Litáen

Litáen

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Enn eitt burðardýrið á leið í steininn

Karlmaður frá Litáen hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á þremur lítrum af kókaíni á vökvaformi. Maðurinn játaði brot sitt en ekkert benti til þess að hann hefði verið eigandi efnanna.

Innlent
Fréttamynd

Koma fólkinu heim með fimm­tán milljóna króna leigu­flugi

Tveir hópar eru í Vilníus í Litáen á vegum ferðaskrifstofunnar Eventum Travel og áttu bókað flug heim með Play í gær. Fluginu var frestað til dagsins í dag og verður því ekki farið. Ferðaskrifstofan hefur tekið flugvél á leigu fyrir fimmtán milljónir króna og vonast til þess að geta komið fleiri Íslendingum heim í kvöld.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flug­vélar

Saksóknarar í Litháen segjast hafa svipt hulunni af hópi manna tengdum Rússlandi sem skipulagt hafi og framkvæmt íkveikjuárásir víðsvegar um Evrópu. Einhverjir mannanna hafa verið handteknir en þeir eru meðal annars grunaðir um að senda eldsprengjur um borð í flugvélar DHL á vegum Leyniþjónustu rússneska hersins (GRU).

Erlent
Fréttamynd

Talinn ógn við sam­fé­lagið og vísað úr landi

Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa litháískum karlmanni úr landi og banna honum endurkomu til Íslands næstu sjö árin. Maðurinn hefur hlotið dóma fyrir auðgunarbrot, fíkniefnabrot og umferðarlagabrot og var talinn veruleg ógn við grundvallarhagsmuni samfélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar

Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt.

Erlent
Fréttamynd

Mette full­trúi Norður­landa á neyðarfundi í París

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, verður fulltrúi Norðurlandanna á neyðarfundi Evrópuleiðtoga í París í dag um stöðuna í Úkraínu. Það var Emmanuel Macron Frakklandsforseti sem boðaði fundinn í framhaldi af málflutningi Trump-stjórnarinnar undanfarna daga í tengslum við friðarviðræður við Rússa vegna Úkraínu, sem Evrópu er haldið utan, og eftir samtöl Trump Bandaríkjaforseta við Pútín Rússlandsforseta.

Erlent
Fréttamynd

Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flug­vélum DHL

Myndir af eldsprengjum sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) eru grunaðir um að hafa sett um borð í flugvélar DHL, benda til þess að sprengjurnar hefðu getað grandað flugvélum. Vegna tafa kviknaði í sprengjunum á jörðu niðri en hefðu engar tafir orðið, hefur þær líklega sprungið um borð í flugvélum yfir Atlantshafinu.

Erlent
Fréttamynd

Segir skemmdar­verk Rússa í Evrópu geta leitt til á­taka

Skemmdarverk útsendara Rússa í Evrópu gæti að endingu leitt til virkjunar fimmtu greinar stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins um sameiginlegar varnir aðildarríkja. Þetta sagði yfirmaður einnar leyniþjónustu Þýskalands á ráðstefnu í gær en Rússar hafa á undanförnum mánuðum og jafnvel árum verið sakaðir um skemmdarverk, banatilræði og annarskonar árásir í Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Út­sendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flug­vélum

Embættismenn á Vesturlöndum segja að tvær eldsprengjur sem sendar voru með DHL, hafi verið liður í ætlun leyniþjónustu Rússa um að kveikja elda um borð í frakt- eða farþegaflugvélum á leið til Bandaríkjanna og Kanada. Fjórir menn hafa verið handteknir í Póllandi vegna málsins.

Erlent
Fréttamynd

Jafnaðar­menn í Litháen unnu sigur

Jafnaðarmannaflokkurinn í Litháen, sem hefur verið í stjórnarandstöðu síðustu ár, hlaut flest atkvæði í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Kristilegir demókratar, með formanninn Gabrielius Landsbergis í broddi fylkingar, hefur viðurkennt ósigur.

Erlent
Fréttamynd

Saka Rússa um að skapa ótta á Eystra­salti

Ráðherrar ríkja við Eystrasalt segja tilburði Rússa til að breyta mörkum hafsvæða þar hluta af óhefðbundnum hernaði þeirra gegn Evrópu og NATO sem sé ætlað að valda ótta og óvissu. Rússar segja ekkert „pólitískt“ við breytingarnar.

Erlent