Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Löggan stoppaði partíið en bauð gestunum að færa það í heimahús

Lögreglan á Norðurlandi eystra batt enda á tvítugsafmæli í félagsheimilinu Ljósvetningabúð í Þingeyjarsveit á laugardagskvöld við mikla óánægju veislugesta. Þeir töldu margir að lögreglan hefði óljósa heimild til þeirra aðgerða, enda væri ekki um veitingastað eða skemmtistað að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Skiluðu inn minnisblaði til ráðherra

Tuttugu og sjö sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19, þar af sex á gjörgæslu og eru fimm þeirra bólusettir. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Már Kristjánsson yfirlæknir hafa skilað inn minnisblaði til ráðherra um stöðu mála á Landspítalanum í fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú stendur yfir.

Innlent
Fréttamynd

Vilja skoða önnur úr­ræði vegna sótt­kvíar barna

Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er velt upp hvort ekki sé hægt að beita vægari úrræðum en sóttkví heilu bekkjanna og árganganna þegar smit koma upp í skólum. Hraðpróf hljóti að koma til álita ef ekki eigi að lama skólastarf ítrekað í vetur, og þar með samfélagið allt.

Innlent
Fréttamynd

Einn ísraelsku ferða­mannanna talinn of veikur til að fljúga heim

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú að flutningum á fimm ísraelskum ferðamönnum sem greinst hafa með kórónuveiruna út á Keflavíkurflugvöll. Þaðan munu þeir fljúga með sjúkraflugi aftur til heimalandsins. Til stóð að flytja einn ferðamann til viðbótar, en ákveðið var að slá því á frest þar sem hann var metinn of veikur til að öruggt væri að flytja hann.

Innlent
Fréttamynd

Um hundrað hafi greinst með veiruna í gær

Um það bil hundrað manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Opinberar tölur verða þó ekki birtar fyrr en um klukkan ellefu.

Innlent
Fréttamynd

„Hvað gerðist á Íslandi?“

„Hvað gerðist á Íslandi?“Þessari spurningu er velt upp í nýrri umfjöllun Washington Post um stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Börn í borginni mæta í bólusetningu eftir viku

Bólusettir farþegar sem búa hér á landi eða hafa tengsl við Ísland þurfa frá og með deginum í dag að fara í sýnatöku innan tveggja sólarhringa frá komu til landsins. Þá hófust bólusetningar að nýju í Laugardalshöll í morgun þar sem örvunarsprautur eru í boði. Börn á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 12-15 ára mæta í Laugardalshöll á mánudag og þriðjudag í næstu viku. 

Innlent
Fréttamynd

Ekki von á róttækum breytingum á reglum um sóttkví

Sóttvarnalæknir segir smitaða ferðamenn frá Ísrael auka álagið á heilbrigðiskerfið en þrjátíu Ísraelar hafa greinst hér á landi og er að minnsta kosti einn þeirra alvarlega veikur af Covid-19. Hann ætlar að byggja nýtt minnisblað til heilbrigðisráðherra á formlegu erindi sem hann býst við frá Landspítalanum á næstu dögum. Hann á ekki von á róttækum breytingum hvað varðar reglur um sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Yfirlæknarnir vilja óþvingað tjáningar- og skoðanafrelsi

Stjórn Samtaka yfirlækna á Landspítalanum sendu á föstudag frá sér yfirlýsingu þar sem þeir kölluðu eftir því að framkvæmdastjórn Landspítalaháskólahúss tæki af öll tvímæli um stöðu stjórnenda þegar kæmi að opinberri umræðu um heilbrigðismál og starfsemi spítalans.

Innlent
Fréttamynd

Minnst 55 greindust innanlands í gær

Í gær greindust minnst 55 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 28 í sóttkví eða tæpur meirihluti. Ef um lokatölur er að ræða er þetta í fyrsta sinn frá 31. júlí sem meirihluti nýgreindra var í sóttkví við greiningu og í annað sinn frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðverjar ráðast í bólusetningar barna

Þýska bólusetningarráðið, sem hefur fram að þessu mótað stefnu Þjóðverja í málaflokknum, hefur mælt með að ráðist verði í bólusetningar 12-17 ára. Ávinningurinn vegur þyngra en mögulegir ókostir, segir ráðið.

Erlent