Vinnuveitendur geti sagt upp starfsfólki sem hafnar bólusetningu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2021 22:31 Atvinnurekendur hafa víðtækar heimildir til að segja starfsfólki upp. Vísir/Vilhelm Vinnuveitendur á almennum vinnumarkaði geta ekki skyldað starfsfólk til þess að undirgangast bólusetningu. Þeir geta þó ákveðið að segja upp starfsfólki sem hafnar bólusetningu. Þetta er mat Láru V. Júlíusdóttur, hæstaréttarlögmanns og sérfræðings í vinnurétti en hún ræddi réttindi starfsmanna og atvinnurekenda í tengslum við bólusetningar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sagði hún að sterk rök þyrftu að vera fyrir hendi til að skylda starfsmenn til að fara í bólusetningu, enda væru þær ákveðið inngrip í líkama starfsmanna. „Það verður ekki gert gegn vilja einstaklinganna, þetta verður ekki knúið fram gagnvart starfsfólki. Starfsfólk þarf ekki að undirgangast eitthvað sem það ekki kærir sig um,“ sagði Lára. Atvinnurekendur hefðu hins vegar víðtækar heimildir samkvæmt íslenskum vinnurétti til að segja starfsfólki upp, og það næði einnig til starfsmanna sem hafnað hafa bólusetningu. „Hins vegar má líta á málið frá því sjónarhorni hvort atvinnurekandi geti óskað eftir því að starfsmenn hafi farið í bólusetningu áður en þeir sinna einhverjum tilteknum verkum. Ef þeir hafna því þá getur atvinnurekenda þess vegna sagt þessum starfsmönnum upp eða sent þá heim. Hann getur ekki notað þá og bara samkvæmt íslenskum vinnurétti þá hefur atvinnurekandi mjög frjálsar hendur eða víðtækar heimildir til að segja starfsfólki upp og hann myndi þá ekki ráða annað fólk í vinnu en þá sem hafa undirgengist bóluetningu,“ sagði Lára. Þá er starfsfólk kannski komið í erfiða stöðu, annað hvort ferðu í bólusetningu og heldur vinnunni eða missir vinnuna? „Maður verður að gera ráð fyrir því að það séu þá þær aðstæður uppi að atvinnurekandi telji sig knúinn til að grípa til slíkra ráðstafana. En eins og ég segi og vísa aftur til reglna hér á landi þá á almennum vinnumarkaði þurfa atvinnurekendur ekki að færa nein sterk rök fyrir því að segja starfsmanni upp sem þeir vilja ekki hafa í vinnu.“ Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Bólusetningar Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Þetta er mat Láru V. Júlíusdóttur, hæstaréttarlögmanns og sérfræðings í vinnurétti en hún ræddi réttindi starfsmanna og atvinnurekenda í tengslum við bólusetningar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sagði hún að sterk rök þyrftu að vera fyrir hendi til að skylda starfsmenn til að fara í bólusetningu, enda væru þær ákveðið inngrip í líkama starfsmanna. „Það verður ekki gert gegn vilja einstaklinganna, þetta verður ekki knúið fram gagnvart starfsfólki. Starfsfólk þarf ekki að undirgangast eitthvað sem það ekki kærir sig um,“ sagði Lára. Atvinnurekendur hefðu hins vegar víðtækar heimildir samkvæmt íslenskum vinnurétti til að segja starfsfólki upp, og það næði einnig til starfsmanna sem hafnað hafa bólusetningu. „Hins vegar má líta á málið frá því sjónarhorni hvort atvinnurekandi geti óskað eftir því að starfsmenn hafi farið í bólusetningu áður en þeir sinna einhverjum tilteknum verkum. Ef þeir hafna því þá getur atvinnurekenda þess vegna sagt þessum starfsmönnum upp eða sent þá heim. Hann getur ekki notað þá og bara samkvæmt íslenskum vinnurétti þá hefur atvinnurekandi mjög frjálsar hendur eða víðtækar heimildir til að segja starfsfólki upp og hann myndi þá ekki ráða annað fólk í vinnu en þá sem hafa undirgengist bóluetningu,“ sagði Lára. Þá er starfsfólk kannski komið í erfiða stöðu, annað hvort ferðu í bólusetningu og heldur vinnunni eða missir vinnuna? „Maður verður að gera ráð fyrir því að það séu þá þær aðstæður uppi að atvinnurekandi telji sig knúinn til að grípa til slíkra ráðstafana. En eins og ég segi og vísa aftur til reglna hér á landi þá á almennum vinnumarkaði þurfa atvinnurekendur ekki að færa nein sterk rök fyrir því að segja starfsmanni upp sem þeir vilja ekki hafa í vinnu.“
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Bólusetningar Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira