Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2024 11:14 Bruno Kahl, yfirmaður einnar af leyniþjónustum Þýskalands, segir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, vinna að því að grafa undan samstöðu innan Atlantshafsbandalagsins. EPA Skemmdarverk útsendara Rússa í Evrópu gæti að endingu leitt til virkjunar fimmtu greinar stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins um sameiginlegar varnir aðildarríkja. Þetta sagði yfirmaður einnar leyniþjónustu Þýskalands á ráðstefnu í gær en Rússar hafa á undanförnum mánuðum og jafnvel árum verið sakaðir um skemmdarverk, banatilræði og annarskonar árásir í Evrópu. Bruno Kahl, áðurnefndur yfirmaður þýskrar leyniþjónustu, sagðist einnig búast við því að árásum og skemmdarverkum Rússa myndi fjölga á næstunni. „Umfangsmikil notkun Rússa á blönduðum hernaði eykur líkurnar á því að NATO muni á endanum íhuga að virkja fimmtu greinina um sameiginlegar varnir,“ sagði Kahl, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Sjá einnig: Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Hann sagði einnig að aukin hernaðarvæðing Rússlands myndi á endanum geta leitt til breytinga á viðhorfi Rússa til mögulegra átaka við NATO og gert þau líklegri. Þá sagðist Kahl hafa heimildir fyrir því að ráðamenn í Rússlandi drægju í efa að ef til átaka við stök ríki NATO kæmi, yrði fimmta greinin yfir höfuð virkjuð. Þá sagði hann líklegt að Rússar myndu áfram reyna að kanna þær rauðu línur sem lagðar hafa verið og grafa undan samstöðu Vesturlanda og NATO. Fimmta grein Atlantshafssáttmálans, stofnsáttmála NATO, er hornsteinn bandalagsins. Hún snýr að því að þeir sem hafa skrifað undir sáttmálann séu sammála um að sé árás gerð á eitt eða fleiri aðildarríki, jafngildi það árás á þau öll. Sjá einnig: Tölvuárás á NATO-ríki gæti virkjað fimmtu greinina „Í huga Rússa yrði markmiði þeirra náð ef fimmta greinin yrði ekki virkjuð í tilfelli árásar Rússa,“ sagði Kahl. Kahl sagði Rússa ekki þurfa að senda skriðdreka til vesturs, heldur myndi þeim duga að senda „litla græna menn“, eins og þeir gerðu á Krímskaga á sínum tíma, til einhvers Eystrasaltsríkis. Það gætu þeir gert undir því yfirskini að vernda minnihlutahópa rússneskumælandi fólks gegn meintu ofbeldi. Rússneskir útsendarar sagðir sífellt kræfari Á undanförnum misserum hafa ráðamenn og yfirmenn leyniþjónusta í Evrópu og víðar varað við fjölgun óvinveittra aðgerða Rússa. Hafa þeir vísað til tölvuárása, banatilræða, skemmdarverka og eru Rússar einnig grunaðir um að koma sprengjum fyrir í flugvélum DHL. Sjá einnig: Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5 sagði í október að rússneskir útsendarar yrðu sífellt kræfari og að þeir hefðu staðið að fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. Í mörgum tilfellum notuðust þeir við glæpamenn vegna þess hve mörgum rússneskum erindrekum, og þar á meðal njósnurum, hefði verið vísað frá Evrópu á undanförnum árum. Talið er að glæpamenn á Spáni hafi myrt rússneskan flugmann sem lenti herþyrlu sinni í Úkraínu og gafst upp fyrir úkraínskum hermönnum. Hann var skotinn til bana á Spáni í febrúar. Bendlar Rússa við flugslys í Litháen Carsten Breuer, æðsti herforingi Þýskalands, sagði í vikunni að Rússar gætu borði ábyrgð á brotlendingu flugvélar á vegum DHL í Litháen á mánudaginn. Vísaði hann til þess að í sumar hefðu rússneskir útsendarar komið eldsprengjum fyrir í flugvélum DHL sem fljúga átti til Bandaríkjanna. Sjá einnig: Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Welt hefur eftir Breuer að sprengjurnar hafi verið sendar frá Eystrasaltsríkjunum og sagðist hann telja að mögulega væri um nýjar tilraunir Rússa að ræða. Að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, vildi sjá hversu langt hann kæmist með óvinveittar aðgerðir sem þessar. Flugvél brotlenti í garði íbúðarhúss í Litháen á mánudaginn.EPA/LUKAS BALANDIS Umrædd flugvél hrapaði á íbúðasvæði nærri flugvellinum í Vilníus á mánudaginn en þangað var verið að fljúga henni frá Þýskalandi. Einn fjögurra í áhöfn flugvélarinnar lést og hinir eru á sjúkrahúsi. Sjá einnig: Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Umfangsmikil rannsókn hefur verið sett á laggirnar en samkvæmt lögreglunni í Litháen hafa mikilvægar vísbendingar fundist sem eru til rannsóknar. Þar á meðal eru flugritar flugvélarinnar en búist er við því að rannsóknin muni taka nokkurn tíma. Lögreglan hefur sagt að ekkert bendi til þess að um annað en slys hafi verið að ræða, enn sem komið er. Kínverskur skipstjóri grunaður um að slíta sæstrengi Það eru ekki eingöngu Rússar sem eru grunaðir um skemmdarverk í Evrópu. Áhöfn kínversks fraktskips er grunuð um að hafa dregið ankeri skipsins um stóran hluta Eystrasaltsins, með því markmið að slíta tvo mikilvæga sæstrengi þar. Skipið, sem ber nafnið Yi Peng 3, hefur verið umkringt evrópskum herskipum í um viku. Því var siglt frá Ust-Luga, nærri Pétursborg, með farm af áburði frá Rússlandi. Áhöfnin er grunuð um að hafa dregið ankerið eftir botninum meira en 160 kílómetra. Yi Peng 3 dró ankeri skipsins rúma 160 kílómeta og sleit þannig tvo sæstrengi í Eystrasalti.EPA/MIKKEL BERG PEDERSEN Samkvæmt heimildum Wall Street Journal leikur grunur á að skipstjóri Yi Peng 3 hafi verið fenginn til að draga ankerið eftir botninum af útsendurum einhverra af leyniþjónustum Rússlands. „Það er gífurlega ólíklegt að skipstjórinn hefði ekki tekið eftir því að ankerið hefði fallið í sjóinn og hefði dregist með botninum í marga klukkutíma, og slitið sæstrengi í leiðinni,“ sagði einn heimildarmaður WSJ sem kemur að rannsókn málsins. Annar kapallinn fór í sundur austur af Gotlandi og hinn töluvert suður af eyjunni. Rannsakendur hafa sýnt fram á að ankeri skipsins féll til botns þann 17. nóvember, um klukkan níu að kvöldi til að staðartíma. Skömmu eftir það slitnaði fyrsti kapallinn, sem lá milli Svíþjóðar og Litháen. Skipið dró ankerið áfram um langa vegalengd, þrátt fyrir að það hægði verulega á skipinu, samkvæmt gögnum úr gervihnöttum. Um sex tímum eftir að fyrsti kapallinn slitnaði fór annar kapall, milli Þýskalands og Finnlands, í sundur. Skömmu eftir það var ankerið dregið upp og fraktskipinu kínverska siglt áfram, þar til það var stöðvað á Kattegat-sundi, þar sem það er enn. