óttast er að heimsfaraldurinn stöðvi eða snúi við þeim framförum sem orðið hafa í heilbrigðisþjónustu. Heimsmarkmiðin 13. desember 2021 14:17
Metdagur í Danmörku og hæsta nýgengi álfunnar í Noregi Síðasta sólarhringinn greindust 7.799 manns með kórónuveiruna í Danmörku og hafa aldrei svo margir greinst með veiruna á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Erlent 13. desember 2021 14:02
Tíu auka starfsmenn kallaðir út í leikhúsið vegna hraðprófa Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir því við fjárlaganefnd Alþingis að Leikfélagi Reykjavíkur verði tryggður fimmtíu milljóna króna stuðningur til að mæta tekjutapi og kostnaði á árinu sem er að líða af völdum heimsfaraldurs kórónuveiru. Tíu auka starfsmenn eru kallaðir út á hverju sýningarkvöldi til að skanna hraðpróf. Menning 13. desember 2021 13:46
Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. Innlent 13. desember 2021 13:44
128 greindust innanlands 128 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 64 af þeim 128 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 50 prósent. 64 voru utan sóttkvíar, eða 50 prósent. Innlent 13. desember 2021 10:17
Kimmich enn að jafna sig og sér eftir því að hafa ekki fengið bólusetningu Þýski landsliðsmaðurinn Joshua Kimmich hefur ekki getað æft fótbolta af fullum krafti vegna minni háttar lungnavandamála og viðurkennir að hann sjái eftir því að hafa ekki fengið bólusetningu gegn Covid-19. Fótbolti 13. desember 2021 08:31
Væri glapræði að létta á sóttvarnaaðgerðum núna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það væri glapræði að slaka á sóttvarnakröfum á þessari stundu. Hann segir þó heldur ekki rétt að herða á reglum. Innlent 13. desember 2021 08:29
Bretar hyggjast bólusetja milljón á dag til að koma í veg fyrir ómíkron-bylgju Stjórnvöld á Bretlandseyjum hyggjast freista þess að gefa allt að milljón manns örvunarskammt á hverjum degi í desember til að undirbúa samfélagið fyrir „ómíkrón-bylgju“ sem þeir gera ráð fyrir að skelli á landinu í janúar. Erlent 13. desember 2021 06:47
Loka leikskólanum eftir að barn og starfsmaður greindust Barn og starfsmaður á leikskólanum Bergheimum í Ölfusi hafa greinst með Covid-19. Verður leikskólinn lokaður næstu tvo daga á meðan reynt er að ná utan um tilfellin. Innlent 12. desember 2021 19:23
Kórónuveirusmit í leikmannahóp Man United Æfingu Manchester United í dag var frestað sökum kórónuveirusmits í leikmannahóp liðsins. Enski boltinn 12. desember 2021 17:01