Hitaveita á köldum svæðum álitlegri með tækniframförum í jarðhitaleit Ísafjörður, Patreksfjörður og Grundarfjörður eru í flokki álitlegustu þéttbýlisstaða á Íslandi til að fá hitaveitu, að mati jarðfræðings hjá ÍSOR, sem segir tækniframfarir í jarðhitaleit kalla á endurmat á svokölluðum köldum svæðum hérlendis. Innlent 28. júní 2022 22:44
„Ísland birtist óvænt sem stórveldi“ Afköst Íslendinga í kolefnisförgun eru í þann mund að margfaldast með tilkomu nýrrar verksmiðju á Hellisheiði. Landsvirkjun hefur þá ákveðið að hefja kolefnisförgun, en allt er þetta gert með aðferðum CarbFix. Innlent 28. júní 2022 11:55
Landsvirkjun hefur föngun koltvísýrings Landsvirkjun ætlar að fanga og dæla niður koldíoxíði frá Þeistareykjastöð og jafnframt draga úr losun koldíoxíðs frá Kröflustöð með stýringu á vinnslu þar. Það er hluti af ætlun fyrirtækisins að verða algjörlega kolefnishlutlaust árið 2025. Innlent 28. júní 2022 09:46
Versta hitabylgja í Japan í eina og hálfa öld Hitabylgja sem gengur nú yfir Japan er sú versta í júnímánuði í tæplega 150 ár. Mikið álag er á raforkukerfi landsins vegna hitans og vara yfirvöld við því að ekki sé útilokað að grípa þurfi til skammtana. Erlent 28. júní 2022 09:14
Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. Viðskipti innlent 28. júní 2022 07:59
Betra sé að bjarga hvölum en planta trjám Stórir hvalir taka til sín um það bil 33 tonn kolefnis hver yfir ævina á meðan hvert tré getur ekki tekið til sín meira en 48 pund af kolefni á ári. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt var af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Erlent 24. júní 2022 23:36
Forn borg fannst í Írak vegna mikilla þurrka Forn borg í Írak hefur litið dagsins ljós vegna mikilla þurrka en borgin er sögð vera 3.400 ára gömul. Borgin er talin vera bronsaldarborgin Zakhiku, borgin fór á kaf eftir að stjórnvöld í Írak byggðu Mosul stífluna á níunda áratugi tuttugustu aldar og hefur varla sést síðan. Erlent 22. júní 2022 18:34
Samþykktu að svipta stóriðju fríum losunarheimildum fyrir 2032 Evrópuþingið samþykkti stórtækar breytingar á viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir í dag. Stóriðjufyrirtæki hætta að fá ókeypis losunarheimildir fyrir árið 2032 en í staðinn verður tekinn upp kolefnisskattur á innflutt stál, sement og fleiri vörur. Erlent 22. júní 2022 14:46
Hundruð þúsunda Kínverja flýja heimili sín vegna flóða Hundruð þúsunda hafa flúið heimili sín í nokkrum héruðum í Kína, í suður- og austurhluta landsins. Gríðarlegar rigningar hafa verið á svæðinu sem hafa orsakað flóð og aurskriður. Erlent 22. júní 2022 07:05
Hundruð meta slegin í hitabylgjunni í Evrópu Hitabylgja sem gekk yfir hluta meginlands Evrópu um helgina gat af sér hundruð hitameta, ekki síst í Frakklandi þar sem hitinn var hve hæst yfir meðaltali. Í Baskalandi var sögulegt hitamet slegið rækilega. Erlent 21. júní 2022 13:56
Dregur brátt til tíðinda í stríði repúblikana gegn loftslagsaðgerðum Niðurstöðu er að vænta í máli fyrir Hæstirétti Bandaríkjanna sem gæti takmarkað verulega getu alríkisstjórnarinnar til skikka orkuver til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Málið er sagt fyrsta orrustan í stærra stríði repúblikana gegn hvers kyns loftslagsaðgerðum og reglum stjórnvalda. Erlent 21. júní 2022 07:01