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar.EPA/LESZEK SZYMANSKI Sagði Eystrasalt „áhættusvæði“ Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði eftir fundi með öðrum leiðtogum á Skandinavíu og við Eystrasalt, að hafsvæðið væri nú orðið „áhættusvæði“. Hann vildi þó ekki beita spjótum sínum að neinum né staðhæfa að um skemmdarverk væri að ræða, samkvæmt frétt Guardian. Þessi stað sagði hann nauðsynlegt að rannsaka málið ítarlega. Fyrr í þessum mánuði stöðvaði ríkisstjórn Kristersson ætlanir um þrettán vindmyllugarða á Eystrasalti og var sérstaklega vísað til aukinnar öryggisógnar á svæðinu. Rússland Þýskaland Hernaður Litháen Svíþjóð Kína Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu NATO Bretland Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Bruno Kahl, áðurnefndur yfirmaður þýskrar leyniþjónustu, sagðist einnig búast við því að árásum og skemmdarverkum Rússa myndi fjölga á næstunni. „Umfangsmikil notkun Rússa á blönduðum hernaði eykur líkurnar á því að NATO muni á endanum íhuga að virkja fimmtu greinina um sameiginlegar varnir,“ sagði Kahl, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Sjá einnig: Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Hann sagði einnig að aukin hernaðarvæðing Rússlands myndi á endanum geta leitt til breytinga á viðhorfi Rússa til mögulegra átaka við NATO og gert þau líklegri. Þá sagðist Kahl hafa heimildir fyrir því að ráðamenn í Rússlandi drægju í efa að ef til átaka við stök ríki NATO kæmi, yrði fimmta greinin yfir höfuð virkjuð. Þá sagði hann líklegt að Rússar myndu áfram reyna að kanna þær rauðu línur sem lagðar hafa verið og grafa undan samstöðu Vesturlanda og NATO. Fimmta grein Atlantshafssáttmálans, stofnsáttmála NATO, er hornsteinn bandalagsins. Hún snýr að því að þeir sem hafa skrifað undir sáttmálann séu sammála um að sé árás gerð á eitt eða fleiri aðildarríki, jafngildi það árás á þau öll. Sjá einnig: Tölvuárás á NATO-ríki gæti virkjað fimmtu greinina „Í huga Rússa yrði markmiði þeirra náð ef fimmta greinin yrði ekki virkjuð í tilfelli árásar Rússa,“ sagði Kahl. Kahl sagði Rússa ekki þurfa að senda skriðdreka til vesturs, heldur myndi þeim duga að senda „litla græna menn“, eins og þeir gerðu á Krímskaga á sínum tíma, til einhvers Eystrasaltsríkis. Það gætu þeir gert undir því yfirskini að vernda minnihlutahópa rússneskumælandi fólks gegn meintu ofbeldi. Rússneskir útsendarar sagðir sífellt kræfari Á undanförnum misserum hafa ráðamenn og yfirmenn leyniþjónusta í Evrópu og víðar varað við fjölgun óvinveittra aðgerða Rússa. Hafa þeir vísað til tölvuárása, banatilræða, skemmdarverka og eru Rússar einnig grunaðir um að koma sprengjum fyrir í flugvélum DHL. Sjá einnig: Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5 sagði í október að rússneskir útsendarar yrðu sífellt kræfari og að þeir hefðu staðið að fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. Í mörgum tilfellum notuðust þeir við glæpamenn vegna þess hve mörgum rússneskum erindrekum, og þar á meðal njósnurum, hefði verið vísað frá Evrópu á undanförnum árum. Talið er að glæpamenn á Spáni hafi myrt rússneskan flugmann sem lenti herþyrlu sinni í Úkraínu og gafst upp fyrir úkraínskum hermönnum. Hann var skotinn til bana á Spáni í febrúar. Bendlar Rússa við flugslys í Litháen Carsten Breuer, æðsti herforingi Þýskalands, sagði í vikunni að Rússar gætu borði ábyrgð á brotlendingu flugvélar á vegum DHL í Litháen á mánudaginn. Vísaði hann til þess að í sumar hefðu rússneskir útsendarar komið eldsprengjum fyrir í flugvélum DHL sem fljúga átti til Bandaríkjanna. Sjá einnig: Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Welt hefur eftir Breuer að sprengjurnar hafi verið sendar frá Eystrasaltsríkjunum og sagðist hann telja að mögulega væri um nýjar tilraunir Rússa að