Loftslagsráð gagnrýnir aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda Á 55. fundi Loftslagsráðs þann 9. júní síðastliðinn samþykkti ráðið álit tileinkað íslenskum stjórnvöldum í ljósi skýrslu IPCC. Loftslagsráð segir markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 óljós og sé þörf á frekari útskýringum á markmiðum. Innlent 20. júní 2022 18:41
Segir Íslendinga hlutfallslega heimsmeistara í steypunotkun Magnús Rannver Rafnsson, verkfræðingur, segir að losun af hálfu mannvirkjagerðar sé gróflega vametin og þar sé efnisnotkun stærsti þátturinn. Hann segir Íslendinga hlutfallslega heimsmeistara í steypunotkun og telur þjóðina einhverja mestu umhverfissóða í Evrópu þegar kemur að mannvirkjagerð. Innlent 19. júní 2022 22:20
Hraðasta hlýnun á jörðinni yfir Norður-Barentshafi Norður-Barentshaf og eyjarnar þess eru sá staður á jörðinni þar sem loftslag hlýnar hraðast svo vitað sé samkvæmt rannsóknum norrænna veðurfræðinga. Hlýnunin þar er allt að sjöfalt hraðari en annars staðar á jörðinni. Erlent 15. júní 2022 22:12
Fordæmalaus flóð í Yellowstone Fordæmalaus flóð í Yellowstone þjóðgarði hafa tætt í sig norðurhluta þjóðgarðsins og skolað burt brúm, vegum og húsum. Enginn hefur slasast eða látist í flóðunum en meira en 10.000 gestir hafa þurft að yfirgefa þjóðgarðinn. Erlent 15. júní 2022 11:10
Hætta á grænþvotti víða í fjárfestingarkeðjunni Húsleitin hjá þýska eignastýringarfyrirtækinu DWS kemur í kjölfar þess að eftirlitsaðilar hafa verið að beina sjónum sínum að hættunni á grænþvotti í fjármálageiranum. Áhugi fjárfesta á því að beina fjármagni sínu í farveg sem byggir á sjálfbærniþáttum hefur vaxið gríðarlega á síðustu misserum og er geirinn nú metinn á um 40 billjónir Bandaríkjadala. Umræðan 15. júní 2022 10:00
Vinna að því að draga úr kolefnislosun um 43 prósent fyrir 2030 Byggingariðnaðurinn og stjórnvöld taka höndum saman og vinna að því að draga úr kolefnislosun bygginga á Íslandi um 43 prósent fyrir 2030. Samstarfsvettvangur stjórnvalda og atvinnulífs, Byggjum grænni framtíð (BGF) greinir frá þessu ásamt fleiri aðgerðum í nýjum vegvísi um vistvæna mannvirkjagerð. Viðskipti innlent 9. júní 2022 15:15
Running Tide semur um uppbyggingu á Akranesi Bandaríska loftslagsfyrirtækið Running Tide hefur undirritað samning við Breið - þróunarfélag og Brim hf. um leigu húsnæðis á Akranesi undir aðstöðu fyrir rannsóknir og framleiðslu á þörungum til kolefnisbindingar í hafi. Viðskipti innlent 9. júní 2022 15:08
Stjórnendur taki sjálfbærni alvarlega til að forðast ásakanir um grænþvott Villandi upplýsingagjöf af hendi fyrirtækja í tengslum við sjálfbærni og loftlagsmál, eins og þýski eignastýringarrisinn DWS hefur verið ásakaður um, getur valdið alvarlegum orðsporshnekki eða varðað við lög með tilheyrandi fjárhagslegri áhættu eða tapi fyrir viðeigandi fyrirtæki. Innherji 9. júní 2022 13:02
Viltu með mér vaka? Bjartsýnin skýtur rótum í beðum hugans á björtustu dögum ársins. Og um leið og við böðum okkur í mjúkri birtu miðnætursólarinnar og hlökkum til ferðalaga sumarsins tendrast ást okkar á landinu. Og öllu því sem það býr yfir. Vatnið í ánni, orkan í náttúrunni og ferska loftið sem fyllir lungun. Við finnum tært í huga og hjarta að yfir því viljum við vaka og sofa. Vernda og nýta þannig að framtíðarkynslóðir geti verið stoltar af. Ánægðar með forgangsröðun og uppskeru forvera. Skoðun 8. júní 2022 09:00
Samþykktu tímabundið bann við rafmyntargreftri Ríkisþing New York samþykkti frumvarp sem leggur tímabundið bann við að gefin verið út ný eða endurnýjuð leyfi fyrir jarðefnaeldsneytisorkuver sem eru notuð til að knýja gröft eftir rafmyntum. Slíkur gröftur hefur stórt kolefnisspor. Viðskipti erlent 3. júní 2022 15:40
ESB-ríki náðu losunarmarkmiði fyrir 2020 leikandi létt Losun Evrópusambandsríkja á gróðurhúsalofttegundum dróst saman um 34% árið 2020 miðað við árið 1990, mun meira en yfirlýst markmið þeirra um fimmtungssamdrátt á tímabilinu. Umhverfissamtök segja árangurinn aðeins sýna að markið hafi verið sett af lágt til að byrja með. Erlent 3. júní 2022 12:25
Tólf handteknir í Lundúnum fyrir að mótmæla á valdaafmæli Elísabetar Tólf loftslagsaðgerðasinnar voru handteknir í Lundúnum í dag fyrir að hafa valdið truflun á herskrúðgöngu í tilefni valdaafmælis Elísabetar drottningar. Aðgerðasinnarnir hlupu í veg fyrir hermennina í skrúðgöngunni áður en þeir voru handteknir. Erlent 2. júní 2022 17:30
Kvóti fyrir rafbíla að klárast: Rafbílar gætu hækkað um meira en milljón í verði á næstu mánuðum Verð á rafbílum gæti hækkað um allt að eina og hálfa milljón á næstu mánuðum þegar fjöldakvóti fyrir skattaívilnanir stjórnvalda klárast. Miðað við núverandi sölu á rafbílum gæti kvótinn klárast í síðasta lagi eftir þrjá mánuði. Neytendur 2. júní 2022 07:00
Bílaleigur stórauka bílakaup en horfa í auknum mæli til bensín- og dísilbíla Fleiri horfa nú til bensín- og dísilbíla, sérstaklega bílaleigur, eftir að verð á tengiltvinnbílum hækkaði í vor. Stóraukin umsvif bílaleiga eru meginástæða þess að sala á bílum jókst verulega á milli ára fyrstu mánuði ársins. Neytendur 1. júní 2022 10:49
Hundrað manns látnir eftir regnstorm í norðaustur Brasilíu Tala látinna er komin upp í hundrað eftir regnstorm sem hrinti af stað flóðum og aurskriðum við borgina Recife í norðaustur Brasilíu. Erlent 31. maí 2022 17:25
Olíuverð tekur kipp eftir innflutningsbann ESB Tunnan af olíu hækkaði um þrjú prósent og kostar nú nærri því 120 dollara eftir að Evrópusambandríki náðu samkomulagi um að banna innflutning á nær allri olíu frá Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu. Olíuverð hefur þegar hækkað um sextíu prósent á þessu ári. Viðskipti erlent 31. maí 2022 13:19
Fjárfestingafélagið Silfurberg fjármagnar nýjan vísissjóð Fjárfestingafélagið Silfurberg, sem er í eigu hjónanna Friðriks Steins Kristjánssonar og Ingibjargar Jónsdóttur, stendur að fjármögnun á nýjum vísissjóði, Berg Energy Ventures, sem fjárfestir í fyrirtækjum sem vinna að lausnum gegn loftlagsvandanum. Innherji 30. maí 2022 15:00
Þörungaræktandi telur Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar Tugir manna gætu fengið vinnu hér á landi við verksmiðju bandarísks nýsköpunarfyrirtækis sem ætlar sér að binda kolefni með þörungarækt í Atlantshafi á næstu árum. Stofnandi fyrirtækisins segir Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar í heiminum. Viðskipti innlent 26. maí 2022 07:30
Bein útsending: Heilbrigð jörð - heilbrigt líf Viðburðurinn Heilbrigð jörð – heilbrigt líf er hluti af viðburðaröðinni Í liði með náttúrunni sem Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun stendur fyrir í samstarfi við Norræna húsið. Viðburðurinn hefst klukkan 16 og verður í beinu streymi hér að neðan. Innlent 25. maí 2022 15:50