ræða. Að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, vildi sjá hversu langt hann kæmist með óvinveittar aðgerðir sem þessar. Flugvél brotlenti í garði íbúðarhúss í Litháen á mánudaginn.EPA/LUKAS BALANDIS Umrædd flugvél hrapaði á íbúðasvæði nærri flugvellinum í Vilníus á mánudaginn en þangað var verið að fljúga henni frá Þýskalandi. Einn fjögurra í áhöfn flugvélarinnar lést og hinir eru á sjúkrahúsi. Sjá einnig: Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Umfangsmikil rannsókn hefur verið sett á laggirnar en samkvæmt lögreglunni í Litháen hafa mikilvægar vísbendingar fundist sem eru til rannsóknar. Þar á meðal eru flugritar flugvélarinnar en búist er við því að rannsóknin muni taka nokkurn tíma. Lögreglan hefur sagt að ekkert bendi til þess að um annað en slys hafi verið að ræða, enn sem komið er. Kínverskur skipstjóri grunaður um að slíta sæstrengi Það eru ekki eingöngu Rússar sem eru grunaðir um skemmdarverk í Evrópu. Áhöfn kínversks fraktskips er grunuð um að hafa dregið ankeri skipsins um stóran hluta Eystrasaltsins, með því markmið að slíta tvo mikilvæga sæstrengi þar. Skipið, sem ber nafnið Yi Peng 3, hefur verið umkringt evrópskum herskipum í um viku. Því var siglt frá Ust-Luga, nærri Pétursborg, með farm af áburði frá Rússlandi. Áhöfnin er grunuð um að hafa dregið ankerið eftir botninum meira en 160 kílómetra. Yi Peng 3 dró ankeri skipsins rúma 160 kílómeta og sleit þannig tvo sæstrengi í Eystrasalti.EPA/MIKKEL BERG PEDERSEN Samkvæmt heimildum Wall Street Journal leikur grunur á að skipstjóri Yi Peng 3 hafi verið fenginn til að draga ankerið eftir botninum af útsendurum einhverra af leyniþjónustum Rússlands. „Það er gífurlega ólíklegt að skipstjórinn hefði ekki tekið eftir því að ankerið hefði fallið í sjóinn og hefði dregist með botninum í marga klukkutíma, og slitið sæstrengi í leiðinni,“ sagði einn heimildarmaður WSJ sem kemur að rannsókn málsins. Annar kapallinn fór í sundur austur af Gotlandi og hinn töluvert suður af eyjunni. Rannsakendur hafa sýnt fram á að ankeri skipsins féll til botns þann 17. nóvember, um klukkan níu að kvöldi til að staðartíma. Skömmu eftir það slitnaði fyrsti kapallinn, sem lá milli Svíþjóðar og Litháen. Skipið dró ankerið áfram um langa vegalengd, þrátt fyrir að það hægði verulega á skipinu, samkvæmt gögnum úr gervihnöttum. Um sex tímum eftir að fyrsti kapallinn slitnaði fór annar kapall, milli Þýskalands og Finnlands, í sundur. Skömmu eftir það var ankerið dregið upp og fraktskipinu kínverska siglt áfram, þar til það var stöðvað á Kattegat-sundi, þar sem það er enn. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar.EPA/LESZEK SZYMANSKI Sagði Eystrasalt „áhættusvæði“ Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði eftir fundi með öðrum leiðtogum á Skandinavíu og við Eystrasalt, að hafsvæðið væri nú orðið „áhættusvæði“. Hann vildi þó ekki beita spjótum sínum að neinum né staðhæfa að um skemmdarverk væri að ræða, samkvæmt frétt Guardian. Þessi stað sagði hann nauðsynlegt að rannsaka málið ítarlega. Fyrr í þessum mánuði stöðvaði ríkisstjórn Kristersson ætlanir um þrettán vindmyllugarða á Eystrasalti og var sérstaklega vísað til aukinnar öryggisógnar á svæðinu.
Rússland Þýskaland Hernaður Litháen Svíþjóð Kína Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu NATO Bretland Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent